Enski boltinn

Greiddi bróður sínum milljónir í von um að halda honum inn í skápnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
John Fashanu með Vinnie Jones er þeir léku saman með Wilmbledon. Þar var harkan í fyrirrúmi og John mátti eflaust þola ýmsar athugasemdir eftir að bróðir hans kom úr skápnum.
John Fashanu með Vinnie Jones er þeir léku saman með Wilmbledon. Þar var harkan í fyrirrúmi og John mátti eflaust þola ýmsar athugasemdir eftir að bróðir hans kom úr skápnum. vísir/getty
Justin Fashanu var fyrsti enski fótboltamaðurinn til þess að koma úr skápnum en bróðir hans, John, gerði allt sem hann gat til þess að stöðva það.

John Fashanu hefur nú greint frá því að hafa boðist til að greiða bróður sínum 15 milljónir króna fyrir að vera áfram inn í skápnum. Hann vildi ekki að Justin yrði fjölskyldunni til skammar.

Þetta var árið 1990. Justin þáði greiðsluna en greindi samt frá samkynhneigð sinni fyrstur allra enskra knattspyrnumanna aðeins tveim dögum síðar. Sú ákvörðun hafði mikil áhrif á fjölskyldu hans og Justin framdi sjálfsmorð átta árum síðar.

Justin Fashanu.vísir/getty
Vildi ekki að hann yrði fjölskyldunni til skammar

„Ég grátbað hann um að vera inn í skápnum. Ég reyndi að múta honum, ég hótaði honum. Ég gerði gjörsamlega allt sem ég gat til þess að stöðva þetta," segir John og bendir á að þetta hafi verið aðrir tímar.

„Ég vildi ekki að hann yrði fjölskyldunni til skammar. Ef þetta hefði gerst í dag væri þetta ekkert mál en á þessum árum var allt annað upp á teningnum. Í dag væri hann kallaður hetja."

John segir að móðir þeirra, sem komin var á aldur, hafi ekki þolað álagið sem þessu fylgdi og látist aðeins fyrir aldur fram. Sjálfur mátti hann þola alls konar stríðni frá áhorfendum vegna bróður síns. Erum við að tala um afar smekklaust grín.

John viðurkennir að hann hafi verið fávís og vitlaus. Þetta hafi verið rangt af honum en hann vildi bara vernda fjölskyldu sína.

Nýlega hafa borist fréttir af því að tveir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni séu að íhuga að koma út úr skápnum. Slúðrað var að annar þeirra væri Luke Shaw, leikmaður Man. Utd. Hann hefur neitað því.


Tengdar fréttir

Landsliðsmaður í knattspyrnu kom úr skápnum

Bandaríkjamaðurinn Robbie Rogers ákvað í dag að tilkynna opinberlega að hann væri samkynhneigður. Um leið sagðist hann vera hættur að spila fótbolta, aðeins 25 ára gamall.

Átta inni í skápnum

Breski vefmiðillinn Guardian greinir frá því að átta atvinnumenn í knattspyrnu á Englandi hafi greint fjölskyldu og vinum frá því að þeir séu samkynhneigðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×