Spurði fórnarlömb út í trú þeirra Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2015 08:15 Hundruð komu saman við minningarathöfn. Vísir/AFP Vitni segja að Chris Harper Mercer, sem myrti níu manns í Umpqua háskólanum í Roseburg í Oregon í Bandaríkjunum í gær hafi spurt fórnarlömb sín út í trú þeirra. Faðir manns sem særðist í árásinni segir að Mercer hafi leitast eftir því að myrða kristið fólk. Hann var felldur af lögreglu á skólalóðinni en sjö særðust í árásinni. Samkvæmt CNN sagðist hann hafa ætlað sér að gera þetta um árabil. Það sagði hann við kennara í skólanum áður en hann skaut hann til bana. Mercer var með nokkrar byssur með sér, mikið af skotfærum og hann var einnig í skotheldu vesti. Lögregluþjónar fundu þrjár skammbyssur og einn riffil á vettvangi. Chris Harper Mercer bjó með móður sinni í íbúð nærri háskólanum. Hann er sagður hafa fæðst í Englandi en flutt mjög ungur til Bandaríkjanna. Faðir hans ræddi við fjölmiðla í nótt og sagðist vera brugðið eins og öllum öðrum. Ian Mercer sagði að hann og fjölskylda hans hefðu verið í samskiptum við lögreglu, en bað fjölmiðla um að veita fjölskyldunni næði. Chris Harper Mercer. Blaðamenn Guardian hafa varið nóttinni í að rekja stafræn spor Mercer og fundu þeir heimasvæði hans á torrent síðu. Þar er hægt að sjá að Mercer skrifaði bloggfærslur um skotárásir í skólum í Bandaríkjunum og eina færslu þar sem hann sagði „hinn efnislega heim vera lygi“. Þar kvartaði hann yfir því að fólk hefði áhyggjur af því að eiga nýjustu hlutina og að fólk væri tilbúið að standa klukkutímum saman í röð, fyrir nýjasta iPhone snjallsímann. Hann skrifaði að hann hefði komist að sannleikanum um að efnislegur heimur færði einungis þjáningar og falskan sannleika. Ein færslan sem skrifuð er í lok ágúst er um Vester Flanagan, sem skaut tvo til bana í beinni útsendingu í Bandaríkjunum. Um hann segir Mercer að hver sem þekkti Flangan, hefði átt að sjá árásina fyrir. Hann hafi verið einn í heiminum og það eina sem hann gæti gert væri að brjóta gegn samfélaginu sem hefði yfirgefið hann. „Ég hef þó tekið eftir því að fjöldi fólks, eins og hann, er einmana og óþekkt, en þegar það úthella blóði, þekkir heimurinn það. Maður sem enginn þekkti er nú þekktur af öllum. Andlit hans er á hverjum skjá og nafn hans á vörum allra og á einungis einum degi. Svo virðist sem að því fleiri sem þú drepir, því þekktari verður þú.“ Að því loknu hvatti Mercer fólk til að horfa á myndbandið sem Flanagan tók af árásinni. Þá deildi Mercer fjölmörgum heimildarmyndum sem fjalla um ýmsar samsæriskenningar og skotárásir. Fyrir einungis þremur dögum, deildi hann heimildarmynd BBC um skotárásina í Sandy Hook. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur nú í enn eitt skiptið kallað eftir hertri vopnalöggjöf í landinu. Hann sagði þessar yfirlýsingar sínar vera orðnar að venju og að íbúar Bandaríkjanna væru orðnir dofnir fyrir skotárásum sem þessari. Íbúar Roseburg eru slegnir eftir atburðina og komu saman í hundraðatali fyrir minningarathöfn í bænum nú í morgun, að íslenskum tíma. Lögreglan segist ekki vita um tilefni árásarinnar enn. Fógetinn John Hanlin sagðist ekki ætla að nefna nafn árásarmannsins, þar sem hann vilji ekki veita honum þá viðurkenningu sem hann sóttist eftir með því að myrða níu manns. Hanlin hefur þó áður komist í fjölmiðla, eftir að hann sendi Joe Biden, varaforseta Bandaríkjanna, bréf árið 2013. Þá var nýyfirstaðin skotárás í barnaskóla í Newtown í Connecticut. Í bréfinu lýsti Hanlin því yfir að hann og fulltrúar hans myndu aldrei fylgja eftir hertri vopnalöggjöf, sem þá var til umræðu. Hann sagði það brjóta gegn stjórnarskrárbundnum rétti fólks. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Níu látnir í skotárás í bandarískum háskóla Ekki liggur fyrir hvað byssumanninum gekk til en samskipti hans á samfélagsmiðlum eru til rannsóknar. 2. október 2015 06:57 Tíu létust í skotárás í skóla í Bandaríkjunum Tuttugu til viðbótar særðust en árásarmaðurinn er látinn. Hann gekk á milli bygginga og hóf skothríð. 