Erlent

Tólf skólastúlkur fórust í troðningi

Samúel Karl Ólason skrifar
30 stúlkur voru sendar á sjúkrahús. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
30 stúlkur voru sendar á sjúkrahús. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/EPA
Minnst tólf skólastúlkur létu lífið og 30 slösuðust í troðningi sem varð í skóla í Afganistan í morgun. Stúlkurnar tróðust undir þegar nemendur skólans reyndu að komast af fjórðu hæð húss og út eftir jarðskjálfta sem var 7,5 stig.

Atvikið átti sér stað í Takhar héraði sem er skammt frá upptökum skjálftans.

Upplýsingar um mannfall vegna skjálftans streyma nú að. Minnst þrettán eru látnir í Pakistan, þar sem minnst eitt heimili hrundi, en svæðið er mjög erfitt yfirferðar og dreifbýlt. Þá eru símalínur víða í sundur og rafmagnslaust á stórum svæðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×