„Verið að rýma alla bari og veitingastaði og skipa fólki að vera heima“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. nóvember 2015 23:37 Tónleikargesti flýja af tónleikum Eagles of Death Metal. vísir/epa „Ég er í átjánda hverfi, elsta hverfi Parísar. Ég er á svæðinu þarna fyrir ofan. Þegar ég bjó hérna síðast þá bjó ég í þessu hverfi þar sem árásirnar urðu og er eiginlega frekar ánægð með að hafa flutt mig,“ segir Ingibjörg Bergmann Bragadóttir í samtali við Vísi. Ingibjörg er frönskunemi við Sorbonne-skóla og búsett í París. Minnst 42 eru látnir eftir skotárásir og sprengjuárásir víða um París í kvöld. Árásirnar virðast þaulskipulagðar en þær eiga þær allar sameiginlegt að vera gerðar á vinsæla staði í borginni. Þar má meðal annars nefna tónleikastað en þar stóðu tónleikar sveitarinnar Eagles of Death Metal yfir. Árásarmennirnir halda tónleikagestum í gíslingu.Ingibjörg Bergmann Bragadóttir„Þetta er alveg ógeðslegt bara. Það var allt fullt af lífi um áttaleytið en núna eru allar götur tómar. Ég sjálf er alveg búin að loka að mér og maður fylgist með fréttunum og vonar að þetta endi sem fyrst,“ segir Ingibjörg. Hún segir að í fyrstu hafi hún ekki orðið var við atburðina að öðru leyti en því að óvenju mikil sjúkrabílaumferð hafi verið. Sjúkrabílar séu alls ekki óalgengir en þetta hafi verið talsvert meir en venjulega. „Ég hef verið að skrolla í gegnum allar fréttasíður á milli þess sem ég svara ættingjum og vinum og læt vita að það sé allt í lagi með mig. Eins og er þá er bara verið að rýma alla bari og veitingastaði og koma öllum heim og segja þeim að halda sig þar,“ segir Ingibjörg en hún hefur enn ekki heyrt í öðrum Íslendingum í borginni. „Ég vona bara að þeir séu heilir á húfi.“ Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í París, herinn hefur verið kallaður út auk þess að landamærum landsins hefur verið lokað. „Maður veit ekki hvernig maður á að haga sér. Þetta er svo súrrealískt. Adrenalínið er alveg á fullu þó maður sé ekki sjálfur í skotlínunni. Máltækið segir að eldingu slái aldrei niður á sama staðinn tvisvar þannig maður hélt einhvern veginn að allt væri búið eftir Charlie Hebdo,“ segir Ingibjörg. Að öllu óbreyttu verður hún áfram París og tekur jólaprófin en líkt og allir vonar hún að málið leysist sem fyrst. „Ef þetta heldur eitthvað svona áfram þá held ég að ég vilji frekar vera heima á Akureyri heldur en hér,“ segir Ingibjörg að lokum. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Íslendingur sat að snæðingi nærri skotárás í París Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður var staddur á veitingahúsi í götunni þar sem ellefu létust í skotárás í tíunda hverfi Parísar í kvöld. 13. nóvember 2015 23:21 Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
„Ég er í átjánda hverfi, elsta hverfi Parísar. Ég er á svæðinu þarna fyrir ofan. Þegar ég bjó hérna síðast þá bjó ég í þessu hverfi þar sem árásirnar urðu og er eiginlega frekar ánægð með að hafa flutt mig,“ segir Ingibjörg Bergmann Bragadóttir í samtali við Vísi. Ingibjörg er frönskunemi við Sorbonne-skóla og búsett í París. Minnst 42 eru látnir eftir skotárásir og sprengjuárásir víða um París í kvöld. Árásirnar virðast þaulskipulagðar en þær eiga þær allar sameiginlegt að vera gerðar á vinsæla staði í borginni. Þar má meðal annars nefna tónleikastað en þar stóðu tónleikar sveitarinnar Eagles of Death Metal yfir. Árásarmennirnir halda tónleikagestum í gíslingu.Ingibjörg Bergmann Bragadóttir„Þetta er alveg ógeðslegt bara. Það var allt fullt af lífi um áttaleytið en núna eru allar götur tómar. Ég sjálf er alveg búin að loka að mér og maður fylgist með fréttunum og vonar að þetta endi sem fyrst,“ segir Ingibjörg. Hún segir að í fyrstu hafi hún ekki orðið var við atburðina að öðru leyti en því að óvenju mikil sjúkrabílaumferð hafi verið. Sjúkrabílar séu alls ekki óalgengir en þetta hafi verið talsvert meir en venjulega. „Ég hef verið að skrolla í gegnum allar fréttasíður á milli þess sem ég svara ættingjum og vinum og læt vita að það sé allt í lagi með mig. Eins og er þá er bara verið að rýma alla bari og veitingastaði og koma öllum heim og segja þeim að halda sig þar,“ segir Ingibjörg en hún hefur enn ekki heyrt í öðrum Íslendingum í borginni. „Ég vona bara að þeir séu heilir á húfi.“ Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í París, herinn hefur verið kallaður út auk þess að landamærum landsins hefur verið lokað. „Maður veit ekki hvernig maður á að haga sér. Þetta er svo súrrealískt. Adrenalínið er alveg á fullu þó maður sé ekki sjálfur í skotlínunni. Máltækið segir að eldingu slái aldrei niður á sama staðinn tvisvar þannig maður hélt einhvern veginn að allt væri búið eftir Charlie Hebdo,“ segir Ingibjörg. Að öllu óbreyttu verður hún áfram París og tekur jólaprófin en líkt og allir vonar hún að málið leysist sem fyrst. „Ef þetta heldur eitthvað svona áfram þá held ég að ég vilji frekar vera heima á Akureyri heldur en hér,“ segir Ingibjörg að lokum.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Íslendingur sat að snæðingi nærri skotárás í París Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður var staddur á veitingahúsi í götunni þar sem ellefu létust í skotárás í tíunda hverfi Parísar í kvöld. 13. nóvember 2015 23:21 Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Íslendingur sat að snæðingi nærri skotárás í París Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður var staddur á veitingahúsi í götunni þar sem ellefu létust í skotárás í tíunda hverfi Parísar í kvöld. 13. nóvember 2015 23:21
Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“