Kampavínið áfram í kæli Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. september 2015 07:00 Heimir Guðjónsson svekktur eftir annað mark Breiðabliks. vísir/anton Breiðablik á ekki mikinn möguleika á að verða Íslandsmeistari karla í fótbolta, en liðið var samt staðráðið í því í gær að láta FH-inga ekki fagna titlinum á sínum heimavelli. FH þurfti aðeins jafntefli í Kópavoginum í gærkvöldi til að tryggja sér sjöunda Íslandsmeistaratitilinn en allt kom fyrir ekki. Útlitið var gott þegar Atli Guðnason kom FH yfir á 72. mínútu með sínu 60. marki í efstu deild. Blikar svöruðu því með tveimur mörkum á næstu sex mínútum, en þar voru að verki Jonathan Glenn (en ekki hver?) og Damir Muminovic. FH verður að bíða í eina viku í það minnsta en verður meistari með því að vinna Fjölni á heimavelli sínum í Kaplakrika næsta laugardag. Blikar gulltryggðu Evrópusætið með sigrinum í gær, en það var þeirra aðalmarkmið. Arnar Grétarsson er, eins og flestir sem fylgjast með Pepsi-deildinni vita, búinn að smíða ansi gott fótboltalið í Kópavoginum. Leikirnir gegn efstu liðunum hafa verið mjög flottir. Blikar náðu í jafntefli gegn FH á útivelli þar sem verðandi Íslandsmeistararnir jöfnuðu í uppbótartíma og unnu FH svo í gær. Breiðablik gerði enn fremur tvö jafntefli við KR og vann Valsmenn í tvígang, 1-0. Þetta eru níu stig af tólf mögulegum gegn liðunum sem eru og voru í baráttu um titilinn.vísir/antonLeiknir í vandræðum Nýliðar Leiknis eru í vondum málum þegar tvær umferðir eru eftir, en liðið er enn með fimmtán stig, nú fjórum stigum frá öruggu sæti eftir glæsilega endurkomu Eyjamanna í gærkvöldi sem tryggði þeim eitt stig gegn Val í Vestmannaeyjum. Leiknismenn horfðu eflaust ágætlega björtum augum til síðustu þriggja leikjanna þrátt fyrir stöðuna, en liðið átti eftir leiki gegn Fylki, sem hefur verið slökkt á, og Keflavík, sem er löngu fallið. En Fylkismenn dúkkuðu upp með stjörnuframmistöðu í Lautinni í gær og voru komnir 3-0 yfir gegn Leiknismönnum eftir hálftíma. Leiknir hefur átt í miklu basli með að skora í allt sumar og setti ekki sárabótarmark fyrr en í uppbótartíma. Ástæðan fyrir því að Leiknir hefur hangið í séns í fallbaráttunni þetta lengi er sterkur varnarleikur liðsins og skipulag. Það var aðeins búið að fá á sig 23 mörk eftir 18 umferðir, en nú er vörnin að opnast á versta tíma. Breiðhyltingar eru búnir að fá á sig sex mörk í síðustu tveimur leikjum og virðast stefna hraðbyri niður um deild. Keflavík þarf enn fimm stig til að verða ekki slakasta liðið (hvað stigin varðar) í sögu tólf liða deildar. Þá er það aðeins fimm mörkum frá „markametinu“ yfir flest mörk fengin á sig í tólf liða deild. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 2-1 | FH-ingar þurfa að bíða FH þurfti stig til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu en tókst ekki á Kópavogsvelli í dag. 20. september 2015 19:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Breiðablik á ekki mikinn möguleika á að verða Íslandsmeistari karla í fótbolta, en liðið var samt staðráðið í því í gær að láta FH-inga ekki fagna titlinum á sínum heimavelli. FH þurfti aðeins jafntefli í Kópavoginum í gærkvöldi til að tryggja sér sjöunda Íslandsmeistaratitilinn en allt kom fyrir ekki. Útlitið var gott þegar Atli Guðnason kom FH yfir á 72. mínútu með sínu 60. marki í efstu deild. Blikar svöruðu því með tveimur mörkum á næstu sex mínútum, en þar voru að verki Jonathan Glenn (en ekki hver?) og Damir Muminovic. FH verður að bíða í eina viku í það minnsta en verður meistari með því að vinna Fjölni á heimavelli sínum í Kaplakrika næsta laugardag. Blikar gulltryggðu Evrópusætið með sigrinum í gær, en það var þeirra aðalmarkmið. Arnar Grétarsson er, eins og flestir sem fylgjast með Pepsi-deildinni vita, búinn að smíða ansi gott fótboltalið í Kópavoginum. Leikirnir gegn efstu liðunum hafa verið mjög flottir. Blikar náðu í jafntefli gegn FH á útivelli þar sem verðandi Íslandsmeistararnir jöfnuðu í uppbótartíma og unnu FH svo í gær. Breiðablik gerði enn fremur tvö jafntefli við KR og vann Valsmenn í tvígang, 1-0. Þetta eru níu stig af tólf mögulegum gegn liðunum sem eru og voru í baráttu um titilinn.vísir/antonLeiknir í vandræðum Nýliðar Leiknis eru í vondum málum þegar tvær umferðir eru eftir, en liðið er enn með fimmtán stig, nú fjórum stigum frá öruggu sæti eftir glæsilega endurkomu Eyjamanna í gærkvöldi sem tryggði þeim eitt stig gegn Val í Vestmannaeyjum. Leiknismenn horfðu eflaust ágætlega björtum augum til síðustu þriggja leikjanna þrátt fyrir stöðuna, en liðið átti eftir leiki gegn Fylki, sem hefur verið slökkt á, og Keflavík, sem er löngu fallið. En Fylkismenn dúkkuðu upp með stjörnuframmistöðu í Lautinni í gær og voru komnir 3-0 yfir gegn Leiknismönnum eftir hálftíma. Leiknir hefur átt í miklu basli með að skora í allt sumar og setti ekki sárabótarmark fyrr en í uppbótartíma. Ástæðan fyrir því að Leiknir hefur hangið í séns í fallbaráttunni þetta lengi er sterkur varnarleikur liðsins og skipulag. Það var aðeins búið að fá á sig 23 mörk eftir 18 umferðir, en nú er vörnin að opnast á versta tíma. Breiðhyltingar eru búnir að fá á sig sex mörk í síðustu tveimur leikjum og virðast stefna hraðbyri niður um deild. Keflavík þarf enn fimm stig til að verða ekki slakasta liðið (hvað stigin varðar) í sögu tólf liða deildar. Þá er það aðeins fimm mörkum frá „markametinu“ yfir flest mörk fengin á sig í tólf liða deild.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 2-1 | FH-ingar þurfa að bíða FH þurfti stig til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu en tókst ekki á Kópavogsvelli í dag. 20. september 2015 19:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 2-1 | FH-ingar þurfa að bíða FH þurfti stig til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu en tókst ekki á Kópavogsvelli í dag. 20. september 2015 19:00
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki