Leiðtogi herforingja í Burkina Faso kveðst tilbúinn að afsala sér völdum Bjarki Ármannsson skrifar 22. september 2015 00:08 Maður úr hópi mótmælenda gefst upp fyrir liðsmönnum lífvarðasveitarinnar. Vísir/AFP Leiðtogi herforingjastjórnarinnar sem tók völdin í Burkina Faso í síðustu viku hefur beðið þjóðina afsökunar á mannfalli vegna valdaránsins. Hann segist reiðubúinn að afsala sér völdum til bráðabirgðastjórnar, nú þegar her landsins nálgast höfuðborgina til að binda enda á valdatíð hans. Gilbert Diendere hershöfðingi fer fyrir hópi hershöfðingja úr lífvarðasveit forsetans sem tók völdin í landinu á miðvikudaginn. Hópurinn fangelsaði einnig forseta og forsætisráðherra landsins, en forsetanum hefur verið sleppt. Jafnframt segist Diendere vera reiðubúinn að sleppa forsætisráðherranum úr haldi. Lífvarðasveit forsetans er ekki hluti af her Burkina Faso, sem er nú á leið til höfuðborgarinnar með það fyrir stefnu að koma lífvarðasveitinni frá völdum án blóðsúthellinga. Diendere sagðist í yfirlýsingu í kvöld vera reiðubúinn að afsala sér völdum en varaði við því að borgarastyrjöld gæti brotist út í kjölfarið. Hann bað þjóðinna og alþjóðasamfélagið afsökunar á mannfalli í landinu, en tíu hið minnsta hafa fallið í valdaráninu og rúmlega hundrað særst. Ekki er vitað hvar Diendere heldur til.Að því er breska ríkisútvarpið greinir frá hafa hundruð manna komið saman á götum höfuðborgarinnar Ouagadougou til að fagna komu hersins. Þó sé ástandið í landinu enn mjög ruglingslegt og alls ekki útilokað að átök muni brjótast út á ný. Búrkína Fasó Tengdar fréttir Búrkína Fasó vísað úr Afríkuráðinu Herforingjar framkvæmdu valdarán í Búrkína Fasó á miðvikudaginn síðastliðinn. Herforingjastjórnin segist tilbúin til viðræðna til að sætta deiluaðila. 19. september 2015 09:00 Mannfall í mótmælum í Búrkína Fasó Valdarán var framið í Afríkuríkinu í nótt. 17. september 2015 18:09 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Leiðtogi herforingjastjórnarinnar sem tók völdin í Burkina Faso í síðustu viku hefur beðið þjóðina afsökunar á mannfalli vegna valdaránsins. Hann segist reiðubúinn að afsala sér völdum til bráðabirgðastjórnar, nú þegar her landsins nálgast höfuðborgina til að binda enda á valdatíð hans. Gilbert Diendere hershöfðingi fer fyrir hópi hershöfðingja úr lífvarðasveit forsetans sem tók völdin í landinu á miðvikudaginn. Hópurinn fangelsaði einnig forseta og forsætisráðherra landsins, en forsetanum hefur verið sleppt. Jafnframt segist Diendere vera reiðubúinn að sleppa forsætisráðherranum úr haldi. Lífvarðasveit forsetans er ekki hluti af her Burkina Faso, sem er nú á leið til höfuðborgarinnar með það fyrir stefnu að koma lífvarðasveitinni frá völdum án blóðsúthellinga. Diendere sagðist í yfirlýsingu í kvöld vera reiðubúinn að afsala sér völdum en varaði við því að borgarastyrjöld gæti brotist út í kjölfarið. Hann bað þjóðinna og alþjóðasamfélagið afsökunar á mannfalli í landinu, en tíu hið minnsta hafa fallið í valdaráninu og rúmlega hundrað særst. Ekki er vitað hvar Diendere heldur til.Að því er breska ríkisútvarpið greinir frá hafa hundruð manna komið saman á götum höfuðborgarinnar Ouagadougou til að fagna komu hersins. Þó sé ástandið í landinu enn mjög ruglingslegt og alls ekki útilokað að átök muni brjótast út á ný.
Búrkína Fasó Tengdar fréttir Búrkína Fasó vísað úr Afríkuráðinu Herforingjar framkvæmdu valdarán í Búrkína Fasó á miðvikudaginn síðastliðinn. Herforingjastjórnin segist tilbúin til viðræðna til að sætta deiluaðila. 19. september 2015 09:00 Mannfall í mótmælum í Búrkína Fasó Valdarán var framið í Afríkuríkinu í nótt. 17. september 2015 18:09 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Búrkína Fasó vísað úr Afríkuráðinu Herforingjar framkvæmdu valdarán í Búrkína Fasó á miðvikudaginn síðastliðinn. Herforingjastjórnin segist tilbúin til viðræðna til að sætta deiluaðila. 19. september 2015 09:00
Mannfall í mótmælum í Búrkína Fasó Valdarán var framið í Afríkuríkinu í nótt. 17. september 2015 18:09