Sænsk einkafyrirtæki græða á flóttabörnum sem eru ein síns liðs Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 23. október 2015 07:00 Gríðarlegur skortur á dvalarstöðum fyrir börnin sem koma til Svíþjóðar. vísir/epa Fyrstu tvær vikurnar í október komu yfir 800 börn sem eru á flótta ein síns liðs til Stokkhólms. Opnað verður athvarf í þessari viku til bráðabirgða fyrir flóttabörn í einu úthverfa borgarinnar. Gríðarlegur skortur á dvalarstöðum fyrir börnin sem koma til Svíþjóðar hefur leitt til þess að einkafyrirtæki, sem eru milliliðir sveitarfélaga og fjölskyldna sem vilja hýsa börnin, hafa hækkað verð fyrir þjónustu sína umtalsvert. Sænska blaðið Dagens Nyheter segir að dæmi séu um að sveitarfélag borgi slíku einkafyrirtæki 3.600 sænskar krónur fyrir barn á sólarhring eða 54 þúsund íslenskar krónur. Fjölskyldan sem hefur flóttabarnið á heimili sínu fær um fimmtung þeirrar upphæðar. Haft er eftir fulltrúa eins sveitarfélagsins að vegna þess hversu fljótt þurfi að leysa vandann hafi menn ekki haft tíma til að leita að ódýrari þjónustu. Að mati sveitarfélaga er um þriðjungur af upphæðinni sem einkafyrirtækin fá greidda eðlilegur kostnaður. Talsmaður fyrirtækisins sem krefur sveitarfélag um 54 þúsund krónur á sólarhring fyrir milligöngu segir að kostnaður fyrir utan þær rúmlega 10 þúsund krónur á sólarhring sem fjölskylda fær fyrir að hafa barn á heimili sínu sé vegna skipulagningar, túlkaþjónustu og flutninga. Sveitarfélög í Svíþjóð hafa frá því í fyrra greitt slíkum miðlunum um húsnæði yfir hálfan milljarð sænskra króna eða 7,5 milljarða íslenskra króna. Sveitarfélögin geta síðan sótt um greiðslur vegna kostnaðarins hjá sænsku útlendingastofnuninni. Sænskir fjölmiðlar hafa áður greint frá því að einstaklingar hafi hringt í sveitarfélög og spurt hversu mörg flóttabörn þeir megi hafa á heimilum sínum. Útlendingastofnunin í Svíþjóð áætlar að fjöldi flóttabarna sem koma ein síns liðs til landsins verði 30 þúsund í ár. Alls er gert ráð fyrir að 140 til 190 þúsund flóttamenn komi til Svíþjóðar í ár. Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54 Flóttamenn sem breyttu heiminum Umræðan um flóttamenn hefur verið gríðarlega mikil undanfarin misseri og stendur heimurinn frammi fyrir miklu vanda, þar sem milljónir manna eru án heimilis og reyna hvað þau geta að koma sér og sínum í öruggt skjól. 22. október 2015 17:30 Kveiktu í tjöldum til að mótmæla slæmum aðbúnaði Flóttamenn kveiktu í kvöld í tjöldum sínum til að mótmæla slæmum aðbúnaði í flóttamannabúðunum í Brezice við landamæri Slóveníu. 21. október 2015 21:05 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir að rútu var keyrt á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Fyrstu tvær vikurnar í október komu yfir 800 börn sem eru á flótta ein síns liðs til Stokkhólms. Opnað verður athvarf í þessari viku til bráðabirgða fyrir flóttabörn í einu úthverfa borgarinnar. Gríðarlegur skortur á dvalarstöðum fyrir börnin sem koma til Svíþjóðar hefur leitt til þess að einkafyrirtæki, sem eru milliliðir sveitarfélaga og fjölskyldna sem vilja hýsa börnin, hafa hækkað verð fyrir þjónustu sína umtalsvert. Sænska blaðið Dagens Nyheter segir að dæmi séu um að sveitarfélag borgi slíku einkafyrirtæki 3.600 sænskar krónur fyrir barn á sólarhring eða 54 þúsund íslenskar krónur. Fjölskyldan sem hefur flóttabarnið á heimili sínu fær um fimmtung þeirrar upphæðar. Haft er eftir fulltrúa eins sveitarfélagsins að vegna þess hversu fljótt þurfi að leysa vandann hafi menn ekki haft tíma til að leita að ódýrari þjónustu. Að mati sveitarfélaga er um þriðjungur af upphæðinni sem einkafyrirtækin fá greidda eðlilegur kostnaður. Talsmaður fyrirtækisins sem krefur sveitarfélag um 54 þúsund krónur á sólarhring fyrir milligöngu segir að kostnaður fyrir utan þær rúmlega 10 þúsund krónur á sólarhring sem fjölskylda fær fyrir að hafa barn á heimili sínu sé vegna skipulagningar, túlkaþjónustu og flutninga. Sveitarfélög í Svíþjóð hafa frá því í fyrra greitt slíkum miðlunum um húsnæði yfir hálfan milljarð sænskra króna eða 7,5 milljarða íslenskra króna. Sveitarfélögin geta síðan sótt um greiðslur vegna kostnaðarins hjá sænsku útlendingastofnuninni. Sænskir fjölmiðlar hafa áður greint frá því að einstaklingar hafi hringt í sveitarfélög og spurt hversu mörg flóttabörn þeir megi hafa á heimilum sínum. Útlendingastofnunin í Svíþjóð áætlar að fjöldi flóttabarna sem koma ein síns liðs til landsins verði 30 þúsund í ár. Alls er gert ráð fyrir að 140 til 190 þúsund flóttamenn komi til Svíþjóðar í ár.
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54 Flóttamenn sem breyttu heiminum Umræðan um flóttamenn hefur verið gríðarlega mikil undanfarin misseri og stendur heimurinn frammi fyrir miklu vanda, þar sem milljónir manna eru án heimilis og reyna hvað þau geta að koma sér og sínum í öruggt skjól. 22. október 2015 17:30 Kveiktu í tjöldum til að mótmæla slæmum aðbúnaði Flóttamenn kveiktu í kvöld í tjöldum sínum til að mótmæla slæmum aðbúnaði í flóttamannabúðunum í Brezice við landamæri Slóveníu. 21. október 2015 21:05 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir að rútu var keyrt á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54
Flóttamenn sem breyttu heiminum Umræðan um flóttamenn hefur verið gríðarlega mikil undanfarin misseri og stendur heimurinn frammi fyrir miklu vanda, þar sem milljónir manna eru án heimilis og reyna hvað þau geta að koma sér og sínum í öruggt skjól. 22. október 2015 17:30
Kveiktu í tjöldum til að mótmæla slæmum aðbúnaði Flóttamenn kveiktu í kvöld í tjöldum sínum til að mótmæla slæmum aðbúnaði í flóttamannabúðunum í Brezice við landamæri Slóveníu. 21. október 2015 21:05