Árásarmaðurinn er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2015 19:17 Flanagan tók upp árás sína og birti myndbandið á samfélagsmiðlum. Vísir/AFP Vester Flanagan var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi í dag, eftir að hann skaut sig, umkringdur af lögreglumönnum. Flanagan sem einnig gekk undir nafninu Bryce Williams, skaut tvær manneskjur til bana og særði eina konu í beinni útsendingu í morgun. Áætlað er að um 40 þúsund manns hafi fylgst með útsendingunni. Um er að ræða fréttakonuna Alison Parker og myndatökumanninn Adam Ward hjá WDBJ-TV sem létu lífið og viðmælandi þeirra særðist í árásinni. Samkvæmt AP fréttaveitunni segist lögreglan ekki vita hvert tilefni árásarinnar var, en Flanagan vann áður hjá sömu fréttastofu. Hann hafði áður kvartað yfir kynþáttafordómum á vinnustaðnum. Forsvarsmenn fréttastofunnar segja að hann hafi verið erfiður í umgengni og því hefði honum verið sagt upp.Sagði Charlston árásina vera kveikjuna Á vef ABC News er sagt frá því að maður sem sagðist vera Flanagan hafi hringt í fréttastofuna nokkrum sinnum á síðustu vikum. Hann sagðist vilja bjóða þeim fréttaskot og faxa til þeirra upplýsingar. Þegar starfsmenn fréttastofunnar mættu til vinnu í morgun, var 23 blaðsíðna skjal í faxtækinu. Skömmu seinna hringdi hann og sagðist hafa skotið tvær manneskjur. Hann sagði að lögreglan væri á eftir honum og skellti á. Hann kallar þetta skjal sjálfsmorðsbréf til vina og fjölskyldu. Þar skrifar hann að hann hafi orðið fyrir einelti, fordómum og kynferðislegu áreiti í vinnunni þegar hann starfaði hjá WDBJ-TV. Að honum hefði verið mismunað fyrir að vera svartur og samkynhneigður. „Þetta hljómar eins og ég sé reiður...Ég er það og ég hef rétt á því. En þegar ég yfirgef þessa jörð, er friður eina tilfinningin sem ég vil finna.“ Þar að auki segist hann hafa ákveðið að skjóta Parker og Ward vegna fjöldamorðsins í kirkjunni í Charlston. Hann skrifaði að Jehóva hefði talað við sig og sagt sér að bregðast við. Seinna í skjalinu hyllti hann Seung Hui Cho, sem framdi fjöldamorð í Virginia Tech skólanum, sagðist líta upp til nemendanna tveggja sem frömdu fjöldamorð í Columbine skólanum. „Skotárásin í kirkjunni var kornið sem fyllti mælinn, en reiði mín hefur verið að byggjast upp jafnt og þétt. Ég hef verið mennsk púðurtunna um nokkurt skeið og hef einungis beðið eftir því að springa.“Unnu bæði með mökum sínum Alison Parker hafði nýverið byrjað að búa með kærasta sínum og samstarfsmanni, Chris Hurst. Hún var 24 ára gömul. Adam Ward var 27 ára gamall. Fyrr um morguninn hafði hann verið að fagna með samstarfsmönnum sínum og unnustu, sem var að vinna sinn síðasta dag þar. We didn't share this publicly, but @AParkerWDBJ7 and I were very much in love. We just moved in together. I am numb. pic.twitter.com/tUrHVwAXcN— Chris Hurst (@chrishurstwdbj) August 26, 2015 Statement from @AParkerWDBJ7's father: pic.twitter.com/D3Ttc9C1ig— Gio Benitez (@GioBenitez) August 26, 2015 Tengdar fréttir Bandarískir fjölmiðlar: Meintur árásarmaður skaut sjálfan sig Talsmaður lögreglu segir að Vester Lee Flanagan sé enn á lífi en í alvarlega særður. 26. ágúst 2015 15:53 Tveir í sjónvarpsteymi skotnir til bana í beinni útsendingu Fréttamaður og myndatökumaður voru skotin til bana í beinni útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar WDBJ í bænum Moneta í Virginíu-ríki fyrr í dag. 26. ágúst 2015 13:18 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Vester Flanagan var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi í dag, eftir að hann skaut sig, umkringdur af lögreglumönnum. Flanagan sem einnig gekk undir nafninu Bryce Williams, skaut tvær manneskjur til bana og særði eina konu í beinni útsendingu í morgun. Áætlað er að um 40 þúsund manns hafi fylgst með útsendingunni. Um er að ræða fréttakonuna Alison Parker og myndatökumanninn Adam Ward hjá WDBJ-TV sem létu lífið og viðmælandi þeirra særðist í árásinni. Samkvæmt AP fréttaveitunni segist lögreglan ekki vita hvert tilefni árásarinnar var, en Flanagan vann áður hjá sömu fréttastofu. Hann hafði áður kvartað yfir kynþáttafordómum á vinnustaðnum. Forsvarsmenn fréttastofunnar segja að hann hafi verið erfiður í umgengni og því hefði honum verið sagt upp.Sagði Charlston árásina vera kveikjuna Á vef ABC News er sagt frá því að maður sem sagðist vera Flanagan hafi hringt í fréttastofuna nokkrum sinnum á síðustu vikum. Hann sagðist vilja bjóða þeim fréttaskot og faxa til þeirra upplýsingar. Þegar starfsmenn fréttastofunnar mættu til vinnu í morgun, var 23 blaðsíðna skjal í faxtækinu. Skömmu seinna hringdi hann og sagðist hafa skotið tvær manneskjur. Hann sagði að lögreglan væri á eftir honum og skellti á. Hann kallar þetta skjal sjálfsmorðsbréf til vina og fjölskyldu. Þar skrifar hann að hann hafi orðið fyrir einelti, fordómum og kynferðislegu áreiti í vinnunni þegar hann starfaði hjá WDBJ-TV. Að honum hefði verið mismunað fyrir að vera svartur og samkynhneigður. „Þetta hljómar eins og ég sé reiður...Ég er það og ég hef rétt á því. En þegar ég yfirgef þessa jörð, er friður eina tilfinningin sem ég vil finna.“ Þar að auki segist hann hafa ákveðið að skjóta Parker og Ward vegna fjöldamorðsins í kirkjunni í Charlston. Hann skrifaði að Jehóva hefði talað við sig og sagt sér að bregðast við. Seinna í skjalinu hyllti hann Seung Hui Cho, sem framdi fjöldamorð í Virginia Tech skólanum, sagðist líta upp til nemendanna tveggja sem frömdu fjöldamorð í Columbine skólanum. „Skotárásin í kirkjunni var kornið sem fyllti mælinn, en reiði mín hefur verið að byggjast upp jafnt og þétt. Ég hef verið mennsk púðurtunna um nokkurt skeið og hef einungis beðið eftir því að springa.“Unnu bæði með mökum sínum Alison Parker hafði nýverið byrjað að búa með kærasta sínum og samstarfsmanni, Chris Hurst. Hún var 24 ára gömul. Adam Ward var 27 ára gamall. Fyrr um morguninn hafði hann verið að fagna með samstarfsmönnum sínum og unnustu, sem var að vinna sinn síðasta dag þar. We didn't share this publicly, but @AParkerWDBJ7 and I were very much in love. We just moved in together. I am numb. pic.twitter.com/tUrHVwAXcN— Chris Hurst (@chrishurstwdbj) August 26, 2015 Statement from @AParkerWDBJ7's father: pic.twitter.com/D3Ttc9C1ig— Gio Benitez (@GioBenitez) August 26, 2015
Tengdar fréttir Bandarískir fjölmiðlar: Meintur árásarmaður skaut sjálfan sig Talsmaður lögreglu segir að Vester Lee Flanagan sé enn á lífi en í alvarlega særður. 26. ágúst 2015 15:53 Tveir í sjónvarpsteymi skotnir til bana í beinni útsendingu Fréttamaður og myndatökumaður voru skotin til bana í beinni útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar WDBJ í bænum Moneta í Virginíu-ríki fyrr í dag. 26. ágúst 2015 13:18 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar: Meintur árásarmaður skaut sjálfan sig Talsmaður lögreglu segir að Vester Lee Flanagan sé enn á lífi en í alvarlega særður. 26. ágúst 2015 15:53
Tveir í sjónvarpsteymi skotnir til bana í beinni útsendingu Fréttamaður og myndatökumaður voru skotin til bana í beinni útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar WDBJ í bænum Moneta í Virginíu-ríki fyrr í dag. 26. ágúst 2015 13:18