Kjörsókn í N-Kóreu var nærri 100 prósent Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. júlí 2015 09:00 Flokkur Kim Jong-Un fékk öll sveitarstjórnarsæti í nýyfirstöðnum kosningum, enda eini flokkurinn á lista. nordicphotos/afp Kosningaþátttaka var 99,97 prósent í sveitarstjórnarkosningum í Norður-Kóreu á sunnudag samkvæmt tölum ríkisfjölmiðils landsins. Verkamannaflokkurinn, flokkur Kim Jong-Un leiðtoga landsins, vann stórsigur í kosningunum, enda eini flokkurinn á lista. Kim Jong-Un er kjörinn fulltrúi á norðurkóreska þinginu, rétt eins og aðrir fulltrúar, en hann hlaut hundrað prósent atkvæða í sínu kjördæmi í fyrra. Kjósendur voru ekki beðnir um að merkja við flokkinn á kjörseðlinum heldur átti að skila kjörseðli í kjörkassa til að sýna stuðning sinn við frambjóðandann, en einn frambjóðandi er í hverju kjördæmi. Algengt er að kjörsókn í Norður-Kóreu sé nærri 100 prósent sökum þess að allir Norður-Kóreumenn sem náð hafa sautján ára aldri eru skyldugir til að kjósa. Þeir sem ekki kjósa eiga yfir höfði sér landráðaákæru. Fulltrúarnir sem ná kjöri munu sitja í embætti í fjögur ár en stjórnmálafræðingar telja áhrif þeirra lítil sem engin. Hlutverk þeirra er sagt vera að framfylgja ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Breska blaðið Independent áætlar að þeir 13.160 Norður-Kóreumenn, 0,03 prósent, sem ekki kusu, verði því ákærðir og líklegast teknir af lífi fyrir það eitt að kjósa ekki í kosningunum. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira
Kosningaþátttaka var 99,97 prósent í sveitarstjórnarkosningum í Norður-Kóreu á sunnudag samkvæmt tölum ríkisfjölmiðils landsins. Verkamannaflokkurinn, flokkur Kim Jong-Un leiðtoga landsins, vann stórsigur í kosningunum, enda eini flokkurinn á lista. Kim Jong-Un er kjörinn fulltrúi á norðurkóreska þinginu, rétt eins og aðrir fulltrúar, en hann hlaut hundrað prósent atkvæða í sínu kjördæmi í fyrra. Kjósendur voru ekki beðnir um að merkja við flokkinn á kjörseðlinum heldur átti að skila kjörseðli í kjörkassa til að sýna stuðning sinn við frambjóðandann, en einn frambjóðandi er í hverju kjördæmi. Algengt er að kjörsókn í Norður-Kóreu sé nærri 100 prósent sökum þess að allir Norður-Kóreumenn sem náð hafa sautján ára aldri eru skyldugir til að kjósa. Þeir sem ekki kjósa eiga yfir höfði sér landráðaákæru. Fulltrúarnir sem ná kjöri munu sitja í embætti í fjögur ár en stjórnmálafræðingar telja áhrif þeirra lítil sem engin. Hlutverk þeirra er sagt vera að framfylgja ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Breska blaðið Independent áætlar að þeir 13.160 Norður-Kóreumenn, 0,03 prósent, sem ekki kusu, verði því ákærðir og líklegast teknir af lífi fyrir það eitt að kjósa ekki í kosningunum.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira