Erlent

Frakkar herða loftárásir sínar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Frakkar sendu í dag sitt stærsta herskip, flugmóðurskipið Charles de Gaulle, til Miðausturlanda til að taka þátt í loftárásum á vígasveitir Íslamska ríkisins. Til stendur að hefja árásir fyrir vikulok, að sögn Jean-Yves Le Drian, varnarmálaráðherra Frakklands.

De Gaulle hélt af stað frá Toulon í dag. Um borð eru átta Super Etendard og átján Rafale orrustuþotur, en pláss er fyrir fjörutíu þotur um borð. Með stuðningi skipsins geta þær flogið í allt að eitt hundrað verkefni á dag. Hingað til hafa tólf þotur franska hersins tekið þátt í loftárásunum.

Frá því í september á síðasta ári hafa franskar orrustuþotur flogið tæplega þrettán hundruð sinnum yfir Írak og gert yfir þrjú hundruð loftárásir.


Tengdar fréttir

Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París

Umsátursástand ríkti í St-Denis í París í morgun. Saksóknari hefur staðfest að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp og hafa sjö verið handteknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×