Ljósi varpað á uppbyggingu ráðuneyta ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2015 10:30 Skjölin hafa veitt hernaðarbandalaginu gegn ISIS, sem leitt er af Bandaríkjunum, upplýsingar um skotmörk og veikleika í uppbyggingu samtakanna og í olíuvinnslu þeirra. Vísir/AFP Íslamska ríkið hefur komið á legg sérstökum stofnunum til að halda utan um herföng eins og þræla, sölu fornminja, olíu og fleira. Það auðveldar þeim að halda yfirráðum á stórum svæðum í Sýrlandi og Írak. Skjöl sem bandarískir sérsveitarmenn komu höndum yfir þegar Abu Sayyaf var felldur hafa varpað nýju ljósi á uppbyggingu ISIS.Abu Sayyaf var í raun yfirmaður fjármála ISIS og var hann felldur í maí. Gíslinum Kayla Mueller var um tíma haldið á heimili hans auk fjölmargra þræla samtakanna.Sjá einnig: Bandarískir hermenn felldu háttsettan leiðtoga ISIS í Sýrlandi Í samtali við Reuters fréttaveituna segja bandarískir embættismenn að skjölin hafi veitt þeim nýja innsýn í uppbyggingu hryðjuverkasamtakanna. ISIS hafa komið mörgum á óvart með getu sinni í að stjórna svæðum og að byggja um embættismannakerfi á yfirráðasvæðum sínum. Blaðamenn Reuters hafa fengið aðgang að hluta skjalanna, en sérsveitarmenn fundu umfangsmikið magn í árásinni gegn Sayyaf. Þá hafa skjölin einnig veitt hernaðarbandalaginu gegn ISIS, sem leitt er af Bandaríkjunum, upplýsingar um skotmörk og veikleika í uppbyggingu samtakanna og olíuvinnslu þeirra. Í skjölunum kemur fram að diwan, sem er í raun ráðuneyti, voru stofnuð til að halda utan um ýmsa þætti ISIS. Sérstök deild sér um sölu fornminja á svörtum mörkuðum. Abu Sayyaf var yfir því ráðuneyti. „Íslamska ríkið hefur fjárfest meira en nokkur önnur hryðjuverkasamtök í þeirri hugmynd að þeir séu í raun eigið ríki. Formleg skipulagning þeirra styrkir þá ímynd samtakanna auk þess að nýtast vel þegar yfirráðasvæði þeirra er jafn stórt og raun er,“ segir Aymenn al-Tamimi, frá hugveitunni Middle East Forum og sérfræðingur í uppbyggingu ISIS.Áhyggjur af líffærasölu Meðal þess sem uppgötvaðist í skjölunum var dómsúrskurður þar sem vígamönnum var gert heimilt að taka líffæri úr föngum samtakanna. Í úrskurðinum segir að löglegt sé að taka líffæri úr fanga til að bjarga lífi múslima, þó það muni leiða til dauða fangans. Enska þýðingu af úrskurðinum má sjá hér. Mið-Austurlönd Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Íslamska ríkið hefur komið á legg sérstökum stofnunum til að halda utan um herföng eins og þræla, sölu fornminja, olíu og fleira. Það auðveldar þeim að halda yfirráðum á stórum svæðum í Sýrlandi og Írak. Skjöl sem bandarískir sérsveitarmenn komu höndum yfir þegar Abu Sayyaf var felldur hafa varpað nýju ljósi á uppbyggingu ISIS.Abu Sayyaf var í raun yfirmaður fjármála ISIS og var hann felldur í maí. Gíslinum Kayla Mueller var um tíma haldið á heimili hans auk fjölmargra þræla samtakanna.Sjá einnig: Bandarískir hermenn felldu háttsettan leiðtoga ISIS í Sýrlandi Í samtali við Reuters fréttaveituna segja bandarískir embættismenn að skjölin hafi veitt þeim nýja innsýn í uppbyggingu hryðjuverkasamtakanna. ISIS hafa komið mörgum á óvart með getu sinni í að stjórna svæðum og að byggja um embættismannakerfi á yfirráðasvæðum sínum. Blaðamenn Reuters hafa fengið aðgang að hluta skjalanna, en sérsveitarmenn fundu umfangsmikið magn í árásinni gegn Sayyaf. Þá hafa skjölin einnig veitt hernaðarbandalaginu gegn ISIS, sem leitt er af Bandaríkjunum, upplýsingar um skotmörk og veikleika í uppbyggingu samtakanna og olíuvinnslu þeirra. Í skjölunum kemur fram að diwan, sem er í raun ráðuneyti, voru stofnuð til að halda utan um ýmsa þætti ISIS. Sérstök deild sér um sölu fornminja á svörtum mörkuðum. Abu Sayyaf var yfir því ráðuneyti. „Íslamska ríkið hefur fjárfest meira en nokkur önnur hryðjuverkasamtök í þeirri hugmynd að þeir séu í raun eigið ríki. Formleg skipulagning þeirra styrkir þá ímynd samtakanna auk þess að nýtast vel þegar yfirráðasvæði þeirra er jafn stórt og raun er,“ segir Aymenn al-Tamimi, frá hugveitunni Middle East Forum og sérfræðingur í uppbyggingu ISIS.Áhyggjur af líffærasölu Meðal þess sem uppgötvaðist í skjölunum var dómsúrskurður þar sem vígamönnum var gert heimilt að taka líffæri úr föngum samtakanna. Í úrskurðinum segir að löglegt sé að taka líffæri úr fanga til að bjarga lífi múslima, þó það muni leiða til dauða fangans. Enska þýðingu af úrskurðinum má sjá hér.
Mið-Austurlönd Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira