Bandaríkin tilbúin til að hjálpa frekar í orrustunni um Ramadi Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2015 22:38 Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin séu tilbúin til að senda Írökum frekari hjálp í orrustunni um Ramadi. Sú hjálp fæli meðal annars í sér fleiri hernaðarráðgjafa og árásarþyrlur. Íraskar sveitir hafa umkringt borgina og á síðustu vikum og mánuðum og sækja nú að miðju hennar. Hjálpin mun þó ekki berast óumbeðin. „Ef aðstæður kalla á slíka hjálp og forsætisráðherra Írak, Haider al-Abadi, biður um hana.“ Carter svaraði spurningum frá meðlimum þingnefndar sem hefur eftirlit með herafla Bandaríkjanna í dag. Vígamenn Íslamska ríkisins tóku borgina í leiftursókn í maí. Íraski herinn var niðurlægður af falli borgarinnar og er talið að um 200 vígamenn hafi tekið borgina af um tvö þúsund hermönnum.Sjá einnig: Leynivopn Íslamska ríkisinsCarter sagðist eiga von á hörðum átökum í borginni, en sagði íraskar sveitir hafa sýnt dug gegn gagnsóknum ISIS. Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain, formaður nefndarinnar, sagðist ekki sannfærður um að árásir úr lofti gætu einar og sér haldið aftur af ISIS og talaði um að senda hermenn þangað. Stjórnvöld Bandaríkjanna hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarin misseri og segja margir að engin áætlun sé til um hvernig berjast eigi gegn ISIS. Stríðinu væri ekki lokið fyrr en Raqqa félli úr höndum þeirra. Enn væri enginn herafli til staðar sem hefði getu né vilja til að sækja gegn borginni og ekki væri útlit fyrir að slíkur afli yrði myndaður á næstunni.Carter sagði aftur á móti að til lengri tíma væri það slæm ákvörðun að senda hermenn til Írak og Sýrlands þar sem vera Bandaríkjamanna þar gæti leitt til mikillar fjölgunar vígamanna ISIS. Þá yrði það mikið vandamál að halda svæðinu til lengri tíma. Mið-Austurlönd Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin séu tilbúin til að senda Írökum frekari hjálp í orrustunni um Ramadi. Sú hjálp fæli meðal annars í sér fleiri hernaðarráðgjafa og árásarþyrlur. Íraskar sveitir hafa umkringt borgina og á síðustu vikum og mánuðum og sækja nú að miðju hennar. Hjálpin mun þó ekki berast óumbeðin. „Ef aðstæður kalla á slíka hjálp og forsætisráðherra Írak, Haider al-Abadi, biður um hana.“ Carter svaraði spurningum frá meðlimum þingnefndar sem hefur eftirlit með herafla Bandaríkjanna í dag. Vígamenn Íslamska ríkisins tóku borgina í leiftursókn í maí. Íraski herinn var niðurlægður af falli borgarinnar og er talið að um 200 vígamenn hafi tekið borgina af um tvö þúsund hermönnum.Sjá einnig: Leynivopn Íslamska ríkisinsCarter sagðist eiga von á hörðum átökum í borginni, en sagði íraskar sveitir hafa sýnt dug gegn gagnsóknum ISIS. Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain, formaður nefndarinnar, sagðist ekki sannfærður um að árásir úr lofti gætu einar og sér haldið aftur af ISIS og talaði um að senda hermenn þangað. Stjórnvöld Bandaríkjanna hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarin misseri og segja margir að engin áætlun sé til um hvernig berjast eigi gegn ISIS. Stríðinu væri ekki lokið fyrr en Raqqa félli úr höndum þeirra. Enn væri enginn herafli til staðar sem hefði getu né vilja til að sækja gegn borginni og ekki væri útlit fyrir að slíkur afli yrði myndaður á næstunni.Carter sagði aftur á móti að til lengri tíma væri það slæm ákvörðun að senda hermenn til Írak og Sýrlands þar sem vera Bandaríkjamanna þar gæti leitt til mikillar fjölgunar vígamanna ISIS. Þá yrði það mikið vandamál að halda svæðinu til lengri tíma.
Mið-Austurlönd Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira