Erlent

Allt að hundrað létust í gíslatökunni í tónlistarhúsinu í París

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Útgöngubann er í París vegna árásanna. Þá hefur landamærum Frakklands verið lokað.
Útgöngubann er í París vegna árásanna. Þá hefur landamærum Frakklands verið lokað. Vísir/Getty
Talið er að allt að hundrað gíslar hafi verið teknir af lífi af árásarmönnum í Bataclan tónlistarhúsinu í París. Lögregla rést til atlögu í tónlistarhúsið um klukkan hálf eitt að staðartíma í nótt og felldi tvo árásarmenn. Síðar bárust fregnir af því að tala látinna í húsinu væri um eitt hundrað.

Vísir flytur stöðugar fréttir af gangi mála í París, sjá hér.

Bandaríska hljómsveitin Eagles of Death Metal var með tónleika í Bataclan í kvöld og var þar margt um manninn. Vitni úr tónleikahöllinni, sem tekur um 1500 manns, sagði við CNN fyrr í kvöld að árásarmennirnir hefðu ekki verið með grímur. Einn þeirra var unglegur að sögn vitnisins, ekki eldri en 25 ára. Þeir hefðu skotið þögulir á fólkið.

Manninum, Julien Pierce, tókst að flýja af vettvangi ásamt fleirum á meðan árásarmennirnir hlóðu byssur sínar. Hann segir að um algjört blóðbað hafi verið að ræða.



Skipulagðar aðgerðir

Árásunum í Frakklandi í kvöld er lýst sem fordæmalausum enda virðast þær beinast að óbreyttum borgurum þar sem þeir koma saman til afþreyingar og verslunar.

Um þaulskipulagðar aðgerðir virðist vera að ræða því erfitt er að komast yfir sjálfvirka riffla og sprengiefni í Frakklandi. Því þurfi að smygla til landsins.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×