Erlent

Tíu létust í skotárás í skóla í Bandaríkjunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skotárásin átti sér stað í litlum bæ í Oregon-fylki.
Skotárásin átti sér stað í litlum bæ í Oregon-fylki. Google Maps
Uppfært kl. 21.37 Maðurinn sem hóf skothríð í skólanum er látinn að sögn lögregluyfirvalda. hann skiptist á skotum við lögreglumenn og særðist. Enginn lögreglumaður særðist í aðgerðum lögreglunnar. Árásarmaðurinn var tvítugur en samkvæmt heimildum CNN fundust fjórar byssu í eigu hans á skólalóðinni. Á hann að hafa gengið á milli bygginga og hafið skothríð. 



Uppfært kl. 19.50 Allt að tíu létust og tuttugu særðust í skotárás í Umpquca-háskóla í Oregon-ríki í Bandaríkjunum sem átti sér stað fyrir stundu. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu.

Skotárásin átti sér stað í Roseburg í Oregon-fylki þar sem búa um 22.000 manns, borgin er um 300 kílómetra sunnan af Portland, stærstu borg Oregon-ríkis. Talsmaður ríkislögreglunnar í Oregon staðfesti að 10 væru látnir og að 20 hafi særst í skotárásinni. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu en ekki liggur fyrir hvort hann sé særður eður ei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×