Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2015 13:33 Veðbankar hafa oftar en ekki rangt fyrir sér, enda hefur Nóbelsnefndin oft komið fólki í opna skjöldu. Vísir/AFP Norska Nóbelsnefndin mun greina frá hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels á föstudagsmorgun og að vanda hefur mikil umræða skapast um hver muni hreppa hnossið. Veðbankar hafa oftar en ekki rangt fyrir sér, enda hefur Nóbelsnefndin oft komið fólki í opna skjöldu, líkt og þegar Barack Obama, þá tiltölulega nýkjörinn Bandaríkjaforseti, hlaut verðlaunin árið 2009 og með því að veita Evrópusambandinu verðlaununum þremur árum síðar. Norsk stjórnmál koma einnig við sögu þegar kemur að því að ákveða verðlaunahafa, enda var Thorbjörn Jagland, fyrrum forsætisráðherra og formaður norska Verkamannaflokksins, hrakinn úr stóli formanns Nóbelsnefndarinnar fyrr á árinu og skipt út fyrir Kaci Kullmann Five, liðsmanni Hærgiflokksins, eftir að hægristjórn tók við völdum í Noregi árið 2013.Breska blaðið Guardian hefur tekið saman þá sem taldir eru líklegastir til að hljóta Friðarverðlaunin þetta árið.Frans páfi.Vísir/AFPFrans páfi Páfinn er talinn hafa gegnt lykilhlutverki í bættum samskiptum Kúbu og Bandaríkjanna. Barátta hans fyrir félagslegu réttlæti og aðgerðum vegna loftslagsbreytinga eru heldur ekki taldar skaða möguleika hans á að verða fyrir valinu. Hann nýtur mikillar hylli, þykir alþýðlegri en forverar sínir og túlkar kennisetningar kaþólskra víðar.John Kerry og Mohammad Javad ZarifVísir/AFPJohn Kerry og Mohammad Javad Zarif Nöfn John Kerry og Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Írans, hafa einnig verið nefnd í tengslum við líklega verðlaunahafa eftir að tveggja ára samningaviðræður milli íranskra stjórnvalda og Vesturveldana leiddu til samkomulags um kjarnorkuáætlun Írans fyrr í sumar. Fyrir nokkrum árum var álitið ómögulegt að slíkt samkomulag myndi nást á næstunni.Mussie Zerai Þessi erítreski prestur kom á laggirnar neyðarlínu ætlaða fyrir samlanda sína sem hyggja á hættuför, frá Erítreu og yfir Miðjarðarhaf til Evrópu. Hann hefur komið upp stjórnstöð sem tekur á móti símtölum frá Norður-Afríku og illa búnum bátum á Miðjarðarhafi.Angela Merkel Þýskalandskanslari.Vísir/AFPAngela Merkel Veðbankar segja margir Angelu Merkel Þýskalandskanslari líklegasta til að hljóta verðlaunin þetta árið eftir að hún opnaði landamæri Þýskalands fyrir flóttafólki frá stríðshrjáðum ríkjum í Miðausturlöndum í sumar.Victor Ochen Victor Ochen er 33 ára Úgandamaður sem hefur komið African Youth Initiative Network á laggirnar sem aðstoðar barnung fórnarlömb við að vinna úr því áfalli að hafa verið rænt af uppreisnarhópum í norðurhluta landsins.Denis Mukwege.Vísir/AFPDenis Mukwege Þessi kóngóski kvensjúkdómalæknir hefur um árabil verið til umræðu innan Nóbelsnefndarinnar. Hann hefur lengi unnið að því að aðstoða fórnarlömb nauðgana í Lýðveldinu Kongó. Hann hlaut Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir störf sín í þágu mannréttinda á síðasta ári.Fengu verðlaunin á síðasta ári Friðarverðlaun Nóbels 2014 voru afhent Indverjanum Kailash Satyarti og pakistönsku baráttukonunni Malala Yousafzai á síðasta ári. Verðlaunin fengu þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. Tengdar fréttir Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00 Lyf sem gagnast milljónum Þrír vísindamenn deila með sér Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár. Verðlaunin verða afhent í Svíþjóð í desember. 