Nærri helmingur félagsmanna SFR hefur greitt atkvæði um verkfall Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. september 2015 18:54 Frá fundi á Landspítalanum í gær þar sem farið var yfir stöðu mála. mynd/sfr Afgreiðsla vegabréfa og ökuskírteina stöðvast og starfsemi Landspítlans og fleiri stofnana skerðist mikið ef til verkfalls félagsmanna SFR og sjúkraliða kemur. Þátttaka í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun er góð. Félagsráð SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu kom saman til fundar í dag þar sem meðal annars voru ræddar fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn standa saman í kjaraviðræðum við ríkið. Kjaradeilan er í algjörum hnút og á þriðjudaginn hófust atkvæðagreiðslur meðal félagsmanna SFR og sjúkraliða um verkfallsboðun. Nærri 50% félagsmanna hafa kosið á tveimur dögum en atkvæðagreiðslunni líkur á þriðjudaginn í næstu viku. „Annars vegar erum við að fara í allsherjarverkfall með alla ríkisstarfsmenn okkar sem eru svona um 3.700 manns og hins vegar erum við með verkfall á fjórum stofnunum. Sem eru þá í verkfalli alveg frá 15. október og þar til semst. Þetta eru Landspítalinn, þetta eru ríkisskattstjóri, þetta eru sýslumannsembættin út um allt land og tollstjórinn,“ segir Árni Stefán Jónsson formaður SFR. Árni segir áhrifin verða einna mest á Landspítalanum þar sem bæði SFR félagar og sjúkraliðar fara í verkfall. SFR félagar sinna fjölda verkefna á Landspítalanum líkt og flutning sjúklinga, öryggisgæslu og móttökustörfum. „Þar fara í verkföll eitthvað um 1.100 manns. Labba þar út svo það hlýtur að hafa veruleg, veruleg áhrif,“ segir Árni Stefán. Á starfsstöð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi starfa 25 SFR félagsmenn. Þeir sjá um afgreiðslu vegabréfa og ökuskírteina. „Það er ætlunin að öll sýslumannsembættin á landinu fara í verkfall sem þýðir að það verða ekki gefin út vegabréf. Það verða ekki gefin út ökuskírteini. Ég meina skemmtanaleyfi, framhaldsskólar geta ekki haldið skemmtanir,“ segir Cilia Marianne Úlfsdóttir trúnaðarmaður SFR. Hún segir félagsmenn vilja sambærilegar launahækkanir og BHM-félagar og hjúkrunarfræðingar fengu samkvæmt úrskurði gerðardóms. Þá segir hún þá tilbúna til að fara í verkfall til að knýja á um það en meðallaun starfsmanna á skrifstofunni eru um 260 þúsund krónur. „Þetta er ekki nóg til að lifa af. Ég er með tvö börn og við erum tvær fyrirvinnur en þetta er tæpt hver einustu mánaðarmót,“ segir Cilia. Verkfall 2016 Tengdar fréttir SFR vill sömu launahækkanir og hjúkrunarfræðingar Framkvæmdastjóri félagsins segir félasmenn til í verkfallsaðgerðir og á von á að atkvæðagreiðsla um það fari fram á næstunni. 14. september 2015 13:55 Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12 Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08 Félagsmenn SFR greiða atkvæði um verkfallsboðun Verði af verkfalli hefst það 15. október og mun hafa áhrif á flestum vinnustöðum ríkisins. 22. september 2015 16:02 Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Afgreiðsla vegabréfa og ökuskírteina stöðvast og starfsemi Landspítlans og fleiri stofnana skerðist mikið ef til verkfalls félagsmanna SFR og sjúkraliða kemur. Þátttaka í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun er góð. Félagsráð SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu kom saman til fundar í dag þar sem meðal annars voru ræddar fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn standa saman í kjaraviðræðum við ríkið. Kjaradeilan er í algjörum hnút og á þriðjudaginn hófust atkvæðagreiðslur meðal félagsmanna SFR og sjúkraliða um verkfallsboðun. Nærri 50% félagsmanna hafa kosið á tveimur dögum en atkvæðagreiðslunni líkur á þriðjudaginn í næstu viku. „Annars vegar erum við að fara í allsherjarverkfall með alla ríkisstarfsmenn okkar sem eru svona um 3.700 manns og hins vegar erum við með verkfall á fjórum stofnunum. Sem eru þá í verkfalli alveg frá 15. október og þar til semst. Þetta eru Landspítalinn, þetta eru ríkisskattstjóri, þetta eru sýslumannsembættin út um allt land og tollstjórinn,“ segir Árni Stefán Jónsson formaður SFR. Árni segir áhrifin verða einna mest á Landspítalanum þar sem bæði SFR félagar og sjúkraliðar fara í verkfall. SFR félagar sinna fjölda verkefna á Landspítalanum líkt og flutning sjúklinga, öryggisgæslu og móttökustörfum. „Þar fara í verkföll eitthvað um 1.100 manns. Labba þar út svo það hlýtur að hafa veruleg, veruleg áhrif,“ segir Árni Stefán. Á starfsstöð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi starfa 25 SFR félagsmenn. Þeir sjá um afgreiðslu vegabréfa og ökuskírteina. „Það er ætlunin að öll sýslumannsembættin á landinu fara í verkfall sem þýðir að það verða ekki gefin út vegabréf. Það verða ekki gefin út ökuskírteini. Ég meina skemmtanaleyfi, framhaldsskólar geta ekki haldið skemmtanir,“ segir Cilia Marianne Úlfsdóttir trúnaðarmaður SFR. Hún segir félagsmenn vilja sambærilegar launahækkanir og BHM-félagar og hjúkrunarfræðingar fengu samkvæmt úrskurði gerðardóms. Þá segir hún þá tilbúna til að fara í verkfall til að knýja á um það en meðallaun starfsmanna á skrifstofunni eru um 260 þúsund krónur. „Þetta er ekki nóg til að lifa af. Ég er með tvö börn og við erum tvær fyrirvinnur en þetta er tæpt hver einustu mánaðarmót,“ segir Cilia.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir SFR vill sömu launahækkanir og hjúkrunarfræðingar Framkvæmdastjóri félagsins segir félasmenn til í verkfallsaðgerðir og á von á að atkvæðagreiðsla um það fari fram á næstunni. 14. september 2015 13:55 Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12 Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08 Félagsmenn SFR greiða atkvæði um verkfallsboðun Verði af verkfalli hefst það 15. október og mun hafa áhrif á flestum vinnustöðum ríkisins. 22. september 2015 16:02 Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
SFR vill sömu launahækkanir og hjúkrunarfræðingar Framkvæmdastjóri félagsins segir félasmenn til í verkfallsaðgerðir og á von á að atkvæðagreiðsla um það fari fram á næstunni. 14. september 2015 13:55
Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12
Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08
Félagsmenn SFR greiða atkvæði um verkfallsboðun Verði af verkfalli hefst það 15. október og mun hafa áhrif á flestum vinnustöðum ríkisins. 22. september 2015 16:02
Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45