Erlent

Kaboré nýr forseti Búrkína Fasó

Atli Ísleifsson skrifar
Roch Marc Christian Kaboré fagnar sigri.
Roch Marc Christian Kaboré fagnar sigri. Vísir/EPA
Yfirmaður kjörstjórnar í Búrkína Fasó hefur greint frá því að Roch Marc Christian Kaboré hafi hlotið flest atkvæði í forsetakosningum landsins sem fram fóru á sunnudag.

Kosningar gærdagsins voru haldnar eftir rúmt ár af pólitískum óstöðugleika í landinu, þar sem forseti landsins var settur af og hópur hershöfðingja úr röðum lífvarðasveitar forsetans tók völdin.

Kaboré var áður einn helsti bandamaður fyrrverandi forsetans Blaise Compaoré og hlaut 53,49 prósent atkvæða. Helsti andstæðingur hans, Zéphirin Diabré, hlaut 21,65 prósent atkvæða, og hefur þegar viðurkennt ósigur og óskað Kaboré til hamingju með sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×