Erlent

Hrundu árás Boko Haram

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Boko Haram hafa herjað á norðausturhluta Nígeríu. Hér má sjá hvernig var umhorfs eftir eina árás samtakanna.
Boko Haram hafa herjað á norðausturhluta Nígeríu. Hér má sjá hvernig var umhorfs eftir eina árás samtakanna. vísir/ap
Nígerískir hermenn hafa náð að hrinda árás liðsmanna Boko Haram á borgina Maiduguri. Fjöldi sjónarvotta hefur staðfest þessar fregnir.

Þetta er í annað sinn á rúmri viku sem samtökin gera áhlaup á borgina.

Bardagar hófust snemma í gærmorgun og stóðu daglangt. Samkvæmt upplýsingum frá Nígeríustjórn voru skæruliðarnir hraktir á brott og mannfall Boko Haram mikið.

Maiduguri er fjölmennasta borg Bornó-héraðs og hefur Boko Haram lengi haft augastað á henni. Hernaðarlegt mikilvægi hennar er gífurlegt.


Tengdar fréttir

Óttast að yfir 2.000 hafi fallið í vikunni

Landsvæði á stærð við Belgíu í norðaustur Nígeríu er nú undir yfirráðum Boko Haram. Nýjar árásaraðferðir hafa vakið mikinn óhug víða um veröldina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×