Enski boltinn

Fótboltamenn þurfa að fræðast um hommafælni

Thomas Hitzlsperger kom út úr skápnum eftir að hann hætti að spila.
Thomas Hitzlsperger kom út úr skápnum eftir að hann hætti að spila. Vísir/Getty
Clarke Carisle, fyrrverandi formaður samtaka atvinnufótboltamanna á Englandi, segir að orðbragð sem tengist hommafælni hafi lengi verið verið notað í búningsklefum þar í landi.

Þetta segir Carlisle í viðtali við BBC sem birtist í heild sinni í kvöld en sjálfur viðurkennir hann að hafa notað óviðeigandi orðbragð á sínum ferli þegar hann spilaði með Blackpool, QPR og Burnley.

Í sama þætti segir Owen Coyle, fyrrverandi knattspyrnustjóri Burnley, Bolton og Wigan, að viðhorf manna til samkynhneigðar hafi lítið breyst á síðustu 20 árum.

Enginn leikmaður á Englandi hefur opinberað samkynhneigð sína á meðan hann spilaði síðan Justin Fashanu gerði það árið 1990.

Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger sem lék með Aston Villa á árum áður lagði skóna á hilluna áður en hann kom út úr skápnum í janúar og Bandaríkjamaðurinn Robbie Rogers beið með að opinbera samkynhneigð sína þar til hann var farinn frá Leeds til LA Galaxy í Bandaríkjunum.

„Ég hef notað orðbragð sem mér býður við í dag. Ég notaði það ótt og títt og hélt ég væri bara taka þátt í gríni með strákunum í klefanum,“ segir Carlisle við BBC.

„Það var svo eftir að mér var bent á hvað ég væri að segja að ég fór að skilja hversu öflug orð geta verið. Þá fór ég að passa mig. Eftir það var auðveldara að vera í búningsklefum síðustu ár míns ferils míns.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×