Erlent

Svíar hækka viðbúnaðarstig vegna hættu á hryðjuverkum

atli ísleifsson skrifar
Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað úr "þrjú“ í "fjögur“, næsthæsta stig viðbúnaðar.
Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað úr "þrjú“ í "fjögur“, næsthæsta stig viðbúnaðar. Vísir/Getty
Sænska öryggislögreglan Säpo hefur ákveðið að hækka viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu. Sænska ríkissjónvarpið greinir frá þessu.

Í fréttinni kemur fram að tekið verði upp aukið eftirlit á „sérstaklega mikilvægum stöðum“, en viðbúnaðarstig hefur verið hækkað úr „þrjú“ í „fjögur“, næsthæsta stig viðbúnaðar.

Danska lögreglan hefur einnig hækkað viðbúnaðarstig, en ákvörðunin var tekin í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París. Ríkislögreglustjóri Danmerkur hefur enn tjáð sig um ákvörðunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×