6. október 2015 07:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Norska Nóbelsnefndin mun greina frá hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels á föstudagsmorgun og að vanda hefur mikil umræða skapast um hver muni hreppa hnossið. Veðbankar hafa oftar en ekki rangt fyrir sér, enda hefur Nóbelsnefndin oft komið fólki í opna skjöldu, líkt og þegar Barack Obama, þá tiltölulega nýkjörinn Bandaríkjaforseti, hlaut verðlaunin árið 2009 og með því að veita Evrópusambandinu verðlaununum þremur árum síðar. Norsk stjórnmál koma einnig við sögu þegar kemur að því að ákveða verðlaunahafa, enda var Thorbjörn Jagland, fyrrum forsætisráðherra og formaður norska Verkamannaflokksins, hrakinn úr stóli formanns Nóbelsnefndarinnar fyrr á árinu og skipt út fyrir Kaci Kullmann Five, liðsmanni Hærgiflokksins, eftir að hægristjórn tók við völdum í Noregi árið 2013.Breska blaðið Guardian hefur tekið saman þá sem taldir eru líklegastir til að hljóta Friðarverðlaunin þetta árið.Frans páfi.Vísir/AFPFrans páfi Páfinn er talinn hafa gegnt lykilhlutverki í bættum samskiptum Kúbu og Bandaríkjanna. Barátta hans fyrir félagslegu réttlæti og aðgerðum vegna loftslagsbreytinga eru heldur ekki taldar skaða möguleika hans á að verða fyrir valinu. Hann nýtur mikillar hylli, þykir alþýðlegri en forverar sínir og túlkar kennisetningar kaþólskra víðar.John Kerry og Mohammad Javad ZarifVísir/AFPJohn Kerry og Mohammad Javad Zarif Nöfn John Kerry og Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Írans, hafa einnig verið nefnd í tengslum við líklega verðlaunahafa eftir að tveggja ára samningaviðræður milli íranskra stjórnvalda og Vesturveldana leiddu til samkomulags um kjarnorkuáætlun Írans fyrr í sumar. Fyrir nokkrum árum var álitið ómögulegt að slíkt samkomulag myndi nást á næstunni.Mussie Zerai Þessi erítreski prestur kom á laggirnar neyðarlínu ætlaða fyrir samlanda sína sem hyggja á hættuför, frá Erítreu og yfir Miðjarðarhaf til Evrópu. Hann hefur komið upp stjórnstöð sem tekur á móti símtölum frá Norður-Afríku og illa búnum bátum á Miðjarðarhafi.Angela Merkel Þýskalandskanslari.Vísir/AFPAngela Merkel Veðbankar segja margir Angelu Merkel Þýskalandskanslari líklegasta til að hljóta verðlaunin þetta árið eftir að hún opnaði landamæri Þýskalands fyrir flóttafólki frá stríðshrjáðum ríkjum í Miðausturlöndum í sumar.Victor Ochen Victor Ochen er 33 ára Úgandamaður sem hefur komið African Youth Initiative Network á laggirnar sem aðstoðar barnung fórnarlömb við að vinna úr því áfalli að hafa verið rænt af uppreisnarhópum í norðurhluta landsins.Denis Mukwege.Vísir/AFPDenis Mukwege Þessi kóngóski kvensjúkdómalæknir hefur um árabil verið til umræðu innan Nóbelsnefndarinnar. Hann hefur lengi unnið að því að aðstoða fórnarlömb nauðgana í Lýðveldinu Kongó. Hann hlaut Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir störf sín í þágu mannréttinda á síðasta ári.Fengu verðlaunin á síðasta ári Friðarverðlaun Nóbels 2014 voru afhent Indverjanum Kailash Satyarti og pakistönsku baráttukonunni Malala Yousafzai á síðasta ári. Verðlaunin fengu þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna.
Tengdar fréttir Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00 Lyf sem gagnast milljónum Þrír vísindamenn deila með sér Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár. Verðlaunin verða afhent í Svíþjóð í desember. 6. október 2015 07:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00
Lyf sem gagnast milljónum Þrír vísindamenn deila með sér Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár. Verðlaunin verða afhent í Svíþjóð í desember. 6. október 2015 07:00