Erlent

Einn sjálfsvígssprengjumannanna var með miða á völlinn

Atli Ísleifsson skrifar
Vináttulandsleikur Frakklands og Þýskalands fór fram á Stade de France í gærkvöldi.
Vináttulandsleikur Frakklands og Þýskalands fór fram á Stade de France í gærkvöldi. Vísir/EPA
Að minnsta kosti einn mannanna sem sprengdi sjálfan sig í loft upp fyrir utan Stade de France í gærkvöldi, þar sem vináttuleikur Frakklands og Þýskalands fór fram, var með miða á leikinn.

Maðurinn var klæddur sprengjuvestum og reyndi að komast inn á völlinn þegar um korter var liðið af leiknum. Hann var hins vegar var stöðvaður af öryggisvörðum þegar leit var gerð á honum við innganginn.

Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal og er haft eftir öryggisverði, Zouheir.

Öryggisvörðurinn segir að maðurinn hafi svo sprengt sjálfan sig í loft upp þegar hann reyndi að flýja af vettvangi.

Franskur lögreglumaður staðfestir frásögn öryggisvarðarins og segir hann lögreglu gruna að maðurinn hafi ætlað sér að sprengja sjálfan sig í loft upp inni á vellinum og þannig framkalla mannskæðan troðning á meðal áhorfenda.

Um þremur mínútum eftir að maðurinn sprengdi sig, sprengdi annar maður sig í loft upp fyrir utan völlinn, auk þess að þriðju árásarmaðurinn sprengdi sprengjur inni á nálægum McDonald‘s stað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×