Loftslagssamningur samþykktur í París Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. desember 2015 18:50 Mótmælendur fönguðu í París þegar niðurstöðurnar lágu fyrir. VÍSIR/GETTY IMAGES Samningur sem felur í sér að hitastig jarðarinnar hækki ekki um meira en tvær gráður fyrir árið 2050 var rétt í þessu samþykktur á Loftslagsráðstefnunni í París. Samningurinn er afsprengi tveggja vikna samningaviðræðna og var samþykktur af fulltrúum allra 195 ríkjanna sem sóttu ráðstefnuna. Ríkin skuldbinda sig öll til að minnka útblástur gróðurhúsaloftegunda og er lagalega bindandi. Í samningnum er jafnframt sett fram það markmið að halda hækkun hitastigs fram til ársins 2100 undir tveimur gráðum, en reyna jafnframt að halda hækkuninni undir 1,5 gráðu. Þá verða 100 milljarðar Bandaríkjadala lagðar í framkvæmd samningsins á ári fram til ársins 2020. Þá er þess einnig getið í samningnum að á fimm ára fresti verði kannað hvernig ríkjunum gengur með loftslagsáætlanir sína. Hins vegar féll út úr drögunum sem lágu fyrir fundinum tímalína þar sem útlistað var hvernig ríki heims ættu að skipta út jarðefnaeldsneyti á seinni hluta aldarinnar. Þetta er fyrsti samningur sinnar tegundar þar sem öll ríki eru með í aðgerðum. Þrátt fyrir að allir fulltrúarnir sem sóttu þingið hafi ekki verið fullkomlega sáttir með niðurstöðuna markar einróma samþykktin þó ákveðin tímamót. „Þessi texti er besta mögulega jafnvægið,“ sagði utanríkisráðherra Frakklands, Laurent Fabius, að þessu tilefni en hann var forseti ráðstefnunnar. „Jafnvægi sem er öflugt en um leið viðkvæmt og gerir öllum sendinefndum, öllum ríkjum, kleift að ganga héðan út með höfuðið hátt eftir að hafa afreka eitthvað mikilvægt.“ Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar niðurstöðurnar lágu fyrir á sjöunda tímanum í kvöld.Nokkur helstu atriði í samkomulaginu eru:Sett er markmið um að halda hlýnun lofthjúpsins vel innan við 2°C og jafnframt verður reynt að halda hlýnuninni innan við 1,5°C;Losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu skal ná hámarki „eins fljótt og auðið er“ og minnka síðan þannig að losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum nái jafnvægi við upptöku kolefnis úr andrúmsloftinu á síðari helmingi aldarinnar; tekið er fram að þróunarríki fái meira svigrúm en önnur að þessu leyti;Fara skal yfir stöðu mála á 5 ára fresti og í kjölfar þess skulu ríki senda inn endurnýjuð landsmarkmið; ný markmið eiga að vera eins metnaðarfull og viðkomandi ríki telur sig geta náð og alla jafna metnaðarfyllri en fyrri markmið í ljósi leiðsagnar vísindanna;Lofað er að fjármögnun loftslagsmála til þróunarríkja nái 100 milljörðum dollara árið 2020 og að hún haldi áfram eftir 2020 og minnki ekki eftir það;Settar eru fram kröfur um bókhald yfir nettólosun ríkja; ítarlegar kröfur eru nú um slíkt bókhald í Kýótó-bókuninni varðandi þróuð ríki. Í Parísarsamkomulaginu er gerð krafa um bókhald fyrir öll ríki, þótt kröfur á þróunarríki séu vægari;Viðurkennt er að bregðast þurfi við skaða sem fátæk ríki verða fyrir vegna neikvæðra áhrifa loftslagsbreytinga, bæði við að draga úr líkum á skaða og bregðast við tjóni sem verður Í lokalotu viðræðnanna var einkum tekist á um þrjú atriði: Metnaðarstig og eftirfylgni markmiða ríkja; sanngjarna ábyrgðarskiptingu þróaðra ríkja og þróunarlanda; og fjármögnun aðgerða og stuðning við þróunarríki.#ParisAgreement is adopted in #Paris at #COP21! #GoCOP21 pic.twitter.com/9wCxyshWa7— COP21en (@COP21en) December 12, 2015 Loftslagsmál Tengdar fréttir COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“ Laurent Fabius segir að samningstextinn sé vel samsettur , raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur. 12. desember 2015 11:31 Ban Ki-moon segir viðræðurnar á COP21 þær erfiðustu sem hann hefur komið að Aðalritari SÞ segist hafa tekið þátt í mörgum flóknum samningaviðræðum en viðræður á Loftlagsráðstefnunni í París séu þær erfiðustu. 11. desember 2015 16:30 COP21: Ísland til liðs við ríki sem krefjast metnaðarfulls loftslagssamnings Upphaflega átti nýr loftslagssamningur að liggja fyrir í dag en Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti loftslagsráðstefnunnar, vonast til að samningurinn verði kynntur á morgun. 11. desember 2015 20:37 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira
Samningur sem felur í sér að hitastig jarðarinnar hækki ekki um meira en tvær gráður fyrir árið 2050 var rétt í þessu samþykktur á Loftslagsráðstefnunni í París. Samningurinn er afsprengi tveggja vikna samningaviðræðna og var samþykktur af fulltrúum allra 195 ríkjanna sem sóttu ráðstefnuna. Ríkin skuldbinda sig öll til að minnka útblástur gróðurhúsaloftegunda og er lagalega bindandi. Í samningnum er jafnframt sett fram það markmið að halda hækkun hitastigs fram til ársins 2100 undir tveimur gráðum, en reyna jafnframt að halda hækkuninni undir 1,5 gráðu. Þá verða 100 milljarðar Bandaríkjadala lagðar í framkvæmd samningsins á ári fram til ársins 2020. Þá er þess einnig getið í samningnum að á fimm ára fresti verði kannað hvernig ríkjunum gengur með loftslagsáætlanir sína. Hins vegar féll út úr drögunum sem lágu fyrir fundinum tímalína þar sem útlistað var hvernig ríki heims ættu að skipta út jarðefnaeldsneyti á seinni hluta aldarinnar. Þetta er fyrsti samningur sinnar tegundar þar sem öll ríki eru með í aðgerðum. Þrátt fyrir að allir fulltrúarnir sem sóttu þingið hafi ekki verið fullkomlega sáttir með niðurstöðuna markar einróma samþykktin þó ákveðin tímamót. „Þessi texti er besta mögulega jafnvægið,“ sagði utanríkisráðherra Frakklands, Laurent Fabius, að þessu tilefni en hann var forseti ráðstefnunnar. „Jafnvægi sem er öflugt en um leið viðkvæmt og gerir öllum sendinefndum, öllum ríkjum, kleift að ganga héðan út með höfuðið hátt eftir að hafa afreka eitthvað mikilvægt.“ Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar niðurstöðurnar lágu fyrir á sjöunda tímanum í kvöld.Nokkur helstu atriði í samkomulaginu eru:Sett er markmið um að halda hlýnun lofthjúpsins vel innan við 2°C og jafnframt verður reynt að halda hlýnuninni innan við 1,5°C;Losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu skal ná hámarki „eins fljótt og auðið er“ og minnka síðan þannig að losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum nái jafnvægi við upptöku kolefnis úr andrúmsloftinu á síðari helmingi aldarinnar; tekið er fram að þróunarríki fái meira svigrúm en önnur að þessu leyti;Fara skal yfir stöðu mála á 5 ára fresti og í kjölfar þess skulu ríki senda inn endurnýjuð landsmarkmið; ný markmið eiga að vera eins metnaðarfull og viðkomandi ríki telur sig geta náð og alla jafna metnaðarfyllri en fyrri markmið í ljósi leiðsagnar vísindanna;Lofað er að fjármögnun loftslagsmála til þróunarríkja nái 100 milljörðum dollara árið 2020 og að hún haldi áfram eftir 2020 og minnki ekki eftir það;Settar eru fram kröfur um bókhald yfir nettólosun ríkja; ítarlegar kröfur eru nú um slíkt bókhald í Kýótó-bókuninni varðandi þróuð ríki. Í Parísarsamkomulaginu er gerð krafa um bókhald fyrir öll ríki, þótt kröfur á þróunarríki séu vægari;Viðurkennt er að bregðast þurfi við skaða sem fátæk ríki verða fyrir vegna neikvæðra áhrifa loftslagsbreytinga, bæði við að draga úr líkum á skaða og bregðast við tjóni sem verður Í lokalotu viðræðnanna var einkum tekist á um þrjú atriði: Metnaðarstig og eftirfylgni markmiða ríkja; sanngjarna ábyrgðarskiptingu þróaðra ríkja og þróunarlanda; og fjármögnun aðgerða og stuðning við þróunarríki.#ParisAgreement is adopted in #Paris at #COP21! #GoCOP21 pic.twitter.com/9wCxyshWa7— COP21en (@COP21en) December 12, 2015
Loftslagsmál Tengdar fréttir COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“ Laurent Fabius segir að samningstextinn sé vel samsettur , raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur. 12. desember 2015 11:31 Ban Ki-moon segir viðræðurnar á COP21 þær erfiðustu sem hann hefur komið að Aðalritari SÞ segist hafa tekið þátt í mörgum flóknum samningaviðræðum en viðræður á Loftlagsráðstefnunni í París séu þær erfiðustu. 11. desember 2015 16:30 COP21: Ísland til liðs við ríki sem krefjast metnaðarfulls loftslagssamnings Upphaflega átti nýr loftslagssamningur að liggja fyrir í dag en Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti loftslagsráðstefnunnar, vonast til að samningurinn verði kynntur á morgun. 11. desember 2015 20:37 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira
COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“ Laurent Fabius segir að samningstextinn sé vel samsettur , raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur. 12. desember 2015 11:31
Ban Ki-moon segir viðræðurnar á COP21 þær erfiðustu sem hann hefur komið að Aðalritari SÞ segist hafa tekið þátt í mörgum flóknum samningaviðræðum en viðræður á Loftlagsráðstefnunni í París séu þær erfiðustu. 11. desember 2015 16:30
COP21: Ísland til liðs við ríki sem krefjast metnaðarfulls loftslagssamnings Upphaflega átti nýr loftslagssamningur að liggja fyrir í dag en Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti loftslagsráðstefnunnar, vonast til að samningurinn verði kynntur á morgun. 11. desember 2015 20:37