Enski boltinn

Átta inni í skápnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stuðningsmenn í ensku knattspyrnunni.
Stuðningsmenn í ensku knattspyrnunni. Nordicphotos/Getty
Breski vefmiðillinn Guardian greinir frá því að átta atvinnumenn í knattspyrnu á Englandi hafi greint fjölskyldu og vinum frá því að þeir séu samkynhneigðir.

Clarke Carlisle, framkvæmdastjóri samtaka atvinnumanna í knattspyrnu, staðfestir að átta leikmenn hafi staðfest samkynhneigð sína við sig. Sjö þeirra hafi sagt honum að þeir teldu sig ekki klára í að opinbera kynhneigð sína fyrir almenningu af ótta við viðbrögð fjölmiðla og stuðningsmanna. Þeir hafi minni áhyggjur af viðbrögðum liðsfélaga.

Fyrr á árinu opinberaði Robbie Rogers, bandarískur leikmaður Leeds, að hann væri hommi. Það gerði hann í kjölfar þess að Rogers komst að samkomulagi um starfslok sín hjá Leeds. Rogers er nú fluttur aftur til Bandaríkjanna þar sem hann æfir með Los Angels Galaxy.

23 ár eru liðin síðan Justin Fashanu kom út úr skápnum fyrstu enskra atvinnumanna í knattspyrnu. Opinberunin vakti mikil viðbrögð og sagði Fashanu síðar að hann hefði hreinlega ekki verið búin undir þau. Frammistaða hans á vellinum versnaði til muna og fór svo að hann framdi sjálfsmorð átta árum síðar. Til dagsins í dag hefur enginn enskur atvinnumaður í knattspyrnu opinberað samkynhneigð sína.

Töluverð umræða hefur verið um samkynhneigð karlmanna í íþróttum síðan bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Jason Collins upplýsti um samkynhneigð sína á dögunum.

Nánar um málið á vef Guardian.

Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.


Tengdar fréttir

Óttast ekki að fara úr fötunum með samkynhneigðum

NBA-goðsögnin Karl Malone, fyrrum leikmaður Jazz og Lakers, hrósar Jason Collins í hástert í dag. Collins er fyrsti virki leikmaðurinn í einum af stóru íþróttunum í Bandaríkjunum sem kemur út úr skápnum.

Obama hringdi í Collins

Það vakti mikla athygli í gær þegar NBA-leikmaðurinn Jason Collins lýsti því yfir að hann væri samkynhneigður. Lengi hefur verið beðið eftir því að atvinnumaður í Bandaríkjunum kæmi út úr skápnum.

Steig skrefið og kom út úr skápnum

Körfuknattleiksmaðurinn Jason Collins hjá Washington Wizards í NBA-deildinni er kominn út úr skápnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Sports Illustrated.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×