Erlent

Fjöldi látinna kominn í 180

Samúel Karl Ólason skrifar
Þrátt fyrir að jarðskjálftinn olli miklu tjóni, hefði skaðinn verið mun meiri ef upptök hans hefðu ekki verið á meira en 200 kílómetra dýpi.
Þrátt fyrir að jarðskjálftinn olli miklu tjóni, hefði skaðinn verið mun meiri ef upptök hans hefðu ekki verið á meira en 200 kílómetra dýpi. Vísir/EPA
Fjöldi manns hefur látið lífið vegna jarðskjálftans sem varð í Afganistan í morgun. Skjálftinn var 7,5 stig en upptök hans voru á meira en 200 kílómetra dýpi, sem þykir mildi. Ef upptök skjálftans hefðu verið ofar, hefðu skemmdirnar verið meiri.

Samgöngur eru erfiðar á þeim svæðum þar sem skjálftinn var sterkastur og samskiptakerfi eru víða illa farin.

Embættismenn í Pakistan segja nú að vitað sé til þess að 145 hafi látið lífið vegna jarðskjálftans. Heildarfjöldi látinna er því minnst 180, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þar á meðal eru tólf skólastúlkur sem létu lífið í troðningi eftir skjálftann.

Skömmu eftir að jarðskjálftinn varð kom 4,8 stigs eftirskjálfti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×