Taílenskir kadettar þurftu að brjóta snjallsíma sína Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. september 2015 13:48 Hægt var að dæma alla símana ónothæfa eftir að þeir urðu múrsteinunum að bráð. myndir/úr myndbandinu Þegar yfirmenn í taílenska hernum sögðu að símar væru bannaðir í herskólanum þá meintu þeir hvert einasta orð. Þessu fengu kadettar landsins að kynnast fyrir skemmstu er þeir voru þvingaðir til að brjóta snjallsíma sína. Fjallað er um málið af AP. Myndband af atvikinu fór á flug á þarlendum samfélagsmiðlum áður en það rataði á Facebook og YouTube. Myndbandið er titlað „Hermenn verða að afbera ýmislegt“ og sýnir nokkra kadetta brjóta glænýja síma frá Samsung og Apple. Á meðan stendur yfirmaður þeirra yfir þeim og stráir salti í sárin með að kalla að símarnir hafi flestir verið dýrir og séu nýir. Myndbandið hefur vakið upp talsverð viðbrögð í heimalandinu en flestir vilja meina að refsingin sé ekki í nokkru samræmi við glæpinn. Flestir voru sammála um að hæfilegt hefði verið að svipta þá vörslu síma sinna og skila þeim að skóla loknum. Aðrir grínast með að þetta sé nokkurs konar líkamleg pynting en Taílendingar eru einn stærsti notendahópur snjallsíma og hefur ítrekað verið í efsta sæti yfir þá staði heimsins sem oftast hafa verið „Instagrammaðir“. Fjölmiðlar í Taílandi hafa bent á að snjallsímabannið sé tímaskekkja. Rétt væri að nýta tæknina til að læra. Bannið sýni svart á hvítu hve langt frá samtímanum herinn sé kominn. Í yfirlýsingu frá taílenska sjóhernum kemur fram að refsingin hafi ekki verið fyrirskipuð af yfirmönnum skólans heldur. Heiðursmannasamkomulag hafi verið milli nemenda og kennara á þann veg að þeir sem yrðu uppvísir að broti myndu sjálfviljugir brjóta síma sína. „Þetta heiðursmannasamkomulag var ekki runnið undan rifjum stjórnenda og hefur nú verið þvertekið fyrir að atburðir sem þessi gerist á ný,“ segir í yfirlýsingunni. Tækni Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Þegar yfirmenn í taílenska hernum sögðu að símar væru bannaðir í herskólanum þá meintu þeir hvert einasta orð. Þessu fengu kadettar landsins að kynnast fyrir skemmstu er þeir voru þvingaðir til að brjóta snjallsíma sína. Fjallað er um málið af AP. Myndband af atvikinu fór á flug á þarlendum samfélagsmiðlum áður en það rataði á Facebook og YouTube. Myndbandið er titlað „Hermenn verða að afbera ýmislegt“ og sýnir nokkra kadetta brjóta glænýja síma frá Samsung og Apple. Á meðan stendur yfirmaður þeirra yfir þeim og stráir salti í sárin með að kalla að símarnir hafi flestir verið dýrir og séu nýir. Myndbandið hefur vakið upp talsverð viðbrögð í heimalandinu en flestir vilja meina að refsingin sé ekki í nokkru samræmi við glæpinn. Flestir voru sammála um að hæfilegt hefði verið að svipta þá vörslu síma sinna og skila þeim að skóla loknum. Aðrir grínast með að þetta sé nokkurs konar líkamleg pynting en Taílendingar eru einn stærsti notendahópur snjallsíma og hefur ítrekað verið í efsta sæti yfir þá staði heimsins sem oftast hafa verið „Instagrammaðir“. Fjölmiðlar í Taílandi hafa bent á að snjallsímabannið sé tímaskekkja. Rétt væri að nýta tæknina til að læra. Bannið sýni svart á hvítu hve langt frá samtímanum herinn sé kominn. Í yfirlýsingu frá taílenska sjóhernum kemur fram að refsingin hafi ekki verið fyrirskipuð af yfirmönnum skólans heldur. Heiðursmannasamkomulag hafi verið milli nemenda og kennara á þann veg að þeir sem yrðu uppvísir að broti myndu sjálfviljugir brjóta síma sína. „Þetta heiðursmannasamkomulag var ekki runnið undan rifjum stjórnenda og hefur nú verið þvertekið fyrir að atburðir sem þessi gerist á ný,“ segir í yfirlýsingunni.
Tækni Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira