Greiddi bróður sínum milljónir í von um að halda honum inn í skápnum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2015 12:45 John Fashanu með Vinnie Jones er þeir léku saman með Wilmbledon. Þar var harkan í fyrirrúmi og John mátti eflaust þola ýmsar athugasemdir eftir að bróðir hans kom úr skápnum. vísir/getty Justin Fashanu var fyrsti enski fótboltamaðurinn til þess að koma úr skápnum en bróðir hans, John, gerði allt sem hann gat til þess að stöðva það. John Fashanu hefur nú greint frá því að hafa boðist til að greiða bróður sínum 15 milljónir króna fyrir að vera áfram inn í skápnum. Hann vildi ekki að Justin yrði fjölskyldunni til skammar. Þetta var árið 1990. Justin þáði greiðsluna en greindi samt frá samkynhneigð sinni fyrstur allra enskra knattspyrnumanna aðeins tveim dögum síðar. Sú ákvörðun hafði mikil áhrif á fjölskyldu hans og Justin framdi sjálfsmorð átta árum síðar.Justin Fashanu.vísir/gettyVildi ekki að hann yrði fjölskyldunni til skammar „Ég grátbað hann um að vera inn í skápnum. Ég reyndi að múta honum, ég hótaði honum. Ég gerði gjörsamlega allt sem ég gat til þess að stöðva þetta," segir John og bendir á að þetta hafi verið aðrir tímar. „Ég vildi ekki að hann yrði fjölskyldunni til skammar. Ef þetta hefði gerst í dag væri þetta ekkert mál en á þessum árum var allt annað upp á teningnum. Í dag væri hann kallaður hetja." John segir að móðir þeirra, sem komin var á aldur, hafi ekki þolað álagið sem þessu fylgdi og látist aðeins fyrir aldur fram. Sjálfur mátti hann þola alls konar stríðni frá áhorfendum vegna bróður síns. Erum við að tala um afar smekklaust grín. John viðurkennir að hann hafi verið fávís og vitlaus. Þetta hafi verið rangt af honum en hann vildi bara vernda fjölskyldu sína. Nýlega hafa borist fréttir af því að tveir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni séu að íhuga að koma út úr skápnum. Slúðrað var að annar þeirra væri Luke Shaw, leikmaður Man. Utd. Hann hefur neitað því. Enski boltinn Tengdar fréttir Fótboltamenn þurfa að fræðast um hommafælni Það getur verið erfitt að vera opinberlega samkynhneigður í búningsklefa hjá knattspyrnuliði. 13. febrúar 2014 09:52 Landsliðsmaður í knattspyrnu kom úr skápnum Bandaríkjamaðurinn Robbie Rogers ákvað í dag að tilkynna opinberlega að hann væri samkynhneigður. Um leið sagðist hann vera hættur að spila fótbolta, aðeins 25 ára gamall. 15. febrúar 2013 22:45 Átta inni í skápnum Breski vefmiðillinn Guardian greinir frá því að átta atvinnumenn í knattspyrnu á Englandi hafi greint fjölskyldu og vinum frá því að þeir séu samkynhneigðir. 5. maí 2013 12:00 Varð að hætta eftir að ég kom úr skápnum Robbie Rogers segir að það hefði verið ómögulegt að halda áfram atvinnumannaferli sínum í knattspyrnu eftir að hann gerði samkynhneigð sína opinbera. 29. mars 2013 22:45 Southgate: Samkynhneigðir velkomnir í klefann Gareth Southgate, fyrrum landsliðsmaður Englands, telur að leikmenn myndu bjóða samkynhneigða knattspyrnumenn velkomna í búningsklefann. 30. nóvember 2012 22:15 Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira
