Fékk skotvopnið í afmælisgjöf Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. júní 2015 07:00 Dylann Storm Roof. Á jakka ódæðismannsins má sjá fána tveggja fyrrverandi aðskilnaðarríkja í Afríku. nordicphotos/AFP Rúmlega tvítugur maður myrti í fyrrakvöld níu manns, sex karla og þrjár konur, í kirkju í borginni Charleston í Suður-Karólínu. Lögreglan segir augljóst að kynþáttahatur hafi búið að baki. Morðinginn var hvítur en hin myrtu dökk á hörund. Kirkjan er ein af elstu kirkjum þeldökkra í Bandaríkjunum og á sér merkilega sögu. Meðal hinna látnu var prestur kirkjunnar, Clementa Pinckney, sem einnig var öldungadeildarþingmaður á ríkisþinginu í Suður-Karólínu. Átta manns létust á vettvangi en fjórir til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús og lést einn þeirra á sjúkrahúsi stuttu síðar. Árásarmaðurinn heitir Dylann Storm Roof og er 21 árs gamall. Að sögn Reuters-fréttastofunnar fékk hann byssu frá föður sínum í afmælisgjöf þegar hann varð 21 árs í apríl síðastliðnum. Hann flúði af vettvangi og hófst þegar viðamikil leit að honum. Lögreglan hafði svo hendur í hári hans tæpum sólarhring síðar í bænum Shelby, um það bil 300 kílómetrum austur af Charleston, rétt norðan landamæra Suður-Karólínu. Fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC ræddi við fólk sem lifði af skotárásina í kirkjunni. Það sagði Roof hafa komið inn í kirkjuna þegar fræðslufundur var að hefjast, spurt eftir prestinum og sest við hliðina á honum. Þegar fundinum lauk tók hann upp byssuna, stóð upp og tilkynnti að hann væri þangað kominn til að skjóta svart fólk, og hóf skothríð. Að sögn vitna hlóð hann byssuna fimm sinnum áður en hann hætti og yfirgaf kirkjuna. „Ég verð að gera þetta,“ segir viðmælandi NBC að Roof hafi sagt, þegar reynt var að fá hann ofan af því að skjóta fleiri. „Þið nauðgið konunum okkar og eruð að taka völdin í landinu. Og þið verðið að fara.“ Roof er sagður hafa verið rólyndispiltur en á Facebook-síðu hans er mynd af honum í jakka með fánamerkjum aðskilnaðarstjórnanna í Suður-Afríku og Ródesíu, sem nú heitir Simbabve. Athygli vekur að margir Facebook-vina hans eru þeldökkir. Kirkjan í Charleston er elsta kirkja Afrísku meþódistakirkjunnar í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Hún var stofnuð árið 1791 af hópi svartra manna, bæði frjálsra og þræla. Kirkjan brann 95 árum síðar en var endurreist á 100 ára afmælinu, árið 1891.FJöldamorð á fárra vikna fresti Samkvæmt tölum frá Bandarísku alríkislögreglunni eru fjöldamorð með skotvopnum framin í Bandaríkjunum á fárra vikna fresti. Á árunum 2000 til 2013 voru 160 fjöldamorð framin í Bandaríkjunum, sem kostuðu rúmlega þúsund manns lífið. Tíðni fjöldamorða í Bandaríkjunum hefur hækkað, úr 6,4 á ári fyrstu sjö ár tímabilsins í 16,4 á ári seinni sjö árin. Flest fjöldamorðin hafa verið framin í verslunum eða verslunarmiðstöðvum, en næstflest í skólum. Að minnsta kosti tvisvar á síðustu árum hafa verið framin fjöldamorð í trúarhúsum: Í ágúst 2012 voru framin fjöldamorð í hofi síkha í Wisconsin, en í apríl 2014 í bænahúsi gyðinga í Kansas City. Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Sjá meira
Rúmlega tvítugur maður myrti í fyrrakvöld níu manns, sex karla og þrjár konur, í kirkju í borginni Charleston í Suður-Karólínu. Lögreglan segir augljóst að kynþáttahatur hafi búið að baki. Morðinginn var hvítur en hin myrtu dökk á hörund. Kirkjan er ein af elstu kirkjum þeldökkra í Bandaríkjunum og á sér merkilega sögu. Meðal hinna látnu var prestur kirkjunnar, Clementa Pinckney, sem einnig var öldungadeildarþingmaður á ríkisþinginu í Suður-Karólínu. Átta manns létust á vettvangi en fjórir til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús og lést einn þeirra á sjúkrahúsi stuttu síðar. Árásarmaðurinn heitir Dylann Storm Roof og er 21 árs gamall. Að sögn Reuters-fréttastofunnar fékk hann byssu frá föður sínum í afmælisgjöf þegar hann varð 21 árs í apríl síðastliðnum. Hann flúði af vettvangi og hófst þegar viðamikil leit að honum. Lögreglan hafði svo hendur í hári hans tæpum sólarhring síðar í bænum Shelby, um það bil 300 kílómetrum austur af Charleston, rétt norðan landamæra Suður-Karólínu. Fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC ræddi við fólk sem lifði af skotárásina í kirkjunni. Það sagði Roof hafa komið inn í kirkjuna þegar fræðslufundur var að hefjast, spurt eftir prestinum og sest við hliðina á honum. Þegar fundinum lauk tók hann upp byssuna, stóð upp og tilkynnti að hann væri þangað kominn til að skjóta svart fólk, og hóf skothríð. Að sögn vitna hlóð hann byssuna fimm sinnum áður en hann hætti og yfirgaf kirkjuna. „Ég verð að gera þetta,“ segir viðmælandi NBC að Roof hafi sagt, þegar reynt var að fá hann ofan af því að skjóta fleiri. „Þið nauðgið konunum okkar og eruð að taka völdin í landinu. Og þið verðið að fara.“ Roof er sagður hafa verið rólyndispiltur en á Facebook-síðu hans er mynd af honum í jakka með fánamerkjum aðskilnaðarstjórnanna í Suður-Afríku og Ródesíu, sem nú heitir Simbabve. Athygli vekur að margir Facebook-vina hans eru þeldökkir. Kirkjan í Charleston er elsta kirkja Afrísku meþódistakirkjunnar í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Hún var stofnuð árið 1791 af hópi svartra manna, bæði frjálsra og þræla. Kirkjan brann 95 árum síðar en var endurreist á 100 ára afmælinu, árið 1891.FJöldamorð á fárra vikna fresti Samkvæmt tölum frá Bandarísku alríkislögreglunni eru fjöldamorð með skotvopnum framin í Bandaríkjunum á fárra vikna fresti. Á árunum 2000 til 2013 voru 160 fjöldamorð framin í Bandaríkjunum, sem kostuðu rúmlega þúsund manns lífið. Tíðni fjöldamorða í Bandaríkjunum hefur hækkað, úr 6,4 á ári fyrstu sjö ár tímabilsins í 16,4 á ári seinni sjö árin. Flest fjöldamorðin hafa verið framin í verslunum eða verslunarmiðstöðvum, en næstflest í skólum. Að minnsta kosti tvisvar á síðustu árum hafa verið framin fjöldamorð í trúarhúsum: Í ágúst 2012 voru framin fjöldamorð í hofi síkha í Wisconsin, en í apríl 2014 í bænahúsi gyðinga í Kansas City.
Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Sjá meira