Erlent

Tveir féllu í skotbardögum í Tyrklandi

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
ISIS-liðar réðust á sýrlenska bæinn Kobane í júní.
ISIS-liðar réðust á sýrlenska bæinn Kobane í júní. Fréttablaðið/EPA
Einn tyrkneskur hermaður lést þegar liðsmenn ISIS hófu skothríð yfir landamæri Tyrklands í gær.

Upp hófust skotbardagar á milli vígamanna ISIS og liðsmanna tyrkneska hersins.

Tyrkneski herinn beitti þungavopnum gegn ISIS-liðum og talið er að einn liðsmaður ISIS hafi fallið í árásum stórskotaliðsins.

Mikil ólga er í Tyrklandi en á mánudag voru 32 einstaklingar myrtir í sjálfsvígssprengjuárás í Suruc í Tyrklandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×