Wenger: Það geta ekki allir 740 leikmennirnir á HM verið hreinir Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2015 08:30 Arsene Wenger vill herða lyfjaeftirlit í fótboltanum. vísir/getty Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, óttast að fótboltinn gæti átt við vandamál að stríða hvað varðar árangursbætandi efni í ljósi skandalsins sem upp er kominn í frjálsíþróttunum. Í viðtali við franska blaðið L'Equipe segist Wenger oft hafa mætt liðum þar sem hann grunar forráðamenn þess um að dæla lyfjum leikmennina. Bara á þessu tímabili tapaði Arsenal, 2-1, fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni og ein stjarna króatíska liðsins, Arijan Ademi, féll nokkrum vikum síðar á lyfjaprófi.Sigurvegurum hampað sama hvernig þeir unnu „Ég reyni að trúa á gildin sem ég tel mikilvæg í þessu lífi og reyni að deila þeim með öðrum. Á 30 árum sem þjálfari hef ég aldrei sprautað neinu í leikmenn mína til að gera þá betri og ég er stoltur af því,“ segir Wenger. „Fyrir mér er það fallega við íþróttir að allir vilja vinna. Það verður samt bara alltaf einn sigurvegari. Við erum kominn á þann stasð að sigurvegurum er hampað sama hvernig þeir komust á toppinn.“ „Síðan áttum við okkur á því tíu árum seinna að viðkomandi var svindlari og á þeim tíma þjáðist sá sem var í öðru sæti. Hann fékk enga viðurkenningu,“ segir Wenger.Tölfræðilega ekki hægt Frakkinn vill að forráðamenn knattspyrnunnar auki lyfjaeftirlitið og standi að frekari rannsóknum til að koma í veg fyrir lyfjamisferli. „Í sannleika sagt finnst mér við ekki framkvæma nóg af lyfjaprófum. Ég á erfitt með að trúa að 740 leikmenn fari í gegnum heimsmeistarakeppnina án þess að lenda í vandræðum. Tölfræðilega á það ekki að geta gerst,“ segir Wenger. „Við getum gert betur og kafað dýpra. Ég vona að England sé hreint þegar kemur að þessu en ég veit ekki hvernig staðan er. Ég veit að þegar menn fara í lyfjapróf eftir Evrópuleiki er bara tekið þvagsýni en ekki blóðsýni. Ég hef beðið yfirvaldið margsinnis um að breyta þessu,“ segir Arsene Wenger. Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Sjá meira
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, óttast að fótboltinn gæti átt við vandamál að stríða hvað varðar árangursbætandi efni í ljósi skandalsins sem upp er kominn í frjálsíþróttunum. Í viðtali við franska blaðið L'Equipe segist Wenger oft hafa mætt liðum þar sem hann grunar forráðamenn þess um að dæla lyfjum leikmennina. Bara á þessu tímabili tapaði Arsenal, 2-1, fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni og ein stjarna króatíska liðsins, Arijan Ademi, féll nokkrum vikum síðar á lyfjaprófi.Sigurvegurum hampað sama hvernig þeir unnu „Ég reyni að trúa á gildin sem ég tel mikilvæg í þessu lífi og reyni að deila þeim með öðrum. Á 30 árum sem þjálfari hef ég aldrei sprautað neinu í leikmenn mína til að gera þá betri og ég er stoltur af því,“ segir Wenger. „Fyrir mér er það fallega við íþróttir að allir vilja vinna. Það verður samt bara alltaf einn sigurvegari. Við erum kominn á þann stasð að sigurvegurum er hampað sama hvernig þeir komust á toppinn.“ „Síðan áttum við okkur á því tíu árum seinna að viðkomandi var svindlari og á þeim tíma þjáðist sá sem var í öðru sæti. Hann fékk enga viðurkenningu,“ segir Wenger.Tölfræðilega ekki hægt Frakkinn vill að forráðamenn knattspyrnunnar auki lyfjaeftirlitið og standi að frekari rannsóknum til að koma í veg fyrir lyfjamisferli. „Í sannleika sagt finnst mér við ekki framkvæma nóg af lyfjaprófum. Ég á erfitt með að trúa að 740 leikmenn fari í gegnum heimsmeistarakeppnina án þess að lenda í vandræðum. Tölfræðilega á það ekki að geta gerst,“ segir Wenger. „Við getum gert betur og kafað dýpra. Ég vona að England sé hreint þegar kemur að þessu en ég veit ekki hvernig staðan er. Ég veit að þegar menn fara í lyfjapróf eftir Evrópuleiki er bara tekið þvagsýni en ekki blóðsýni. Ég hef beðið yfirvaldið margsinnis um að breyta þessu,“ segir Arsene Wenger.
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Sjá meira