Þurrkatíð og háar skuldir plaga íbúa Púertó Ríkó Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. ágúst 2015 07:00 Íbúar Puerto Rico þurfa margir hverjir að lifa við mikinn skort á vatni. nordicphotos/getty Þurrkar og skuldir þjaka bandaríska sjálfstjórnarsvæðið Púertó Ríkó í Karíbahafi um þessar mundir. Ríkið fór í greiðslufall í upphafi mánaðar og íbúarnir búa við alvarlegan vatnsskort. Þurrkarnir eru einir þeir verstu í sögu Púertó Ríkó og hefur lítið sem ekkert rignt undanfarna mánuði á meðan mikill hiti hefur verið. Í gær var þrjátíu gráða hiti í höfuðborginni, San Juan. Pagan Zunania, fjölmiðlafulltrúi vatns- og skólplagnanefndar eyjunnar, sagði í gær að um 400 þúsund íbúar byggju við mikinn vatnsskort, rúmlega tíu prósent íbúa. Rigning á svæðinu í júlímánuði var um þriðjungur meðaltals undanfarinna ára. Íbúar hafa sumir hverjir þurft að sætta sig við strangar reglur um vatnsnotkun. Lokað hefur verið fyrir vatnslagnir til heimila í tvo sólarhringa í senn og opnað í einn þar á eftir. Þó er hótelum og öðrum aðilum ferðaþjónustunnar hlíft við aðgerðunum. „Frá því vatnsskorturinn kom upp og ríkisstjórnin kynnti aðgerðir til að stemma stigu við honum hafa hótel starfað á eðlilegan hátt,“ sagði Carlos Martinez, meðlimur samtaka hótela í Púertó Ríkó. Martinez bætti því við að þurrkarnir hefðu ekki enn haft alvarleg, neikvæð áhrif á ferðaþjónustu á eyjunni. Breytingar á veðurfari eru ekki í vændum þar. Til að bæta gráu ofan á svart situr landið í skuldafeni. Þann fjórða ágúst síðastliðinn stóð eyjan ekki í skilum við lánardrottna sína og fór í greiðslufall en skuldir eyjunnar hafa farið vaxandi undanfarin ár, sér í lagi eftir að skattaafsláttasamningur sem eyjan hafði notið féll úr gildi. Skuldir Púertó Ríkó nema um hundrað prósentum vergrar landsframleiðslu og tekjurnar duga ekki fyrir afborgunum, en skuldir nema nærri tíu þúsund milljörðum króna. Skuldastaðan og hið eiginlega greiðslufall veldur eyjarskeggjum höfuðverk þar sem eyjan er hvorki sjálfstætt ríki né sambandsríki Bandaríkjanna. Því er óljóst hvaða lagalegu úrræði eru fyrir hendi. Íbúar Púertó Ríkó kusu um lagalega stöðu eyjunnar árið 2012 en þá vildu sextíu prósent kjósenda að Púertó Ríkó yrði formlega eitt ríkja Bandaríkjanna. Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Þurrkar og skuldir þjaka bandaríska sjálfstjórnarsvæðið Púertó Ríkó í Karíbahafi um þessar mundir. Ríkið fór í greiðslufall í upphafi mánaðar og íbúarnir búa við alvarlegan vatnsskort. Þurrkarnir eru einir þeir verstu í sögu Púertó Ríkó og hefur lítið sem ekkert rignt undanfarna mánuði á meðan mikill hiti hefur verið. Í gær var þrjátíu gráða hiti í höfuðborginni, San Juan. Pagan Zunania, fjölmiðlafulltrúi vatns- og skólplagnanefndar eyjunnar, sagði í gær að um 400 þúsund íbúar byggju við mikinn vatnsskort, rúmlega tíu prósent íbúa. Rigning á svæðinu í júlímánuði var um þriðjungur meðaltals undanfarinna ára. Íbúar hafa sumir hverjir þurft að sætta sig við strangar reglur um vatnsnotkun. Lokað hefur verið fyrir vatnslagnir til heimila í tvo sólarhringa í senn og opnað í einn þar á eftir. Þó er hótelum og öðrum aðilum ferðaþjónustunnar hlíft við aðgerðunum. „Frá því vatnsskorturinn kom upp og ríkisstjórnin kynnti aðgerðir til að stemma stigu við honum hafa hótel starfað á eðlilegan hátt,“ sagði Carlos Martinez, meðlimur samtaka hótela í Púertó Ríkó. Martinez bætti því við að þurrkarnir hefðu ekki enn haft alvarleg, neikvæð áhrif á ferðaþjónustu á eyjunni. Breytingar á veðurfari eru ekki í vændum þar. Til að bæta gráu ofan á svart situr landið í skuldafeni. Þann fjórða ágúst síðastliðinn stóð eyjan ekki í skilum við lánardrottna sína og fór í greiðslufall en skuldir eyjunnar hafa farið vaxandi undanfarin ár, sér í lagi eftir að skattaafsláttasamningur sem eyjan hafði notið féll úr gildi. Skuldir Púertó Ríkó nema um hundrað prósentum vergrar landsframleiðslu og tekjurnar duga ekki fyrir afborgunum, en skuldir nema nærri tíu þúsund milljörðum króna. Skuldastaðan og hið eiginlega greiðslufall veldur eyjarskeggjum höfuðverk þar sem eyjan er hvorki sjálfstætt ríki né sambandsríki Bandaríkjanna. Því er óljóst hvaða lagalegu úrræði eru fyrir hendi. Íbúar Púertó Ríkó kusu um lagalega stöðu eyjunnar árið 2012 en þá vildu sextíu prósent kjósenda að Púertó Ríkó yrði formlega eitt ríkja Bandaríkjanna.
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira