Obama og Xi boða loftslagsaðgerðir Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. september 2015 07:00 Xi Jinping og Barack Obama greinir á um margt en þeir komu sér þó saman um að draga eitthvað úr mengun ríkjanna á næstu áratugum. NordicPhotos/AFP Barack Obama Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, kynntu í gær áform sín í loftslagsmálum, sem felast í því að bæði ríkin setja sér ákveðið hámark um losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda gegn því að geta síðan keypt eða selt mengunarkvóta eins og tíðkast hefur víða um heim frá því nokkru fyrir aldamót. Yfirlýsing þeirra þykir mikilvæg, sérstaklega nú í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í París í desember næstkomandi. Frans páfi, sem einnig er í heimsókn í Bandaríkjunum, lagði sitt lóð á þessa sömu vogarskál þegar hann í ávarpi sínu á Bandaríkjaþingi á fimmtudag hvatti Bandaríkin og önnur ríki heims til þess að grípa án tafar til aðgerða í loftslagsmálum. Hann ítrekaði þetta svo í gær í ávarpi sínu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, þar sem hann sagði umhverfið eiga sín réttindi og mannkynið hafi engan rétt til að brjóta gegn þeim. Guð hafi ekki heimilað mannkyninu að misnota náttúruna, hvað þá að eyðileggja hana. „Við hljótum að fallast á að til sé „réttur umhverfisins“, og það af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna þess að menn eru partur af umhverfinu,“ sagði páfi. „Og hins vegar vegna þess að allar verur, sérstaklega þær sem eru gæddar lífi, hafa gildi í sjálfu sér.“ Lítill árangur hefur orðið af loftslagsráðstefnum Sameinuðu þjóðanna undanfarin ár, en töluverðar vonir eru bundnir við ráðstefnuna í París. Saman bera Bandaríkin og Kína ábyrgð á um það bil 45 prósentum af útblæstri koltvísýrings í heiminum. Kínverjar ætla að stefna að því að árið 2030 nái útblástur þeirra hámarki. Obama hyggst fyrir sitt leyti sjá til þess að Bandaríkin dragi úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent til ársins 2025. Yfirlýsing Kínverja verður ekki síst mikilvæg í bandarískum stjórnmálum, þar sem repúblikanar á þingi hafa verið andvígir því að Bandaríkin skuldbindi sig í þessum málum meðan Kínverjar gera það ekki. Um leið aukast líkurnar á því að marktækt samkomulag takist í París í desember, sem flest ríki jarðar gætu orðið aðilar að. Þar sem Kína telst enn til þróunarríkja hafa Kínverjar til þessa ekki verið skuldbundnir samkvæmt alþjóðasamningum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Yfirlýsingin í gær er byggð á samkomulagi ríkjanna, sem gert var í Kína á síðasta ári þegar Obama kom þangað í heimsókn. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, kynntu í gær áform sín í loftslagsmálum, sem felast í því að bæði ríkin setja sér ákveðið hámark um losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda gegn því að geta síðan keypt eða selt mengunarkvóta eins og tíðkast hefur víða um heim frá því nokkru fyrir aldamót. Yfirlýsing þeirra þykir mikilvæg, sérstaklega nú í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í París í desember næstkomandi. Frans páfi, sem einnig er í heimsókn í Bandaríkjunum, lagði sitt lóð á þessa sömu vogarskál þegar hann í ávarpi sínu á Bandaríkjaþingi á fimmtudag hvatti Bandaríkin og önnur ríki heims til þess að grípa án tafar til aðgerða í loftslagsmálum. Hann ítrekaði þetta svo í gær í ávarpi sínu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, þar sem hann sagði umhverfið eiga sín réttindi og mannkynið hafi engan rétt til að brjóta gegn þeim. Guð hafi ekki heimilað mannkyninu að misnota náttúruna, hvað þá að eyðileggja hana. „Við hljótum að fallast á að til sé „réttur umhverfisins“, og það af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna þess að menn eru partur af umhverfinu,“ sagði páfi. „Og hins vegar vegna þess að allar verur, sérstaklega þær sem eru gæddar lífi, hafa gildi í sjálfu sér.“ Lítill árangur hefur orðið af loftslagsráðstefnum Sameinuðu þjóðanna undanfarin ár, en töluverðar vonir eru bundnir við ráðstefnuna í París. Saman bera Bandaríkin og Kína ábyrgð á um það bil 45 prósentum af útblæstri koltvísýrings í heiminum. Kínverjar ætla að stefna að því að árið 2030 nái útblástur þeirra hámarki. Obama hyggst fyrir sitt leyti sjá til þess að Bandaríkin dragi úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent til ársins 2025. Yfirlýsing Kínverja verður ekki síst mikilvæg í bandarískum stjórnmálum, þar sem repúblikanar á þingi hafa verið andvígir því að Bandaríkin skuldbindi sig í þessum málum meðan Kínverjar gera það ekki. Um leið aukast líkurnar á því að marktækt samkomulag takist í París í desember, sem flest ríki jarðar gætu orðið aðilar að. Þar sem Kína telst enn til þróunarríkja hafa Kínverjar til þessa ekki verið skuldbundnir samkvæmt alþjóðasamningum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Yfirlýsingin í gær er byggð á samkomulagi ríkjanna, sem gert var í Kína á síðasta ári þegar Obama kom þangað í heimsókn.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira