Óttast að yfir 2.000 hafi fallið í vikunni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. janúar 2015 08:15 Fólk flúði til Maiduguri eftir að Bama féll í hendur Boko Haram. vísir/ap Voðaverk Boko Haram halda áfram en talið er að yfir 2.000 manns hafi fallið í árásum samtakanna í liðinni viku. Nýjasta útspil þeirra hefur vakið upp mikinn óhug. Á laugardag varð markaður í borginni Maiduguri fyrir sjálfsmorðssprengjuárás en árásarmaðurinn var tíu ára gömul stúlka. Vitni segja að allar líkur séu á því að stúlkan hafi ekki haft nokkra hugmynd um hvað það var sem hún bar með sér innan klæða. Yfir tuttugu létust og fjöldi særðra er álíka. Vitað er að samtökin hafi beitt konum sem þau hafa rænt í þessum tilgangi áður en kenningar eru uppi um að þær séu neyddar til verksins. Árásin var gerð strax í kjölfar þess að íbúar fiskiþorpsins Baga voru stráfelldir í miðri viku. Tölur um mannfall hafa ekki fengist staðfestar þar sem illa hefur gengið að komast að bænum en talið er að um 2.000 manns liggi í valnum. Einn eftirlifenda heimsótti þorpið, eða réttar sagt leifar þess, eftir árásina. Hann hafi gengið gegnum þorpið og nær alla leiðina hafi vart verið þverfótað fyrir líkum. Íbúar Baga voru um 10.000 en þeir sem lifðu árásina af hafa lagt á flótta. Óttast er að einhverjir þeirra hafi flúið í átt að Tsjad-vatni og drukknað þar í kjölfarið. Bæði Baga og Maiduguri eru í Borno, næststærsta héraði landsins, í norðausturhluta Nígeríu við Tsjad. Íbúar landsins eru um 175 milljónir en fimm milljónir búa í Borno. Núna er stór hluti héraðsins, álíka stór að flatarmáli og Belgía, undir yfirráðum Boko Haram. Að auki hafa samtökin borgina Gulani og nærliggjandi svæði í nágrannahéraðinu Yobe undir sínum fæti.Boko Haram eru súnní-íslömsk samtök sem, líkt og ISIS, hafa það að markmiði að koma á fót íslömsku ríki með sjaríalögum. Fjöldi liðsmanna er á reiki en talið er að minnst tíu þúsund manns berjist fyrir þau nú en talan gæti verið tvöfalt hærri. Liðsmenn eru flestir frá Nígeríu en hluti þeirra kemur frá nágrannaríkjunum Tsjad, Níger og Kamerún. Opinbert nafn samtakanna myndi útleggjast á íslensku sem „Fólk skuldbundið útbreiðslu kenninga spámannsins og heilögu stríði“ en styttra nafnið, Boko Haram, þýðir að vestræn áhrif séu bönnuð. Meðal þess sem felst í því er að lýðræðislegar kosningar eru úti í kuldanum sem og hvers kyns vestrænn klæðnaður og menntun sem ekki tengist íslam. Boko Haram voru stofnuð árið 2002 af Mohammed Yousuf. Í upphafi voru samtökin nokkuð friðsæl en róttæk. Það breyttist árið 2009 er stofnandi þeirra lést og Abubakar Shekau tók við. Árásir eru komnar yfir sjötíu og hafa um sjö þúsund manns fallið í þeim. Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Voðaverk Boko Haram halda áfram en talið er að yfir 2.000 manns hafi fallið í árásum samtakanna í liðinni viku. Nýjasta útspil þeirra hefur vakið upp mikinn óhug. Á laugardag varð markaður í borginni Maiduguri fyrir sjálfsmorðssprengjuárás en árásarmaðurinn var tíu ára gömul stúlka. Vitni segja að allar líkur séu á því að stúlkan hafi ekki haft nokkra hugmynd um hvað það var sem hún bar með sér innan klæða. Yfir tuttugu létust og fjöldi særðra er álíka. Vitað er að samtökin hafi beitt konum sem þau hafa rænt í þessum tilgangi áður en kenningar eru uppi um að þær séu neyddar til verksins. Árásin var gerð strax í kjölfar þess að íbúar fiskiþorpsins Baga voru stráfelldir í miðri viku. Tölur um mannfall hafa ekki fengist staðfestar þar sem illa hefur gengið að komast að bænum en talið er að um 2.000 manns liggi í valnum. Einn eftirlifenda heimsótti þorpið, eða réttar sagt leifar þess, eftir árásina. Hann hafi gengið gegnum þorpið og nær alla leiðina hafi vart verið þverfótað fyrir líkum. Íbúar Baga voru um 10.000 en þeir sem lifðu árásina af hafa lagt á flótta. Óttast er að einhverjir þeirra hafi flúið í átt að Tsjad-vatni og drukknað þar í kjölfarið. Bæði Baga og Maiduguri eru í Borno, næststærsta héraði landsins, í norðausturhluta Nígeríu við Tsjad. Íbúar landsins eru um 175 milljónir en fimm milljónir búa í Borno. Núna er stór hluti héraðsins, álíka stór að flatarmáli og Belgía, undir yfirráðum Boko Haram. Að auki hafa samtökin borgina Gulani og nærliggjandi svæði í nágrannahéraðinu Yobe undir sínum fæti.Boko Haram eru súnní-íslömsk samtök sem, líkt og ISIS, hafa það að markmiði að koma á fót íslömsku ríki með sjaríalögum. Fjöldi liðsmanna er á reiki en talið er að minnst tíu þúsund manns berjist fyrir þau nú en talan gæti verið tvöfalt hærri. Liðsmenn eru flestir frá Nígeríu en hluti þeirra kemur frá nágrannaríkjunum Tsjad, Níger og Kamerún. Opinbert nafn samtakanna myndi útleggjast á íslensku sem „Fólk skuldbundið útbreiðslu kenninga spámannsins og heilögu stríði“ en styttra nafnið, Boko Haram, þýðir að vestræn áhrif séu bönnuð. Meðal þess sem felst í því er að lýðræðislegar kosningar eru úti í kuldanum sem og hvers kyns vestrænn klæðnaður og menntun sem ekki tengist íslam. Boko Haram voru stofnuð árið 2002 af Mohammed Yousuf. Í upphafi voru samtökin nokkuð friðsæl en róttæk. Það breyttist árið 2009 er stofnandi þeirra lést og Abubakar Shekau tók við. Árásir eru komnar yfir sjötíu og hafa um sjö þúsund manns fallið í þeim.
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira