Erlent

Búnaður sem fannst í farþegaþotu Air France sagður meinlaus

Birgir Olgeirsson skrifar
Farþegaþota Air France sem var lent á flugvellinum í Mombasa í Keníu.
Farþegaþota Air France sem var lent á flugvellinum í Mombasa í Keníu. Vísir/EPA
Uppfært klukkan 15:05:

Framkvæmdastjóri Air France, Frederic Gagey, sagði á blaðamannafundi vegna máslins að búnaðurinn sem fannst á salerninu hefði reynst meinlaus. „Allar upplýsingar sem við búum yfir á þessari stundu gefa til kynna að ekki hefði verið hægt að framkvæma sprengingu með þessum hlut eða skaða vélina. Var þetta samblanda af pappa, blöðum og klukku,“ er haft eftir Gagey á vef Reuters. . Fyrstu fregnir gáfu til kynna að um sprengju hefði verið að ræða.

Grunsamlegur búnaður sem fannst á salerni farþegaþotu franska flugfélagsins Air France varð til þess að vélinni var lent í Mombasa í Keníu fyrr í dag.

The Independent sagði búnaðinn vera sprengju og tvo haldi lögreglu vegna málsins. Vélin var á leið frá eyríkinu Márítíus til Parísar þegar henni var skyndilega beygt af leið og lent á flugvellinum í Mombasa eftir að grunsamlegur búnaður fannst á salerni vélarinnar.

Farþegar í vélinni voru 459 talsins og 13 í áhöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×