Skotárásin í Virginíu: Flanagan ítrekað áminntur í starfi vegna ógnandi hegðunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. ágúst 2015 09:05 Vester Flanagan. vísir/afp Vester Flanagan, maðurinn sem skaut tvo fréttamenn sjónvarpsstöðvarinnar WDBJ7 til bana í gær í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum, var sagt að leita sér læknisaðstoðar árið 2012. Flanagan starfaði á WDBJ7 og voru það yfirmenn hans á stöðinni sem hvöttu hann til að leita til læknis þar sem samstarfsmenn hans höfðu ítrekað kvartað yfir honum.Orðljótur og ógnandi í hegðun Breska dagblaðið Guardian hefur undir höndum fjölda minnisblaða sem Dan Dennison, þáverandi fréttastjóri WDBJ7, sendi Flanagan og stjórnendum á stöðinni árið 2012. Flanagan var þá ávíttur í starfi fyrir að taka bræðisköst og fyrir að vera orðljótur og ógnandi gagnvart samstarfsmönnum sínum. Fyrstu minnisblöðin voru send í maí 2012, aðeins tveimur mánuðum eftir að Flanagan hóf stórf á WDBJ7. „Á seinustu sex vikum hefur þú hagað þér á þann veg, oftar en einu sinni, að samstarfsmönnum þínum hefur þótt þeim ógnað og liðið óþægilega,“ segir í minnisblaðinu.Þurfti að hringja á lögregluna þegar hann sagði Flanagan upp Í júlí 2012 var Flanagan í raun skipað að leita sér aðstoðar vegna hegðunar sinnar. Fréttastjórinn gerði honum það ljóst að ef hann myndi ekki leita sér aðstoðar myndi hann missa vinnuna. Flanagan var svo rekinn í mars 2013. Í einu minnisblaðanna er nokkuð nákvæm lýsing á því þegar Flanagan var sagt upp og viðbrögðum hans: „Ég ætla ekki að fara. Þið munuð þurfa að hringja á helvítis lögguna. Hringið á lögguna. Ég ætla ekki að fara. Ég ætla að vera með vesen og þetta mun vera á fyrirsögnum dagblaðanna.“ Flanagan strunsaði svo út úr herberginu og fréttastjórinn hringdi á lögregluna til að fara með hann út úr byggingunni.„Draumur minn varð að martröð“ Flanagan höfðaði mál gegn sjónvarpsstöðinni vegna brottrekstrarins og kenndi öllum um nema sjálfum sér: „Ég umturnaði lífi mínu þegar ég ferðaðist þvert yfir landið fyrir þetta starf en draumur minn varð að martröð,“ sagði Flanagan í bréfi sem hann skrifaði til dómarans. Eins og minnisblöðin sýna var Flanagan verulega ósáttur við uppsögn sína en hann framdi sjálfsmorð eftir að hafa skotið þau Alison Parker og Adam Ward, starfsmenn WDBJ7, til bana í beinni útsendingu í gær. Tengdar fréttir Bandarískir fjölmiðlar: Meintur árásarmaður skaut sjálfan sig Talsmaður lögreglu segir að Vester Lee Flanagan sé enn á lífi en í alvarlega særður. 26. ágúst 2015 15:53 Ríkisstjóri Virginíu: Árásarmaðurinn fyrrum starfsmaður sjónvarpsstöðvarinnar Terry McAuliffe segir að lögregla viti hver maðurinn sé sem skaut tvo sjónvarpsmenn til bana í beinni útsendingu fyrr í dag. 26. ágúst 2015 14:48 Skotárásin í Virginíu: Flanagan tók upp árásina og birti á netinu Vester Lee Flanagan starfaði áður á sjónvarpsstöðinni en hafði verið látinn fara þaðan. 26. ágúst 2015 15:35 Árásarmaðurinn er látinn Vester Flanagan sem einnig gekk undir nafninu Bryce Williams, skaut tvær manneskjur til bana og særði eina konu í beinni útsendingu í morgun. 26. ágúst 2015 19:17 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Sjá meira
Vester Flanagan, maðurinn sem skaut tvo fréttamenn sjónvarpsstöðvarinnar WDBJ7 til bana í gær í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum, var sagt að leita sér læknisaðstoðar árið 2012. Flanagan starfaði á WDBJ7 og voru það yfirmenn hans á stöðinni sem hvöttu hann til að leita til læknis þar sem samstarfsmenn hans höfðu ítrekað kvartað yfir honum.Orðljótur og ógnandi í hegðun Breska dagblaðið Guardian hefur undir höndum fjölda minnisblaða sem Dan Dennison, þáverandi fréttastjóri WDBJ7, sendi Flanagan og stjórnendum á stöðinni árið 2012. Flanagan var þá ávíttur í starfi fyrir að taka bræðisköst og fyrir að vera orðljótur og ógnandi gagnvart samstarfsmönnum sínum. Fyrstu minnisblöðin voru send í maí 2012, aðeins tveimur mánuðum eftir að Flanagan hóf stórf á WDBJ7. „Á seinustu sex vikum hefur þú hagað þér á þann veg, oftar en einu sinni, að samstarfsmönnum þínum hefur þótt þeim ógnað og liðið óþægilega,“ segir í minnisblaðinu.Þurfti að hringja á lögregluna þegar hann sagði Flanagan upp Í júlí 2012 var Flanagan í raun skipað að leita sér aðstoðar vegna hegðunar sinnar. Fréttastjórinn gerði honum það ljóst að ef hann myndi ekki leita sér aðstoðar myndi hann missa vinnuna. Flanagan var svo rekinn í mars 2013. Í einu minnisblaðanna er nokkuð nákvæm lýsing á því þegar Flanagan var sagt upp og viðbrögðum hans: „Ég ætla ekki að fara. Þið munuð þurfa að hringja á helvítis lögguna. Hringið á lögguna. Ég ætla ekki að fara. Ég ætla að vera með vesen og þetta mun vera á fyrirsögnum dagblaðanna.“ Flanagan strunsaði svo út úr herberginu og fréttastjórinn hringdi á lögregluna til að fara með hann út úr byggingunni.„Draumur minn varð að martröð“ Flanagan höfðaði mál gegn sjónvarpsstöðinni vegna brottrekstrarins og kenndi öllum um nema sjálfum sér: „Ég umturnaði lífi mínu þegar ég ferðaðist þvert yfir landið fyrir þetta starf en draumur minn varð að martröð,“ sagði Flanagan í bréfi sem hann skrifaði til dómarans. Eins og minnisblöðin sýna var Flanagan verulega ósáttur við uppsögn sína en hann framdi sjálfsmorð eftir að hafa skotið þau Alison Parker og Adam Ward, starfsmenn WDBJ7, til bana í beinni útsendingu í gær.
Tengdar fréttir Bandarískir fjölmiðlar: Meintur árásarmaður skaut sjálfan sig Talsmaður lögreglu segir að Vester Lee Flanagan sé enn á lífi en í alvarlega særður. 26. ágúst 2015 15:53 Ríkisstjóri Virginíu: Árásarmaðurinn fyrrum starfsmaður sjónvarpsstöðvarinnar Terry McAuliffe segir að lögregla viti hver maðurinn sé sem skaut tvo sjónvarpsmenn til bana í beinni útsendingu fyrr í dag. 26. ágúst 2015 14:48 Skotárásin í Virginíu: Flanagan tók upp árásina og birti á netinu Vester Lee Flanagan starfaði áður á sjónvarpsstöðinni en hafði verið látinn fara þaðan. 26. ágúst 2015 15:35 Árásarmaðurinn er látinn Vester Flanagan sem einnig gekk undir nafninu Bryce Williams, skaut tvær manneskjur til bana og særði eina konu í beinni útsendingu í morgun. 26. ágúst 2015 19:17 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar: Meintur árásarmaður skaut sjálfan sig Talsmaður lögreglu segir að Vester Lee Flanagan sé enn á lífi en í alvarlega særður. 26. ágúst 2015 15:53
Ríkisstjóri Virginíu: Árásarmaðurinn fyrrum starfsmaður sjónvarpsstöðvarinnar Terry McAuliffe segir að lögregla viti hver maðurinn sé sem skaut tvo sjónvarpsmenn til bana í beinni útsendingu fyrr í dag. 26. ágúst 2015 14:48
Skotárásin í Virginíu: Flanagan tók upp árásina og birti á netinu Vester Lee Flanagan starfaði áður á sjónvarpsstöðinni en hafði verið látinn fara þaðan. 26. ágúst 2015 15:35
Árásarmaðurinn er látinn Vester Flanagan sem einnig gekk undir nafninu Bryce Williams, skaut tvær manneskjur til bana og særði eina konu í beinni útsendingu í morgun. 26. ágúst 2015 19:17