Það var boðið upp á frábæru skemmtun þegar Chelsea tók á móti Liverpool í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í kvöld.
Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-1 jafntefli. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og var framlengt þar sem mörk á útivelli gilda ekki fyrr en í framlengingu.
Í framlengingunni náði Branislav Ivanovic að skora með skalla og tryggja Chelsea farmiðann í úrslitaleikinn.
Eins og áður segir var leikurinn frábær skemmtun og ótrúlegt að ekki hafi verið skorað meira í leiknum. Markverðirnir Courtois og Mignolet voru aftur á móti báðir í banastuði og sáu til þess að aðeins var eitt mark skorað.
Diego Costa var mikið í sviðsljósinu í leiknum en þessi skapheiti framherji Chelsea steig ofan á tvö leikmenn Liverpool og lenti svo í léttum átökum við Steven Gerrard. Brjálað að gera hjá honum.
Chelsea mætir Tottenham eða Sheff. Utd í úrslitaleiknum á Wembley.
Mark Ivanovic má sjá hér að ofan.