Justin Fashanu var fyrsti enski fótboltamaðurinn til þess að koma úr skápnum en bróðir hans, John, gerði allt sem hann gat til þess að stöðva það. John Fashanu hefur nú greint frá því að hafa boðist til að greiða bróður sínum 15 milljónir króna fyrir að vera áfram inn í skápnum. Hann vildi ekki að Justin yrði fjölskyldunni til skammar. Þetta var árið 1990. Justin þáði greiðsluna en greindi samt frá samkynhneigð sinni fyrstur allra enskra knattspyrnumanna aðeins tveim dögum síðar. Sú ákvörðun hafði mikil áhrif á fjölskyldu hans og Justin framdi sjálfsmorð átta árum síðar.Justin Fashanu.vísir/gettyVildi ekki að hann yrði fjölskyldunni til skammar „Ég grátbað hann um að vera inn í skápnum. Ég reyndi að múta honum, ég hótaði honum. Ég gerði gjörsamlega allt sem ég gat til þess að stöðva þetta," segir John og bendir á að þetta hafi verið aðrir tímar. „Ég vildi ekki að hann yrði fjölskyldunni til skammar. Ef þetta hefði gerst í dag væri þetta ekkert mál en á þessum árum var allt annað upp á teningnum. Í dag væri hann kallaður hetja." John segir að móðir þeirra, sem komin var á aldur, hafi ekki þolað álagið sem þessu fylgdi og látist aðeins fyrir aldur fram. Sjálfur mátti hann þola alls konar stríðni frá áhorfendum vegna bróður síns. Erum við að tala um afar smekklaust grín. John viðurkennir að hann hafi verið fávís og vitlaus. Þetta hafi verið rangt af honum en hann vildi bara vernda fjölskyldu sína. Nýlega hafa borist fréttir af því að tveir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni séu að íhuga að koma út úr skápnum. Slúðrað var að annar þeirra væri Luke Shaw, leikmaður Man. Utd. Hann hefur neitað því.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fótboltamenn þurfa að fræðast um hommafælni Það getur verið erfitt að vera opinberlega samkynhneigður í búningsklefa hjá knattspyrnuliði. 13. febrúar 2014 09:52 Landsliðsmaður í knattspyrnu kom úr skápnum Bandaríkjamaðurinn Robbie Rogers ákvað í dag að tilkynna opinberlega að hann væri samkynhneigður. Um leið sagðist hann vera hættur að spila fótbolta, aðeins 25 ára gamall. 15. febrúar 2013 22:45 Átta inni í skápnum Breski vefmiðillinn Guardian greinir frá því að átta atvinnumenn í knattspyrnu á Englandi hafi greint fjölskyldu og vinum frá því að þeir séu samkynhneigðir. 5. maí 2013 12:00 Varð að hætta eftir að ég kom úr skápnum Robbie Rogers segir að það hefði verið ómögulegt að halda áfram atvinnumannaferli sínum í knattspyrnu eftir að hann gerði samkynhneigð sína opinbera. 29. mars 2013 22:45 Southgate: Samkynhneigðir velkomnir í klefann Gareth Southgate, fyrrum landsliðsmaður Englands, telur að leikmenn myndu bjóða samkynhneigða knattspyrnumenn velkomna í búningsklefann. 30. nóvember 2012 22:15 Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira
Fótboltamenn þurfa að fræðast um hommafælni Það getur verið erfitt að vera opinberlega samkynhneigður í búningsklefa hjá knattspyrnuliði. 13. febrúar 2014 09:52
Landsliðsmaður í knattspyrnu kom úr skápnum Bandaríkjamaðurinn Robbie Rogers ákvað í dag að tilkynna opinberlega að hann væri samkynhneigður. Um leið sagðist hann vera hættur að spila fótbolta, aðeins 25 ára gamall. 15. febrúar 2013 22:45
Átta inni í skápnum Breski vefmiðillinn Guardian greinir frá því að átta atvinnumenn í knattspyrnu á Englandi hafi greint fjölskyldu og vinum frá því að þeir séu samkynhneigðir. 5. maí 2013 12:00
Varð að hætta eftir að ég kom úr skápnum Robbie Rogers segir að það hefði verið ómögulegt að halda áfram atvinnumannaferli sínum í knattspyrnu eftir að hann gerði samkynhneigð sína opinbera. 29. mars 2013 22:45
Southgate: Samkynhneigðir velkomnir í klefann Gareth Southgate, fyrrum landsliðsmaður Englands, telur að leikmenn myndu bjóða samkynhneigða knattspyrnumenn velkomna í búningsklefann. 30. nóvember 2012 22:15