Tsipras: Ný ríkisstjórn Grikklands mynduð innan skamms Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2015 23:30 Alexis Tsipras var sigurreifur þegar úrslit kosninganna voru ljós. Vísir/Getty „Þetta er sigur fólksins,“ sagði Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza-flokksins, í sigurræðu sinni þegar ljóst var að flokkurinn hafði unnið sigur í grísku þingkosningunum í kvöld. Lýsti hann því yfir að ný ríkisstjórn yrði mynduð innan skamms með þáttöku Sjálfstæðra Grikkja. Þegar 80 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði Syriza-flokkurinn hlotið 35,5 prósent atkvæða og 145 þingsæti af þeim 300 sem mynda gríska þingið, aðeins sex sætum frá hreinum meirihluta. Panos Kammenos, leiðtogi Sjálfstæðra Grikkja og fyrrum varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Tsipras sem lét af störfum í síðasta mánuði, var á sviðinu með Tsipras er hann hélt sigurræðu sínu. Munu flokkarnir hefja stjórnarmyndunarviðræður en þessir flokkar mynduðu síðustu ríkisstjórn Grikklands. Leiðtogi Nýs lýðræðis, Vangelis Meimarakis, játaði sig sigraðan fyrr í kvöld en við síðustu talningu var flokkur hans með 28,3 prósent atkvæða og 75 þingsæti en kjörsókn var um 55 prósent. Tsipras hét því að ríkisstjórn hans myndi sitja í fjögur ár eða út kjörtímabilið en stormasamt hefur verið í grískum stjórnmálum í kjölfar efnahagsvandræða ríkisins. Alls hafa sex ríkisstjórnir setið og fjórar kosningar verið haldnar frá árinu 2009. Tsipras sagði að í nótt yrðu grískir fánar á öllum torgum Evrópu. „Við viljum berjast fyrir heiðri grísku þjóðarinnar. Syriza er of sterk til að deyja. Við erum búin að tengjast fólkinu stekum böndum. Grikkland mun rísa að nýju, en við verðum að berjast fyrir því,“ sagði Tsipras þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína. Tsipras hélt áfram og sagði að í samstarfi við Kammenos myndu flokkarnir berjast gegn spillingunni niður að rótum. Þakkaði hann fyrir að hafa verið gefið annað tækifæri. „Ég vil þakka Kammenos og flokki hans fyrir að hafa starfað með okkur og við viljum halda því áfram. Við munum hefja það starf á morgun. Evrópa verður ekki söm frá og með morgundeginum. Við viljum berjast fyrir þá veikustu og eftir fjögur ár verðum við með sterkt Grikkland og fólk getur aftur gengið stolt.“ Tengdar fréttir Grísku þingkosningarnar: Meimarakis viðurkennir ósigur Vangelis Meimarakis, leiðtogi Nýs lýðræðis, hefur viðurkennt ósigur í grísku þingkosningunum og hvatt Alexis Tsipras til að mynda nýja ríkisstjórn eins fljótt og auðið er. 20. september 2015 18:26 Tsipras útilokar samstarf með Nýju lýðræði Grikkir kjósa sér nýtt þing á sunnudaginn. 15. september 2015 08:13 Grísku þingkosningarnar: Syriza mælist með minniháttar forskot í könnunum Síðustu kosningafundirnir fyrir kosningarnar voru haldnir í dag, en Grikkir ganga að kjörborðinu á sunnudag. 18. september 2015 22:46 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
„Þetta er sigur fólksins,“ sagði Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza-flokksins, í sigurræðu sinni þegar ljóst var að flokkurinn hafði unnið sigur í grísku þingkosningunum í kvöld. Lýsti hann því yfir að ný ríkisstjórn yrði mynduð innan skamms með þáttöku Sjálfstæðra Grikkja. Þegar 80 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði Syriza-flokkurinn hlotið 35,5 prósent atkvæða og 145 þingsæti af þeim 300 sem mynda gríska þingið, aðeins sex sætum frá hreinum meirihluta. Panos Kammenos, leiðtogi Sjálfstæðra Grikkja og fyrrum varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Tsipras sem lét af störfum í síðasta mánuði, var á sviðinu með Tsipras er hann hélt sigurræðu sínu. Munu flokkarnir hefja stjórnarmyndunarviðræður en þessir flokkar mynduðu síðustu ríkisstjórn Grikklands. Leiðtogi Nýs lýðræðis, Vangelis Meimarakis, játaði sig sigraðan fyrr í kvöld en við síðustu talningu var flokkur hans með 28,3 prósent atkvæða og 75 þingsæti en kjörsókn var um 55 prósent. Tsipras hét því að ríkisstjórn hans myndi sitja í fjögur ár eða út kjörtímabilið en stormasamt hefur verið í grískum stjórnmálum í kjölfar efnahagsvandræða ríkisins. Alls hafa sex ríkisstjórnir setið og fjórar kosningar verið haldnar frá árinu 2009. Tsipras sagði að í nótt yrðu grískir fánar á öllum torgum Evrópu. „Við viljum berjast fyrir heiðri grísku þjóðarinnar. Syriza er of sterk til að deyja. Við erum búin að tengjast fólkinu stekum böndum. Grikkland mun rísa að nýju, en við verðum að berjast fyrir því,“ sagði Tsipras þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína. Tsipras hélt áfram og sagði að í samstarfi við Kammenos myndu flokkarnir berjast gegn spillingunni niður að rótum. Þakkaði hann fyrir að hafa verið gefið annað tækifæri. „Ég vil þakka Kammenos og flokki hans fyrir að hafa starfað með okkur og við viljum halda því áfram. Við munum hefja það starf á morgun. Evrópa verður ekki söm frá og með morgundeginum. Við viljum berjast fyrir þá veikustu og eftir fjögur ár verðum við með sterkt Grikkland og fólk getur aftur gengið stolt.“
Tengdar fréttir Grísku þingkosningarnar: Meimarakis viðurkennir ósigur Vangelis Meimarakis, leiðtogi Nýs lýðræðis, hefur viðurkennt ósigur í grísku þingkosningunum og hvatt Alexis Tsipras til að mynda nýja ríkisstjórn eins fljótt og auðið er. 20. september 2015 18:26 Tsipras útilokar samstarf með Nýju lýðræði Grikkir kjósa sér nýtt þing á sunnudaginn. 15. september 2015 08:13 Grísku þingkosningarnar: Syriza mælist með minniháttar forskot í könnunum Síðustu kosningafundirnir fyrir kosningarnar voru haldnir í dag, en Grikkir ganga að kjörborðinu á sunnudag. 18. september 2015 22:46 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Grísku þingkosningarnar: Meimarakis viðurkennir ósigur Vangelis Meimarakis, leiðtogi Nýs lýðræðis, hefur viðurkennt ósigur í grísku þingkosningunum og hvatt Alexis Tsipras til að mynda nýja ríkisstjórn eins fljótt og auðið er. 20. september 2015 18:26
Tsipras útilokar samstarf með Nýju lýðræði Grikkir kjósa sér nýtt þing á sunnudaginn. 15. september 2015 08:13
Grísku þingkosningarnar: Syriza mælist með minniháttar forskot í könnunum Síðustu kosningafundirnir fyrir kosningarnar voru haldnir í dag, en Grikkir ganga að kjörborðinu á sunnudag. 18. september 2015 22:46