Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2015 12:00 Hollensk rannsóknarnefnd hefur komist að niðurstöðu um hvað grandaði flugi MH17 Vísir/Getty Það er niðurstaða hollenskrar rannsóknarnefndar að flugvél Malaysian Airlines sem var skotin niður yfir Úkraínu í júlí 2014 hafi verið skotin niður af BUK-eldflaug. Kerfið er framleitt í Rússlandi en bæði rússneski og úkraínski herinn búa yfir slíkum eldflaugum. Horfa má á kynningu hollensku rannsóknarnefndarinnar hér fyrir neðan. Boeing flugvél Malaysian Airlines var á leið til Kuala Lumpur frá Amsterdam þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Allir um borð, 298, létust samstundis þegar BUK-eldflaug hæfði vélinna. Mikil vinna fór í því að flytja flak vélarinnar aftur til Hollands til rannsóknar en hluti vélarinnar var endurskapaður fyrir rannsóknarnefndina. Það er niðurstaða nefndarinnar að að eldflaugin hafi hæft vélina við stjórnklefa hennar og við höggið hafi flugvélin brotnað í sundur. Brak vélarinnar dreifðist um 50 ferkílómetra svæði.Gagnrýna skeytingarleysi flugfélaga Nefndin rannsakaði einnig hvaðan eldflauginni hefði verið skotið og gat hún reiknað út 320 ferkílómetra svæði þaðan sem eldflauginni hefði getað verið skotið. Þessum upplýsingum var komið til rússneskra og úkraínskra yfirvalda sem reiknuðu sjálf út hvaðan eldflaugin hefði komið líkt en þau hafa deilt um hver beri ábyrgð á eldflaugaárásinni. Hollenska rannsóknarnefndin segir einnig að að úkraínsk yfirvöld hafi átt að vera búinn loka lofthelgi Úkraínu vegna átakanna sem þar áttu sér stað. Segir í skýrslunni að enginn, hvorki úkraínsk yfirvöld né flugfélög, hafi gert sér grein fyrir áhættunni sem fólst í því að fljúga yfir Úkraínu á þessum tíma þegar hörð átök áttu sér stað á milli uppreisnarmanna og úkraínska stjórnarhersins. Þrjár flugvélar voru á sama svæði og flug Malaysian Airlines þegar hún var skotin niður og um 160 flug flugu yfir svæðið eftir að MH17 var skotin niður.Kynning hollensku rannsóknarnefndarinnar MH17 Tengdar fréttir Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51 Rannsóknarskýrsla um MH17 segir aðskilnaðarsinna ábyrga Alls fórust 298 manns með flugferð MH17 fyrir tæpu ári síðan. 15. júlí 2015 23:52 Birta myndband af braki MH17 fljótlega eftir að henni var grandað Á myndbandinu má sjá hvernig aðskilnaðarsinnar gera sér grein fyrir að farþegavél hafi verið skotin niður. 17. júlí 2015 09:56 Vissu um hættur þess að fljúga yfir svæðið Þýskum stjórnvöldum var gert vart við hættur þess að fljúga yfir austurhluta Úkraínu í júlí í fyrra, áður en malasíska farþegaþotan MH17 var skotin niður. Þrátt fyrir það voru flugfélög ekki vöruð við yfirvofandi hættu. 27. apríl 2015 20:22 Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Það er niðurstaða hollenskrar rannsóknarnefndar að flugvél Malaysian Airlines sem var skotin niður yfir Úkraínu í júlí 2014 hafi verið skotin niður af BUK-eldflaug. Kerfið er framleitt í Rússlandi en bæði rússneski og úkraínski herinn búa yfir slíkum eldflaugum. Horfa má á kynningu hollensku rannsóknarnefndarinnar hér fyrir neðan. Boeing flugvél Malaysian Airlines var á leið til Kuala Lumpur frá Amsterdam þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Allir um borð, 298, létust samstundis þegar BUK-eldflaug hæfði vélinna. Mikil vinna fór í því að flytja flak vélarinnar aftur til Hollands til rannsóknar en hluti vélarinnar var endurskapaður fyrir rannsóknarnefndina. Það er niðurstaða nefndarinnar að að eldflaugin hafi hæft vélina við stjórnklefa hennar og við höggið hafi flugvélin brotnað í sundur. Brak vélarinnar dreifðist um 50 ferkílómetra svæði.Gagnrýna skeytingarleysi flugfélaga Nefndin rannsakaði einnig hvaðan eldflauginni hefði verið skotið og gat hún reiknað út 320 ferkílómetra svæði þaðan sem eldflauginni hefði getað verið skotið. Þessum upplýsingum var komið til rússneskra og úkraínskra yfirvalda sem reiknuðu sjálf út hvaðan eldflaugin hefði komið líkt en þau hafa deilt um hver beri ábyrgð á eldflaugaárásinni. Hollenska rannsóknarnefndin segir einnig að að úkraínsk yfirvöld hafi átt að vera búinn loka lofthelgi Úkraínu vegna átakanna sem þar áttu sér stað. Segir í skýrslunni að enginn, hvorki úkraínsk yfirvöld né flugfélög, hafi gert sér grein fyrir áhættunni sem fólst í því að fljúga yfir Úkraínu á þessum tíma þegar hörð átök áttu sér stað á milli uppreisnarmanna og úkraínska stjórnarhersins. Þrjár flugvélar voru á sama svæði og flug Malaysian Airlines þegar hún var skotin niður og um 160 flug flugu yfir svæðið eftir að MH17 var skotin niður.Kynning hollensku rannsóknarnefndarinnar
MH17 Tengdar fréttir Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51 Rannsóknarskýrsla um MH17 segir aðskilnaðarsinna ábyrga Alls fórust 298 manns með flugferð MH17 fyrir tæpu ári síðan. 15. júlí 2015 23:52 Birta myndband af braki MH17 fljótlega eftir að henni var grandað Á myndbandinu má sjá hvernig aðskilnaðarsinnar gera sér grein fyrir að farþegavél hafi verið skotin niður. 17. júlí 2015 09:56 Vissu um hættur þess að fljúga yfir svæðið Þýskum stjórnvöldum var gert vart við hættur þess að fljúga yfir austurhluta Úkraínu í júlí í fyrra, áður en malasíska farþegaþotan MH17 var skotin niður. Þrátt fyrir það voru flugfélög ekki vöruð við yfirvofandi hættu. 27. apríl 2015 20:22 Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51
Rannsóknarskýrsla um MH17 segir aðskilnaðarsinna ábyrga Alls fórust 298 manns með flugferð MH17 fyrir tæpu ári síðan. 15. júlí 2015 23:52
Birta myndband af braki MH17 fljótlega eftir að henni var grandað Á myndbandinu má sjá hvernig aðskilnaðarsinnar gera sér grein fyrir að farþegavél hafi verið skotin niður. 17. júlí 2015 09:56
Vissu um hættur þess að fljúga yfir svæðið Þýskum stjórnvöldum var gert vart við hættur þess að fljúga yfir austurhluta Úkraínu í júlí í fyrra, áður en malasíska farþegaþotan MH17 var skotin niður. Þrátt fyrir það voru flugfélög ekki vöruð við yfirvofandi hættu. 27. apríl 2015 20:22
Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29