Fyrirlestur Ingólfs: Ég er með geðsjúkdóm | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2015 20:55 Ingólfur þótti gríðarlega efnilegur leikmaður á sínum tíma. skjáskot Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, var meðal fyrirlesara á málþingi um andlega líðan íþróttamanna sem var haldið í Háskólanum í Reykjavík í síðasta mánuði. Þar ræddi Ingólfur um baráttu sína við geðsjúkdóma en hann steig fram og greindi upphaflega frá henni í viðtali í Morgunblaðinu vorið 2014. Síðan þá hafa aðrir íþróttamenn fylgt fordæmi Ingólfs og vitundarvakningin um andleg veikindi íþróttamanna hefur aukist til mikilla muna.Sjá einnig: Kvíði og þunglyndi algengari hjá knattspyrnumönnum en almenningi Í fyrirlestrinum ræðir Ingólfur um upphaf veikindanna en þá var hann 14 ára og nýbúinn að semja við hollenska liðið Heerenveen.Gerði lítið annað en að sofa „Þegar geðlæknirinn sagði þetta við mig á sínum tíma átti ég bágt með að trúa þessu,“ segir Ingólfur í upphafi fyrirlestrarins. „Hvernig gat ég, svona flottur gaur, íþróttastrákur, verið með geðsjúkdóm?“ Ingólfur segist að fundið fyrir mikilli breytingu á sér, hann hafi verið þreyttari og orkuminni á æfingum. „Ég verð rosalega hræddur við þessa breytingu og ég veit innst inni að það er eitthvað að mér,“ segir Ingólfur sem ræðir um þær breytingar sem urðu á hans líðan og hegðan. „Ég hætti að fara út úr húsi og get ekki staðið uppréttur heima hjá mér án þess að halda mér í eitthvað, því ég er fastur á því að jafnvægisskynið mitt sé í lamasessi og ég geti ekki staðið uppréttur. Ég hef enga matarlyst og verður allt í einu óglatt. „Það sem ég geri allan daginn er liggja uppi í rúmi og þótt ég liggi þar er heimurinn allur að snúast í kringum mig. Ég sé óskýrt og fæ óraunveruleikatilfinningu sem er viðbjóðsleg tilfinnig. Ég er það illa haldinn að ég vil gera lítið annað en að sofa. Ég sef sennilega meira en ég vaki,“ segir Ingólfur um þennan erfiða tíma.Sagði þjálfaranum að éta skít Ingólfur ræðir einnig um viðbrögðin sem hann fékk frá þjálfurum Heerenveen. „Þjálfarinn minn kemur í heimsókn ásamt yfirþjálfara félagsins og þeir ræða við mig og foreldra mína. Og þar segja þeir, eftir u.þ.b. hálft ár af þessu ástandi, að það sé samdóma álit allra hjá félaginu að ég sé ekki með rétt hugarfar,“ segir Ingólfur um viðbrögð Hollendinganna sem fóru ekki vel í hann. „Ég verð gjörsamlega trylltur og segi þeim að éta skít,“ segir Ingólfur en skömmu eftir þessa uppákomu fékk hann niðurstöðu frá læknum í Hollandi sem fundu ekkert að honum. Hann fór í kjölfarið aftur heim til Íslands. Eftir heimkomuna fór Ingólfur á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans, þar sem hann fékk loks greiningu - að hann væri með kvíðaröskun.Fyrirlestur Ingólfs í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Málþing um andlega líðan íþróttamanna - Ingólfur Sigurðsson from ISI on Vimeo. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, var meðal fyrirlesara á málþingi um andlega líðan íþróttamanna sem var haldið í Háskólanum í Reykjavík í síðasta mánuði. Þar ræddi Ingólfur um baráttu sína við geðsjúkdóma en hann steig fram og greindi upphaflega frá henni í viðtali í Morgunblaðinu vorið 2014. Síðan þá hafa aðrir íþróttamenn fylgt fordæmi Ingólfs og vitundarvakningin um andleg veikindi íþróttamanna hefur aukist til mikilla muna.Sjá einnig: Kvíði og þunglyndi algengari hjá knattspyrnumönnum en almenningi Í fyrirlestrinum ræðir Ingólfur um upphaf veikindanna en þá var hann 14 ára og nýbúinn að semja við hollenska liðið Heerenveen.Gerði lítið annað en að sofa „Þegar geðlæknirinn sagði þetta við mig á sínum tíma átti ég bágt með að trúa þessu,“ segir Ingólfur í upphafi fyrirlestrarins. „Hvernig gat ég, svona flottur gaur, íþróttastrákur, verið með geðsjúkdóm?“ Ingólfur segist að fundið fyrir mikilli breytingu á sér, hann hafi verið þreyttari og orkuminni á æfingum. „Ég verð rosalega hræddur við þessa breytingu og ég veit innst inni að það er eitthvað að mér,“ segir Ingólfur sem ræðir um þær breytingar sem urðu á hans líðan og hegðan. „Ég hætti að fara út úr húsi og get ekki staðið uppréttur heima hjá mér án þess að halda mér í eitthvað, því ég er fastur á því að jafnvægisskynið mitt sé í lamasessi og ég geti ekki staðið uppréttur. Ég hef enga matarlyst og verður allt í einu óglatt. „Það sem ég geri allan daginn er liggja uppi í rúmi og þótt ég liggi þar er heimurinn allur að snúast í kringum mig. Ég sé óskýrt og fæ óraunveruleikatilfinningu sem er viðbjóðsleg tilfinnig. Ég er það illa haldinn að ég vil gera lítið annað en að sofa. Ég sef sennilega meira en ég vaki,“ segir Ingólfur um þennan erfiða tíma.Sagði þjálfaranum að éta skít Ingólfur ræðir einnig um viðbrögðin sem hann fékk frá þjálfurum Heerenveen. „Þjálfarinn minn kemur í heimsókn ásamt yfirþjálfara félagsins og þeir ræða við mig og foreldra mína. Og þar segja þeir, eftir u.þ.b. hálft ár af þessu ástandi, að það sé samdóma álit allra hjá félaginu að ég sé ekki með rétt hugarfar,“ segir Ingólfur um viðbrögð Hollendinganna sem fóru ekki vel í hann. „Ég verð gjörsamlega trylltur og segi þeim að éta skít,“ segir Ingólfur en skömmu eftir þessa uppákomu fékk hann niðurstöðu frá læknum í Hollandi sem fundu ekkert að honum. Hann fór í kjölfarið aftur heim til Íslands. Eftir heimkomuna fór Ingólfur á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans, þar sem hann fékk loks greiningu - að hann væri með kvíðaröskun.Fyrirlestur Ingólfs í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Málþing um andlega líðan íþróttamanna - Ingólfur Sigurðsson from ISI on Vimeo.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn