Íslenski boltinn

Landsliðsþjálfarinn vonar að Dóra María haldi áfram

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dóra María Lárusdóttir.
Dóra María Lárusdóttir. Vísir/Daníel
Orðrómur hefur verið uppi um að Dóra María Lárusdóttir, ein af fjórum konum í 100-leikja klúbbi landsliðsins, gæti lagt skóna á hilluna á árinu.

Samningur hennar hjá Val er úr gildi samkvæmt heimasíðu KSÍ, en Fréttablaðið hefur ekki náð tali af henni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

„Ég átti við hana gott samtal. Hún liggur undir feldi núna,“ segir Freyr um þessa frábæru knattspyrnukonu.

„Ég vona svo sannarlega að hún haldi áfram. Hún er ekki orðin þrítug og getur spilað í mörg ár til viðbótar. En auðvitað er þetta hennar ákvörðun.“

Dóra María hefur verið lykilmaður í landsliðinu um árabil og er ekki annað að heyra en hún eigi fast sæti hjá Frey.

„Þó ég sé að leita að ungum leikmönnum fyrir framtíðina vel ég alltaf þá bestu. Ég tel Dóru Maríu, í standi og með áhuga, vera einn af bestu leikmönnum Íslands,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×