1. október 2015 21:30 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Vitni segja að Chris Harper Mercer, sem myrti níu manns í Umpqua háskólanum í Roseburg í Oregon í Bandaríkjunum í gær hafi spurt fórnarlömb sín út í trú þeirra. Faðir manns sem særðist í árásinni segir að Mercer hafi leitast eftir því að myrða kristið fólk. Hann var felldur af lögreglu á skólalóðinni en sjö særðust í árásinni. Samkvæmt CNN sagðist hann hafa ætlað sér að gera þetta um árabil. Það sagði hann við kennara í skólanum áður en hann skaut hann til bana. Mercer var með nokkrar byssur með sér, mikið af skotfærum og hann var einnig í skotheldu vesti. Lögregluþjónar fundu þrjár skammbyssur og einn riffil á vettvangi. Chris Harper Mercer bjó með móður sinni í íbúð nærri háskólanum. Hann er sagður hafa fæðst í Englandi en flutt mjög ungur til Bandaríkjanna. Faðir hans ræddi við fjölmiðla í nótt og sagðist vera brugðið eins og öllum öðrum. Ian Mercer sagði að hann og fjölskylda hans hefðu verið í samskiptum við lögreglu, en bað fjölmiðla um að veita fjölskyldunni næði. Chris Harper Mercer. Blaðamenn Guardian hafa varið nóttinni í að rekja stafræn spor Mercer og fundu þeir heimasvæði hans á torrent síðu. Þar er hægt að sjá að Mercer skrifaði bloggfærslur um skotárásir í skólum í Bandaríkjunum og eina færslu þar sem hann sagði „hinn efnislega heim vera lygi“. Þar kvartaði hann yfir því að fólk hefði áhyggjur af því að eiga nýjustu hlutina og að fólk væri tilbúið að standa klukkutímum saman í röð, fyrir nýjasta iPhone snjallsímann. Hann skrifaði að hann hefði komist að sannleikanum um að efnislegur heimur færði einungis þjáningar og falskan sannleika. Ein færslan sem skrifuð er í lok ágúst er um Vester Flanagan, sem skaut tvo til bana í beinni útsendingu í Bandaríkjunum. Um hann segir Mercer að hver sem þekkti Flangan, hefði átt að sjá árásina fyrir. Hann hafi verið einn í heiminum og það eina sem hann gæti gert væri að brjóta gegn samfélaginu sem hefði yfirgefið hann. „Ég hef þó tekið eftir því að fjöldi fólks, eins og hann, er einmana og óþekkt, en þegar það úthella blóði, þekkir heimurinn það. Maður sem enginn þekkti er nú þekktur af öllum. Andlit hans er á hverjum skjá og nafn hans á vörum allra og á einungis einum degi. Svo virðist sem að því fleiri sem þú drepir, því þekktari verður þú.“ Að því loknu hvatti Mercer fólk til að horfa á myndbandið sem Flanagan tók af árásinni. Þá deildi Mercer fjölmörgum heimildarmyndum sem fjalla um ýmsar samsæriskenningar og skotárásir. Fyrir einungis þremur dögum, deildi hann heimildarmynd BBC um skotárásina í Sandy Hook. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur nú í enn eitt skiptið kallað eftir hertri vopnalöggjöf í landinu. Hann sagði þessar yfirlýsingar sínar vera orðnar að venju og að íbúar Bandaríkjanna væru orðnir dofnir fyrir skotárásum sem þessari. Íbúar Roseburg eru slegnir eftir atburðina og komu saman í hundraðatali fyrir minningarathöfn í bænum nú í morgun, að íslenskum tíma. Lögreglan segist ekki vita um tilefni árásarinnar enn. Fógetinn John Hanlin sagðist ekki ætla að nefna nafn árásarmannsins, þar sem hann vilji ekki veita honum þá viðurkenningu sem hann sóttist eftir með því að myrða níu manns. Hanlin hefur þó áður komist í fjölmiðla, eftir að hann sendi Joe Biden, varaforseta Bandaríkjanna, bréf árið 2013. Þá var nýyfirstaðin skotárás í barnaskóla í Newtown í Connecticut. Í bréfinu lýsti Hanlin því yfir að hann og fulltrúar hans myndu aldrei fylgja eftir hertri vopnalöggjöf, sem þá var til umræðu. Hann sagði það brjóta gegn stjórnarskrárbundnum rétti fólks.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Níu látnir í skotárás í bandarískum háskóla Ekki liggur fyrir hvað byssumanninum gekk til en samskipti hans á samfélagsmiðlum eru til rannsóknar. 2. október 2015 06:57 Tíu létust í skotárás í skóla í Bandaríkjunum Tuttugu til viðbótar særðust en árásarmaðurinn er látinn. Hann gekk á milli bygginga og hóf skothríð. 1. október 2015 21:30 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Níu látnir í skotárás í bandarískum háskóla Ekki liggur fyrir hvað byssumanninum gekk til en samskipti hans á samfélagsmiðlum eru til rannsóknar. 2. október 2015 06:57
Tíu létust í skotárás í skóla í Bandaríkjunum Tuttugu til viðbótar særðust en árásarmaðurinn er látinn. Hann gekk á milli bygginga og hóf skothríð. 1. október 2015 21:30