Landsliðsmaður í knattspyrnu kom úr skápnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2013 22:45 Rogers í leik með Columbus Crew árið 2011. Nordic Photos / Getty Images Bandaríkjamaðurinn Robbie Rogers ákvað í dag að tilkynna opinberlega að hann væri samkynhneigður. Um leið sagðist hann vera hættur að spila fótbolta, aðeins 25 ára gamall. Rogers var á mála hjá Leeds síðast en var leystur undan samningi sínum við félagið í síðasta mánuði eftir að hafa verið í láni hjá C-deildarliðinu Stevenage. Rogers á að baki átján leiki með bandaríska landsliðinu en lengst af lék hann með Columbus Crew í heimalandinu, þar til hann fór til Leeds í fyrra. „Ég hélt alltaf að fótboltinn gæti falið þetta leyndarmál. Fótboltinn var mín undankomuleið, tilgangur í lífinu og það sem einkenndi mig," skrifaði hann í pistli sem birtist á heimasíðu hans. „Nú er tímabært að stíga til hliðar frá knattspyrnunni. Undanfarin 25 ár hef ég verið hræddur - hræddur við að sýna mitt rétta andlit." „Leyndarmál geta skaðað mann að innan. Fólki er tíðrætt um heiðarleika og hvað hann er einfaldur. En reyndu að útskýra fyrir þínum nánustu í fyrsta sinn eftir 25 ár að þú sért samkynhneigður." „Fótboltinn faldi leyndarmálið mitt og veitti mér meiri ánægju en ég hefði getað ímyndað mér. Ég mun ávallt vera þakklátur fyrir minn knattspyrnuferil. En nú er leyndarmálið mitt farið. Ég er frjáls maður og get lifað mínu lífi eins og skaparinn ætlaði mér." Í fréttum enskra fjölmiðla segir að aðeins tveir knattspyrnumenn hafi opinberað samkynhneigð sína. Fyrstur var Justin Fashanu sem gerði það árið 1990 en stytti sér svo aldur átta árum síðar, þegar hann var 37 ára gamall. Hinn er Anton Hysen, sem leikur í Svíþjóð. Hann kom úr skápnum í viðtali árið 2011. Fótbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Robbie Rogers ákvað í dag að tilkynna opinberlega að hann væri samkynhneigður. Um leið sagðist hann vera hættur að spila fótbolta, aðeins 25 ára gamall. Rogers var á mála hjá Leeds síðast en var leystur undan samningi sínum við félagið í síðasta mánuði eftir að hafa verið í láni hjá C-deildarliðinu Stevenage. Rogers á að baki átján leiki með bandaríska landsliðinu en lengst af lék hann með Columbus Crew í heimalandinu, þar til hann fór til Leeds í fyrra. „Ég hélt alltaf að fótboltinn gæti falið þetta leyndarmál. Fótboltinn var mín undankomuleið, tilgangur í lífinu og það sem einkenndi mig," skrifaði hann í pistli sem birtist á heimasíðu hans. „Nú er tímabært að stíga til hliðar frá knattspyrnunni. Undanfarin 25 ár hef ég verið hræddur - hræddur við að sýna mitt rétta andlit." „Leyndarmál geta skaðað mann að innan. Fólki er tíðrætt um heiðarleika og hvað hann er einfaldur. En reyndu að útskýra fyrir þínum nánustu í fyrsta sinn eftir 25 ár að þú sért samkynhneigður." „Fótboltinn faldi leyndarmálið mitt og veitti mér meiri ánægju en ég hefði getað ímyndað mér. Ég mun ávallt vera þakklátur fyrir minn knattspyrnuferil. En nú er leyndarmálið mitt farið. Ég er frjáls maður og get lifað mínu lífi eins og skaparinn ætlaði mér." Í fréttum enskra fjölmiðla segir að aðeins tveir knattspyrnumenn hafi opinberað samkynhneigð sína. Fyrstur var Justin Fashanu sem gerði það árið 1990 en stytti sér svo aldur átta árum síðar, þegar hann var 37 ára gamall. Hinn er Anton Hysen, sem leikur í Svíþjóð. Hann kom úr skápnum í viðtali árið 2011.
Fótbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira