„Atburðir dagsins munu hafa alvarlegar afleiðingar“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. nóvember 2015 13:18 Vladimir Pútín í gær. vísir/ap Tyrkir stungu Rússland í bakið þegar þeir skutu niður rússnesku herþotuna í morgun. Með því skipuðu Tyrkir sér í sveit með hryðjuverkjamönnum að mati Vladimirs Pútín Rússlandsforseta. Þetta kom fram í máli hans við fjölmiðla nú í hádeginu en hann er nú staddur í Sochi ásamt Abdullah, konungi Jórdaníu. Þar útskýrði Pútín meðal annars að herþotan, sem var af gerðinni Su-24, hafi verið rúman kílómetra frá tyrknesku landamærunum þegar hún var skotin niður yfir Sýrlandi.Sjá einnig: Rússar líta árásina mjög alvarlegum augum Vélin hafi þannig ekki verið nein ógn við þjóðaröryggi Tyrkja að sögn Pútíns sem bætti við að skotmörk hennar hafi verið hryðjuverkahópar í Latakia-héraði í norðurhluta Sýrlands. Þessa mynd sendu tyrknesk yfirvöld frá sér til að sýna fram á að rússneska vélin hafi í raun flogið inn í lofthelgi landsins. Talið er að hún hafi gert það tvisvar. Áætlað er að það hafi verið í um 10 sekúndur.mynd/wikileaks NATO tók upp hanskann fyrir Íslamska ríkið Þá ýjaði Pútín að því að hryðjuverkahópar á svæðinu fjármögnuðu sig með því að stjórna flutningi jarðefnaeldsneytisins um svæðið. Hann sagði einnig að þessir hópar nytu verndar tyrkneska stjórnarhersins – „sem gæti útskýrt hvers vegna hryðujuverkahópar víla ekki lengur fyrir sér að fremja ódæði víðsvegar um heiminn,“ sagði Pútín í dag. Hann undirstrikaði að grand rússnesku vélarinnar myndi hafa „alvarlegar afleiðingar“ fyrir samband Rússlands og Tyrklands. „Það að Tyrkir hafi ekki haft samband við Rússland í kjölfar árásarinnar heldur þrýst á NATO-fund er mikið áhyggjuefni,“ sagði Pútín. „Með því vilja Tyrkir að NATO beiti sér fyrir hagsmunum Íslamska ríkisins,“ bætti hann við. Sjá einnig: NATO boðar til neyðarfundar vegna rússnesku herþotunnar Rússlandsforseti sagði að þrátt fyrir að hann gerði sér grein fyrir hagsmunum annarra ríkja á svæðinu myndu Rússar svara fyrir ódæðisverk Tyrkja. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Tyrkir stungu Rússland í bakið þegar þeir skutu niður rússnesku herþotuna í morgun. Með því skipuðu Tyrkir sér í sveit með hryðjuverkjamönnum að mati Vladimirs Pútín Rússlandsforseta. Þetta kom fram í máli hans við fjölmiðla nú í hádeginu en hann er nú staddur í Sochi ásamt Abdullah, konungi Jórdaníu. Þar útskýrði Pútín meðal annars að herþotan, sem var af gerðinni Su-24, hafi verið rúman kílómetra frá tyrknesku landamærunum þegar hún var skotin niður yfir Sýrlandi.Sjá einnig: Rússar líta árásina mjög alvarlegum augum Vélin hafi þannig ekki verið nein ógn við þjóðaröryggi Tyrkja að sögn Pútíns sem bætti við að skotmörk hennar hafi verið hryðjuverkahópar í Latakia-héraði í norðurhluta Sýrlands. Þessa mynd sendu tyrknesk yfirvöld frá sér til að sýna fram á að rússneska vélin hafi í raun flogið inn í lofthelgi landsins. Talið er að hún hafi gert það tvisvar. Áætlað er að það hafi verið í um 10 sekúndur.mynd/wikileaks NATO tók upp hanskann fyrir Íslamska ríkið Þá ýjaði Pútín að því að hryðjuverkahópar á svæðinu fjármögnuðu sig með því að stjórna flutningi jarðefnaeldsneytisins um svæðið. Hann sagði einnig að þessir hópar nytu verndar tyrkneska stjórnarhersins – „sem gæti útskýrt hvers vegna hryðujuverkahópar víla ekki lengur fyrir sér að fremja ódæði víðsvegar um heiminn,“ sagði Pútín í dag. Hann undirstrikaði að grand rússnesku vélarinnar myndi hafa „alvarlegar afleiðingar“ fyrir samband Rússlands og Tyrklands. „Það að Tyrkir hafi ekki haft samband við Rússland í kjölfar árásarinnar heldur þrýst á NATO-fund er mikið áhyggjuefni,“ sagði Pútín. „Með því vilja Tyrkir að NATO beiti sér fyrir hagsmunum Íslamska ríkisins,“ bætti hann við. Sjá einnig: NATO boðar til neyðarfundar vegna rússnesku herþotunnar Rússlandsforseti sagði að þrátt fyrir að hann gerði sér grein fyrir hagsmunum annarra ríkja á svæðinu myndu Rússar svara fyrir ódæðisverk Tyrkja.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira