Tsipras: Ný ríkisstjórn Grikklands mynduð innan skamms Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2015 23:30 Alexis Tsipras var sigurreifur þegar úrslit kosninganna voru ljós. Vísir/Getty „Þetta er sigur fólksins,“ sagði Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza-flokksins, í sigurræðu sinni þegar ljóst var að flokkurinn hafði unnið sigur í grísku þingkosningunum í kvöld. Lýsti hann því yfir að ný ríkisstjórn yrði mynduð innan skamms með þáttöku Sjálfstæðra Grikkja. Þegar 80 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði Syriza-flokkurinn hlotið 35,5 prósent atkvæða og 145 þingsæti af þeim 300 sem mynda gríska þingið, aðeins sex sætum frá hreinum meirihluta. Panos Kammenos, leiðtogi Sjálfstæðra Grikkja og fyrrum varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Tsipras sem lét af störfum í síðasta mánuði, var á sviðinu með Tsipras er hann hélt sigurræðu sínu. Munu flokkarnir hefja stjórnarmyndunarviðræður en þessir flokkar mynduðu síðustu ríkisstjórn Grikklands. Leiðtogi Nýs lýðræðis, Vangelis Meimarakis, játaði sig sigraðan fyrr í kvöld en við síðustu talningu var flokkur hans með 28,3 prósent atkvæða og 75 þingsæti en kjörsókn var um 55 prósent. Tsipras hét því að ríkisstjórn hans myndi sitja í fjögur ár eða út kjörtímabilið en stormasamt hefur verið í grískum stjórnmálum í kjölfar efnahagsvandræða ríkisins. Alls hafa sex ríkisstjórnir setið og fjórar kosningar verið haldnar frá árinu 2009. Tsipras sagði að í nótt yrðu grískir fánar á öllum torgum Evrópu. „Við viljum berjast fyrir heiðri grísku þjóðarinnar. Syriza er of sterk til að deyja. Við erum búin að tengjast fólkinu stekum böndum. Grikkland mun rísa að nýju, en við verðum að berjast fyrir því,“ sagði Tsipras þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína. Tsipras hélt áfram og sagði að í samstarfi við Kammenos myndu flokkarnir berjast gegn spillingunni niður að rótum. Þakkaði hann fyrir að hafa verið gefið annað tækifæri. „Ég vil þakka Kammenos og flokki hans fyrir að hafa starfað með okkur og við viljum halda því áfram. Við munum hefja það starf á morgun. Evrópa verður ekki söm frá og með morgundeginum. Við viljum berjast fyrir þá veikustu og eftir fjögur ár verðum við með sterkt Grikkland og fólk getur aftur gengið stolt.“ Tengdar fréttir Grísku þingkosningarnar: Meimarakis viðurkennir ósigur Vangelis Meimarakis, leiðtogi Nýs lýðræðis, hefur viðurkennt ósigur í grísku þingkosningunum og hvatt Alexis Tsipras til að mynda nýja ríkisstjórn eins fljótt og auðið er. 20. september 2015 18:26 Tsipras útilokar samstarf með Nýju lýðræði Grikkir kjósa sér nýtt þing á sunnudaginn. 15. september 2015 08:13 Grísku þingkosningarnar: Syriza mælist með minniháttar forskot í könnunum Síðustu kosningafundirnir fyrir kosningarnar voru haldnir í dag, en Grikkir ganga að kjörborðinu á sunnudag. 18. september 2015 22:46 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
„Þetta er sigur fólksins,“ sagði Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza-flokksins, í sigurræðu sinni þegar ljóst var að flokkurinn hafði unnið sigur í grísku þingkosningunum í kvöld. Lýsti hann því yfir að ný ríkisstjórn yrði mynduð innan skamms með þáttöku Sjálfstæðra Grikkja. Þegar 80 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði Syriza-flokkurinn hlotið 35,5 prósent atkvæða og 145 þingsæti af þeim 300 sem mynda gríska þingið, aðeins sex sætum frá hreinum meirihluta. Panos Kammenos, leiðtogi Sjálfstæðra Grikkja og fyrrum varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Tsipras sem lét af störfum í síðasta mánuði, var á sviðinu með Tsipras er hann hélt sigurræðu sínu. Munu flokkarnir hefja stjórnarmyndunarviðræður en þessir flokkar mynduðu síðustu ríkisstjórn Grikklands. Leiðtogi Nýs lýðræðis, Vangelis Meimarakis, játaði sig sigraðan fyrr í kvöld en við síðustu talningu var flokkur hans með 28,3 prósent atkvæða og 75 þingsæti en kjörsókn var um 55 prósent. Tsipras hét því að ríkisstjórn hans myndi sitja í fjögur ár eða út kjörtímabilið en stormasamt hefur verið í grískum stjórnmálum í kjölfar efnahagsvandræða ríkisins. Alls hafa sex ríkisstjórnir setið og fjórar kosningar verið haldnar frá árinu 2009. Tsipras sagði að í nótt yrðu grískir fánar á öllum torgum Evrópu. „Við viljum berjast fyrir heiðri grísku þjóðarinnar. Syriza er of sterk til að deyja. Við erum búin að tengjast fólkinu stekum böndum. Grikkland mun rísa að nýju, en við verðum að berjast fyrir því,“ sagði Tsipras þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína. Tsipras hélt áfram og sagði að í samstarfi við Kammenos myndu flokkarnir berjast gegn spillingunni niður að rótum. Þakkaði hann fyrir að hafa verið gefið annað tækifæri. „Ég vil þakka Kammenos og flokki hans fyrir að hafa starfað með okkur og við viljum halda því áfram. Við munum hefja það starf á morgun. Evrópa verður ekki söm frá og með morgundeginum. Við viljum berjast fyrir þá veikustu og eftir fjögur ár verðum við með sterkt Grikkland og fólk getur aftur gengið stolt.“
Tengdar fréttir Grísku þingkosningarnar: Meimarakis viðurkennir ósigur Vangelis Meimarakis, leiðtogi Nýs lýðræðis, hefur viðurkennt ósigur í grísku þingkosningunum og hvatt Alexis Tsipras til að mynda nýja ríkisstjórn eins fljótt og auðið er. 20. september 2015 18:26 Tsipras útilokar samstarf með Nýju lýðræði Grikkir kjósa sér nýtt þing á sunnudaginn. 15. september 2015 08:13 Grísku þingkosningarnar: Syriza mælist með minniháttar forskot í könnunum Síðustu kosningafundirnir fyrir kosningarnar voru haldnir í dag, en Grikkir ganga að kjörborðinu á sunnudag. 18. september 2015 22:46 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Grísku þingkosningarnar: Meimarakis viðurkennir ósigur Vangelis Meimarakis, leiðtogi Nýs lýðræðis, hefur viðurkennt ósigur í grísku þingkosningunum og hvatt Alexis Tsipras til að mynda nýja ríkisstjórn eins fljótt og auðið er. 20. september 2015 18:26
Tsipras útilokar samstarf með Nýju lýðræði Grikkir kjósa sér nýtt þing á sunnudaginn. 15. september 2015 08:13
Grísku þingkosningarnar: Syriza mælist með minniháttar forskot í könnunum Síðustu kosningafundirnir fyrir kosningarnar voru haldnir í dag, en Grikkir ganga að kjörborðinu á sunnudag. 18. september 2015 22:46