Flóttamenn sem breyttu heiminum Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2015 17:30 Umræðan um flóttamenn hefur verið gríðarlega mikil undanfarin misseri og stendur heimurinn frammi fyrir miklum vanda, þar sem milljónir manna eru án heimilis og reyna hvað þeir geta til að koma sér og sínum í öruggt skjól. Á vefsíðu CNN má sjá fréttaskýringu þar sem farið er yfir flóttamenn sem hafa heldur betur sett svip sinn á heiminn, og það á öllum sviðum. Hvort sem það er í menningu, íþróttaheiminum, tónlist eða í stjórnmálum. Marlene DietrichDietrichmynd/cnnLeik- og söngkona sem varð mjög fræg í Þýskalandi um 1920. Tíu árum síðar varð hún að flýja land og hélt á leið til Hollywood þar sem hún varð heimsfræg. Freddie MercuryMercuryEinn allra þekktasti söngvari allra tíma sem fór fyrir hljómsveitinni Queen. Fæddist í Zanzibar en fjölskylda hans varð að yfirgefa landið þar sem blóðug styrjöld geisaði í landinu árið 1964. Þau fluttu saman til London þar sem hann kynntist meðlimum Queen. Albert EinsteinEinsteinSennilega einn mikilvægasti fræðimaður sögunnar og braut hann blað í sögu eðlisfræðinnar. Varð að flýja frá Þýskalandi eftir að hafa verið ofsóttur af nasistum. Hann fór til Bandaríkjanna árið 1933 og sneri aldrei til baka. Gloria EstefanEstefanOft kölluð drottningin í suðrænu poppi en hún bjó fyrstu tvö ár lífs síns á Kúbu. Fjölskylda hennar varð að yfirgefa landið árið 1959 og hélt til Miami í Bandaríkjunum. Estefan hefur selt yfir 100 milljónir platna og unnið nokkur Grammy-verðlaun. Luol DengDengFæddist árið 1985 í Súdan. Gríðarlega erfitt ástand var í landinu á þeim tíma og flúði hann ásamt fjölskyldu sinni til Egyptalands og þaðan til Englands. Hann fór í nám í Bandaríkjunum, varð síðar atvinnumaður í körfubolta og hefur spilað með Chicago Bulls, Cleveland Cavaliers og Miami Heat í NBA – deildinni. Madeleine AlbrightAlbrightVarð fyrsti kvenkyns utanríkisráðherra Bandaríkjanna en hún fæddist árið 1937 í Tékklandi. Fjölskylda hennar varð að flýja frá nasistum í síðari heimsstyrjöldinni á sínum tíma. Hún sneri síðar til baka en fór fyrir fullt og allt árið 1948. Sigmund FreudFreudOft kallaður faðir sálfræðinnar en hann endurskilgreindi hvernig fólk um allan heim horfir á starfsemi hugans. Varð flóttamaður undir lok ævi sinnar þegar nasistar tóku völdin í Austurríki og brenndu til að mynda bækur Freud. Hann flúði, ásamt eiginkonu sinni, frá Vín til London árið 1938. Victor HugoHugoMaðurinn sem skrifaði Vesalingana eða Les Miserables. Varð að yfirgefa Frakkland um miðja 19. öld þar sem hann var á móti hugmyndfræði Napoleon III. Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Umræðan um flóttamenn hefur verið gríðarlega mikil undanfarin misseri og stendur heimurinn frammi fyrir miklum vanda, þar sem milljónir manna eru án heimilis og reyna hvað þeir geta til að koma sér og sínum í öruggt skjól. Á vefsíðu CNN má sjá fréttaskýringu þar sem farið er yfir flóttamenn sem hafa heldur betur sett svip sinn á heiminn, og það á öllum sviðum. Hvort sem það er í menningu, íþróttaheiminum, tónlist eða í stjórnmálum. Marlene DietrichDietrichmynd/cnnLeik- og söngkona sem varð mjög fræg í Þýskalandi um 1920. Tíu árum síðar varð hún að flýja land og hélt á leið til Hollywood þar sem hún varð heimsfræg. Freddie MercuryMercuryEinn allra þekktasti söngvari allra tíma sem fór fyrir hljómsveitinni Queen. Fæddist í Zanzibar en fjölskylda hans varð að yfirgefa landið þar sem blóðug styrjöld geisaði í landinu árið 1964. Þau fluttu saman til London þar sem hann kynntist meðlimum Queen. Albert EinsteinEinsteinSennilega einn mikilvægasti fræðimaður sögunnar og braut hann blað í sögu eðlisfræðinnar. Varð að flýja frá Þýskalandi eftir að hafa verið ofsóttur af nasistum. Hann fór til Bandaríkjanna árið 1933 og sneri aldrei til baka. Gloria EstefanEstefanOft kölluð drottningin í suðrænu poppi en hún bjó fyrstu tvö ár lífs síns á Kúbu. Fjölskylda hennar varð að yfirgefa landið árið 1959 og hélt til Miami í Bandaríkjunum. Estefan hefur selt yfir 100 milljónir platna og unnið nokkur Grammy-verðlaun. Luol DengDengFæddist árið 1985 í Súdan. Gríðarlega erfitt ástand var í landinu á þeim tíma og flúði hann ásamt fjölskyldu sinni til Egyptalands og þaðan til Englands. Hann fór í nám í Bandaríkjunum, varð síðar atvinnumaður í körfubolta og hefur spilað með Chicago Bulls, Cleveland Cavaliers og Miami Heat í NBA – deildinni. Madeleine AlbrightAlbrightVarð fyrsti kvenkyns utanríkisráðherra Bandaríkjanna en hún fæddist árið 1937 í Tékklandi. Fjölskylda hennar varð að flýja frá nasistum í síðari heimsstyrjöldinni á sínum tíma. Hún sneri síðar til baka en fór fyrir fullt og allt árið 1948. Sigmund FreudFreudOft kallaður faðir sálfræðinnar en hann endurskilgreindi hvernig fólk um allan heim horfir á starfsemi hugans. Varð flóttamaður undir lok ævi sinnar þegar nasistar tóku völdin í Austurríki og brenndu til að mynda bækur Freud. Hann flúði, ásamt eiginkonu sinni, frá Vín til London árið 1938. Victor HugoHugoMaðurinn sem skrifaði Vesalingana eða Les Miserables. Varð að yfirgefa Frakkland um miðja 19. öld þar sem hann var á móti hugmyndfræði Napoleon III.
Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira