Erlent

Skotárásin í Virginíu: Flanagan tók upp árásina og birti á netinu

Atli Ísleifsson skrifar
Vester Lee Flanagan gengur einnig undir nafninu Bryce Williams.
Vester Lee Flanagan gengur einnig undir nafninu Bryce Williams.
Vester Lee Flanagan tók upp árás sína á sjónvarpsmenn WDBJ í morgun og birti á Facebook-síðu sinni og Twitter-reikningi. Reikningunum var lokað, einungis nokkrum mínútum eftir að hann birti myndböndin.

Flanagan, sem einnig gengur undir nafninu Bryce Williams, starfaði áður á sjónvarpsstöðinni WDBJ en hafði verið látinn fara þaðan.

Í frétt Gawker kemur fram að Flanagan hafi virkjað reikninga sína fyrr í vikunni.

Fréttakonan Alison Parker og myndatökumaðurinn Adam Ward, 27 ára, voru skotin af árásarmanninum þegar bein útsending stóð yfir á Bridgewater-torgi í bænum Moneta í Virginíu klukkan 6:45 að staðartíma í morgun.

Illa við Parker og Ward

Á Twitter-reikningi sínum segir Flanagan að Parker hafi látið rasistaummæli falla og Ward rætt við mannauðsdeild sjónvarpsstöðvarinnar um hann eftir að hafa starfað með honum í eitt skipti.

Flanagan starfaði á WDBJ frá marsmánuði 2012 til febrúar 2013. CNN greinir frá því að Flanagan hafi áður lögsótt sjónvarpsstöð þar sem hann sagðist hafa orðið fyrir mismunun vegna kynþáttar.







Skjáskot af Twitter-reikningi Flanagan áður en honum var lokað.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×