Ásmundur: Ætlum að bretta upp ermar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2015 19:34 Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Ásmundur Arnarsson tekinn við þjálfarastarfinu hjá Fram. Fram verður þriðja liðið sem Ásmundur stýrir á þessu ári en hann tók við ÍBV um mitt sumar eftir að hafa verið sagt upp störfum hjá Fylki. Ásmundur sá sér hins vegar ekki fært að halda áfram sem þjálfari ÍBV og er nú kominn á fornar slóðir en hann lék um tíma með Fram og er níundi markahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi. Í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Ásmundur að þetta hefði ekki átt sér langan aðdraganda. „Nei, ekkert sérstaklega langan. Ég var bara að einbeita mér að því að klára síðasta verkefni í Eyjum en ég heyrði af áhuganum héðan aðeins áður en mótinu lauk,“ sagði Ásmundur sem skrifaði undir þriggja ára samning við Fram. Hans bíður erfitt verkefni en Fram var nálægt því að falla í 2. deild í haust eftir vont tímabil. Ásmundur tekur við starfinu af Pétri Péturssyni sem stýrði Fram lengst af í sumar eftir að Kristinn Rúnar Jónsson dró sig í hlé í vor. „Það sjá það allir að þróun félagsins undanfarin tvö ár hefur ekki verið nægjanlega góð. Nú er ætlunin að bretta upp ermar og reyna að snúa þessu dæmi við,“ sagði Ásmundur en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Stjórnarmaðurinn sem reifst við Pétur hættur Viðar Guðjónsson er hættur í stjórn knattspyrnudeildar Fram eftir atvik sem átti sér stað í leik Fram og Selfoss í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu Fram. 19. ágúst 2015 17:12 Alltaf stöngin út hjá okkur Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, er bjartsýnn á framtíð félagsins þótt það eigi það á hættu að falla niður um deild annað árið í röð. Hann segir framkomu stjórnarmanns gagnvart þjálfara félagsins í leik á þriðjudag ekki hafa verið boðlega. 20. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Ásmundur Arnarsson tekinn við þjálfarastarfinu hjá Fram. Fram verður þriðja liðið sem Ásmundur stýrir á þessu ári en hann tók við ÍBV um mitt sumar eftir að hafa verið sagt upp störfum hjá Fylki. Ásmundur sá sér hins vegar ekki fært að halda áfram sem þjálfari ÍBV og er nú kominn á fornar slóðir en hann lék um tíma með Fram og er níundi markahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi. Í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Ásmundur að þetta hefði ekki átt sér langan aðdraganda. „Nei, ekkert sérstaklega langan. Ég var bara að einbeita mér að því að klára síðasta verkefni í Eyjum en ég heyrði af áhuganum héðan aðeins áður en mótinu lauk,“ sagði Ásmundur sem skrifaði undir þriggja ára samning við Fram. Hans bíður erfitt verkefni en Fram var nálægt því að falla í 2. deild í haust eftir vont tímabil. Ásmundur tekur við starfinu af Pétri Péturssyni sem stýrði Fram lengst af í sumar eftir að Kristinn Rúnar Jónsson dró sig í hlé í vor. „Það sjá það allir að þróun félagsins undanfarin tvö ár hefur ekki verið nægjanlega góð. Nú er ætlunin að bretta upp ermar og reyna að snúa þessu dæmi við,“ sagði Ásmundur en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Stjórnarmaðurinn sem reifst við Pétur hættur Viðar Guðjónsson er hættur í stjórn knattspyrnudeildar Fram eftir atvik sem átti sér stað í leik Fram og Selfoss í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu Fram. 19. ágúst 2015 17:12 Alltaf stöngin út hjá okkur Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, er bjartsýnn á framtíð félagsins þótt það eigi það á hættu að falla niður um deild annað árið í röð. Hann segir framkomu stjórnarmanns gagnvart þjálfara félagsins í leik á þriðjudag ekki hafa verið boðlega. 20. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
Stjórnarmaðurinn sem reifst við Pétur hættur Viðar Guðjónsson er hættur í stjórn knattspyrnudeildar Fram eftir atvik sem átti sér stað í leik Fram og Selfoss í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu Fram. 19. ágúst 2015 17:12
Alltaf stöngin út hjá okkur Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, er bjartsýnn á framtíð félagsins þótt það eigi það á hættu að falla niður um deild annað árið í röð. Hann segir framkomu stjórnarmanns gagnvart þjálfara félagsins í leik á þriðjudag ekki hafa verið boðlega. 20. ágúst 2015 07:00