Tsipras: Ný ríkisstjórn Grikklands mynduð innan skamms Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2015 23:30 Alexis Tsipras var sigurreifur þegar úrslit kosninganna voru ljós. Vísir/Getty „Þetta er sigur fólksins,“ sagði Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza-flokksins, í sigurræðu sinni þegar ljóst var að flokkurinn hafði unnið sigur í grísku þingkosningunum í kvöld. Lýsti hann því yfir að ný ríkisstjórn yrði mynduð innan skamms með þáttöku Sjálfstæðra Grikkja. Þegar 80 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði Syriza-flokkurinn hlotið 35,5 prósent atkvæða og 145 þingsæti af þeim 300 sem mynda gríska þingið, aðeins sex sætum frá hreinum meirihluta. Panos Kammenos, leiðtogi Sjálfstæðra Grikkja og fyrrum varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Tsipras sem lét af störfum í síðasta mánuði, var á sviðinu með Tsipras er hann hélt sigurræðu sínu. Munu flokkarnir hefja stjórnarmyndunarviðræður en þessir flokkar mynduðu síðustu ríkisstjórn Grikklands. Leiðtogi Nýs lýðræðis, Vangelis Meimarakis, játaði sig sigraðan fyrr í kvöld en við síðustu talningu var flokkur hans með 28,3 prósent atkvæða og 75 þingsæti en kjörsókn var um 55 prósent. Tsipras hét því að ríkisstjórn hans myndi sitja í fjögur ár eða út kjörtímabilið en stormasamt hefur verið í grískum stjórnmálum í kjölfar efnahagsvandræða ríkisins. Alls hafa sex ríkisstjórnir setið og fjórar kosningar verið haldnar frá árinu 2009. Tsipras sagði að í nótt yrðu grískir fánar á öllum torgum Evrópu. „Við viljum berjast fyrir heiðri grísku þjóðarinnar. Syriza er of sterk til að deyja. Við erum búin að tengjast fólkinu stekum böndum. Grikkland mun rísa að nýju, en við verðum að berjast fyrir því,“ sagði Tsipras þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína. Tsipras hélt áfram og sagði að í samstarfi við Kammenos myndu flokkarnir berjast gegn spillingunni niður að rótum. Þakkaði hann fyrir að hafa verið gefið annað tækifæri. „Ég vil þakka Kammenos og flokki hans fyrir að hafa starfað með okkur og við viljum halda því áfram. Við munum hefja það starf á morgun. Evrópa verður ekki söm frá og með morgundeginum. Við viljum berjast fyrir þá veikustu og eftir fjögur ár verðum við með sterkt Grikkland og fólk getur aftur gengið stolt.“ Tengdar fréttir Grísku þingkosningarnar: Meimarakis viðurkennir ósigur Vangelis Meimarakis, leiðtogi Nýs lýðræðis, hefur viðurkennt ósigur í grísku þingkosningunum og hvatt Alexis Tsipras til að mynda nýja ríkisstjórn eins fljótt og auðið er. 20. september 2015 18:26 Tsipras útilokar samstarf með Nýju lýðræði Grikkir kjósa sér nýtt þing á sunnudaginn. 15. september 2015 08:13 Grísku þingkosningarnar: Syriza mælist með minniháttar forskot í könnunum Síðustu kosningafundirnir fyrir kosningarnar voru haldnir í dag, en Grikkir ganga að kjörborðinu á sunnudag. 18. september 2015 22:46 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Sjá meira
„Þetta er sigur fólksins,“ sagði Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza-flokksins, í sigurræðu sinni þegar ljóst var að flokkurinn hafði unnið sigur í grísku þingkosningunum í kvöld. Lýsti hann því yfir að ný ríkisstjórn yrði mynduð innan skamms með þáttöku Sjálfstæðra Grikkja. Þegar 80 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði Syriza-flokkurinn hlotið 35,5 prósent atkvæða og 145 þingsæti af þeim 300 sem mynda gríska þingið, aðeins sex sætum frá hreinum meirihluta. Panos Kammenos, leiðtogi Sjálfstæðra Grikkja og fyrrum varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Tsipras sem lét af störfum í síðasta mánuði, var á sviðinu með Tsipras er hann hélt sigurræðu sínu. Munu flokkarnir hefja stjórnarmyndunarviðræður en þessir flokkar mynduðu síðustu ríkisstjórn Grikklands. Leiðtogi Nýs lýðræðis, Vangelis Meimarakis, játaði sig sigraðan fyrr í kvöld en við síðustu talningu var flokkur hans með 28,3 prósent atkvæða og 75 þingsæti en kjörsókn var um 55 prósent. Tsipras hét því að ríkisstjórn hans myndi sitja í fjögur ár eða út kjörtímabilið en stormasamt hefur verið í grískum stjórnmálum í kjölfar efnahagsvandræða ríkisins. Alls hafa sex ríkisstjórnir setið og fjórar kosningar verið haldnar frá árinu 2009. Tsipras sagði að í nótt yrðu grískir fánar á öllum torgum Evrópu. „Við viljum berjast fyrir heiðri grísku þjóðarinnar. Syriza er of sterk til að deyja. Við erum búin að tengjast fólkinu stekum böndum. Grikkland mun rísa að nýju, en við verðum að berjast fyrir því,“ sagði Tsipras þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína. Tsipras hélt áfram og sagði að í samstarfi við Kammenos myndu flokkarnir berjast gegn spillingunni niður að rótum. Þakkaði hann fyrir að hafa verið gefið annað tækifæri. „Ég vil þakka Kammenos og flokki hans fyrir að hafa starfað með okkur og við viljum halda því áfram. Við munum hefja það starf á morgun. Evrópa verður ekki söm frá og með morgundeginum. Við viljum berjast fyrir þá veikustu og eftir fjögur ár verðum við með sterkt Grikkland og fólk getur aftur gengið stolt.“
Tengdar fréttir Grísku þingkosningarnar: Meimarakis viðurkennir ósigur Vangelis Meimarakis, leiðtogi Nýs lýðræðis, hefur viðurkennt ósigur í grísku þingkosningunum og hvatt Alexis Tsipras til að mynda nýja ríkisstjórn eins fljótt og auðið er. 20. september 2015 18:26 Tsipras útilokar samstarf með Nýju lýðræði Grikkir kjósa sér nýtt þing á sunnudaginn. 15. september 2015 08:13 Grísku þingkosningarnar: Syriza mælist með minniháttar forskot í könnunum Síðustu kosningafundirnir fyrir kosningarnar voru haldnir í dag, en Grikkir ganga að kjörborðinu á sunnudag. 18. september 2015 22:46 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Sjá meira
Grísku þingkosningarnar: Meimarakis viðurkennir ósigur Vangelis Meimarakis, leiðtogi Nýs lýðræðis, hefur viðurkennt ósigur í grísku þingkosningunum og hvatt Alexis Tsipras til að mynda nýja ríkisstjórn eins fljótt og auðið er. 20. september 2015 18:26
Tsipras útilokar samstarf með Nýju lýðræði Grikkir kjósa sér nýtt þing á sunnudaginn. 15. september 2015 08:13
Grísku þingkosningarnar: Syriza mælist með minniháttar forskot í könnunum Síðustu kosningafundirnir fyrir kosningarnar voru haldnir í dag, en Grikkir ganga að kjörborðinu á sunnudag. 18. september 2015 22:46