Óttast að yfir 2.000 hafi fallið í vikunni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. janúar 2015 08:15 Fólk flúði til Maiduguri eftir að Bama féll í hendur Boko Haram. vísir/ap Voðaverk Boko Haram halda áfram en talið er að yfir 2.000 manns hafi fallið í árásum samtakanna í liðinni viku. Nýjasta útspil þeirra hefur vakið upp mikinn óhug. Á laugardag varð markaður í borginni Maiduguri fyrir sjálfsmorðssprengjuárás en árásarmaðurinn var tíu ára gömul stúlka. Vitni segja að allar líkur séu á því að stúlkan hafi ekki haft nokkra hugmynd um hvað það var sem hún bar með sér innan klæða. Yfir tuttugu létust og fjöldi særðra er álíka. Vitað er að samtökin hafi beitt konum sem þau hafa rænt í þessum tilgangi áður en kenningar eru uppi um að þær séu neyddar til verksins. Árásin var gerð strax í kjölfar þess að íbúar fiskiþorpsins Baga voru stráfelldir í miðri viku. Tölur um mannfall hafa ekki fengist staðfestar þar sem illa hefur gengið að komast að bænum en talið er að um 2.000 manns liggi í valnum. Einn eftirlifenda heimsótti þorpið, eða réttar sagt leifar þess, eftir árásina. Hann hafi gengið gegnum þorpið og nær alla leiðina hafi vart verið þverfótað fyrir líkum. Íbúar Baga voru um 10.000 en þeir sem lifðu árásina af hafa lagt á flótta. Óttast er að einhverjir þeirra hafi flúið í átt að Tsjad-vatni og drukknað þar í kjölfarið. Bæði Baga og Maiduguri eru í Borno, næststærsta héraði landsins, í norðausturhluta Nígeríu við Tsjad. Íbúar landsins eru um 175 milljónir en fimm milljónir búa í Borno. Núna er stór hluti héraðsins, álíka stór að flatarmáli og Belgía, undir yfirráðum Boko Haram. Að auki hafa samtökin borgina Gulani og nærliggjandi svæði í nágrannahéraðinu Yobe undir sínum fæti.Boko Haram eru súnní-íslömsk samtök sem, líkt og ISIS, hafa það að markmiði að koma á fót íslömsku ríki með sjaríalögum. Fjöldi liðsmanna er á reiki en talið er að minnst tíu þúsund manns berjist fyrir þau nú en talan gæti verið tvöfalt hærri. Liðsmenn eru flestir frá Nígeríu en hluti þeirra kemur frá nágrannaríkjunum Tsjad, Níger og Kamerún. Opinbert nafn samtakanna myndi útleggjast á íslensku sem „Fólk skuldbundið útbreiðslu kenninga spámannsins og heilögu stríði“ en styttra nafnið, Boko Haram, þýðir að vestræn áhrif séu bönnuð. Meðal þess sem felst í því er að lýðræðislegar kosningar eru úti í kuldanum sem og hvers kyns vestrænn klæðnaður og menntun sem ekki tengist íslam. Boko Haram voru stofnuð árið 2002 af Mohammed Yousuf. Í upphafi voru samtökin nokkuð friðsæl en róttæk. Það breyttist árið 2009 er stofnandi þeirra lést og Abubakar Shekau tók við. Árásir eru komnar yfir sjötíu og hafa um sjö þúsund manns fallið í þeim. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Voðaverk Boko Haram halda áfram en talið er að yfir 2.000 manns hafi fallið í árásum samtakanna í liðinni viku. Nýjasta útspil þeirra hefur vakið upp mikinn óhug. Á laugardag varð markaður í borginni Maiduguri fyrir sjálfsmorðssprengjuárás en árásarmaðurinn var tíu ára gömul stúlka. Vitni segja að allar líkur séu á því að stúlkan hafi ekki haft nokkra hugmynd um hvað það var sem hún bar með sér innan klæða. Yfir tuttugu létust og fjöldi særðra er álíka. Vitað er að samtökin hafi beitt konum sem þau hafa rænt í þessum tilgangi áður en kenningar eru uppi um að þær séu neyddar til verksins. Árásin var gerð strax í kjölfar þess að íbúar fiskiþorpsins Baga voru stráfelldir í miðri viku. Tölur um mannfall hafa ekki fengist staðfestar þar sem illa hefur gengið að komast að bænum en talið er að um 2.000 manns liggi í valnum. Einn eftirlifenda heimsótti þorpið, eða réttar sagt leifar þess, eftir árásina. Hann hafi gengið gegnum þorpið og nær alla leiðina hafi vart verið þverfótað fyrir líkum. Íbúar Baga voru um 10.000 en þeir sem lifðu árásina af hafa lagt á flótta. Óttast er að einhverjir þeirra hafi flúið í átt að Tsjad-vatni og drukknað þar í kjölfarið. Bæði Baga og Maiduguri eru í Borno, næststærsta héraði landsins, í norðausturhluta Nígeríu við Tsjad. Íbúar landsins eru um 175 milljónir en fimm milljónir búa í Borno. Núna er stór hluti héraðsins, álíka stór að flatarmáli og Belgía, undir yfirráðum Boko Haram. Að auki hafa samtökin borgina Gulani og nærliggjandi svæði í nágrannahéraðinu Yobe undir sínum fæti.Boko Haram eru súnní-íslömsk samtök sem, líkt og ISIS, hafa það að markmiði að koma á fót íslömsku ríki með sjaríalögum. Fjöldi liðsmanna er á reiki en talið er að minnst tíu þúsund manns berjist fyrir þau nú en talan gæti verið tvöfalt hærri. Liðsmenn eru flestir frá Nígeríu en hluti þeirra kemur frá nágrannaríkjunum Tsjad, Níger og Kamerún. Opinbert nafn samtakanna myndi útleggjast á íslensku sem „Fólk skuldbundið útbreiðslu kenninga spámannsins og heilögu stríði“ en styttra nafnið, Boko Haram, þýðir að vestræn áhrif séu bönnuð. Meðal þess sem felst í því er að lýðræðislegar kosningar eru úti í kuldanum sem og hvers kyns vestrænn klæðnaður og menntun sem ekki tengist íslam. Boko Haram voru stofnuð árið 2002 af Mohammed Yousuf. Í upphafi voru samtökin nokkuð friðsæl en róttæk. Það breyttist árið 2009 er stofnandi þeirra lést og Abubakar Shekau tók við. Árásir eru komnar yfir sjötíu og hafa um sjö þúsund manns fallið í þeim.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira