Obama og Xi boða loftslagsaðgerðir Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. september 2015 07:00 Xi Jinping og Barack Obama greinir á um margt en þeir komu sér þó saman um að draga eitthvað úr mengun ríkjanna á næstu áratugum. NordicPhotos/AFP Barack Obama Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, kynntu í gær áform sín í loftslagsmálum, sem felast í því að bæði ríkin setja sér ákveðið hámark um losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda gegn því að geta síðan keypt eða selt mengunarkvóta eins og tíðkast hefur víða um heim frá því nokkru fyrir aldamót. Yfirlýsing þeirra þykir mikilvæg, sérstaklega nú í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í París í desember næstkomandi. Frans páfi, sem einnig er í heimsókn í Bandaríkjunum, lagði sitt lóð á þessa sömu vogarskál þegar hann í ávarpi sínu á Bandaríkjaþingi á fimmtudag hvatti Bandaríkin og önnur ríki heims til þess að grípa án tafar til aðgerða í loftslagsmálum. Hann ítrekaði þetta svo í gær í ávarpi sínu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, þar sem hann sagði umhverfið eiga sín réttindi og mannkynið hafi engan rétt til að brjóta gegn þeim. Guð hafi ekki heimilað mannkyninu að misnota náttúruna, hvað þá að eyðileggja hana. „Við hljótum að fallast á að til sé „réttur umhverfisins“, og það af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna þess að menn eru partur af umhverfinu,“ sagði páfi. „Og hins vegar vegna þess að allar verur, sérstaklega þær sem eru gæddar lífi, hafa gildi í sjálfu sér.“ Lítill árangur hefur orðið af loftslagsráðstefnum Sameinuðu þjóðanna undanfarin ár, en töluverðar vonir eru bundnir við ráðstefnuna í París. Saman bera Bandaríkin og Kína ábyrgð á um það bil 45 prósentum af útblæstri koltvísýrings í heiminum. Kínverjar ætla að stefna að því að árið 2030 nái útblástur þeirra hámarki. Obama hyggst fyrir sitt leyti sjá til þess að Bandaríkin dragi úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent til ársins 2025. Yfirlýsing Kínverja verður ekki síst mikilvæg í bandarískum stjórnmálum, þar sem repúblikanar á þingi hafa verið andvígir því að Bandaríkin skuldbindi sig í þessum málum meðan Kínverjar gera það ekki. Um leið aukast líkurnar á því að marktækt samkomulag takist í París í desember, sem flest ríki jarðar gætu orðið aðilar að. Þar sem Kína telst enn til þróunarríkja hafa Kínverjar til þessa ekki verið skuldbundnir samkvæmt alþjóðasamningum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Yfirlýsingin í gær er byggð á samkomulagi ríkjanna, sem gert var í Kína á síðasta ári þegar Obama kom þangað í heimsókn. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, kynntu í gær áform sín í loftslagsmálum, sem felast í því að bæði ríkin setja sér ákveðið hámark um losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda gegn því að geta síðan keypt eða selt mengunarkvóta eins og tíðkast hefur víða um heim frá því nokkru fyrir aldamót. Yfirlýsing þeirra þykir mikilvæg, sérstaklega nú í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í París í desember næstkomandi. Frans páfi, sem einnig er í heimsókn í Bandaríkjunum, lagði sitt lóð á þessa sömu vogarskál þegar hann í ávarpi sínu á Bandaríkjaþingi á fimmtudag hvatti Bandaríkin og önnur ríki heims til þess að grípa án tafar til aðgerða í loftslagsmálum. Hann ítrekaði þetta svo í gær í ávarpi sínu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, þar sem hann sagði umhverfið eiga sín réttindi og mannkynið hafi engan rétt til að brjóta gegn þeim. Guð hafi ekki heimilað mannkyninu að misnota náttúruna, hvað þá að eyðileggja hana. „Við hljótum að fallast á að til sé „réttur umhverfisins“, og það af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna þess að menn eru partur af umhverfinu,“ sagði páfi. „Og hins vegar vegna þess að allar verur, sérstaklega þær sem eru gæddar lífi, hafa gildi í sjálfu sér.“ Lítill árangur hefur orðið af loftslagsráðstefnum Sameinuðu þjóðanna undanfarin ár, en töluverðar vonir eru bundnir við ráðstefnuna í París. Saman bera Bandaríkin og Kína ábyrgð á um það bil 45 prósentum af útblæstri koltvísýrings í heiminum. Kínverjar ætla að stefna að því að árið 2030 nái útblástur þeirra hámarki. Obama hyggst fyrir sitt leyti sjá til þess að Bandaríkin dragi úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent til ársins 2025. Yfirlýsing Kínverja verður ekki síst mikilvæg í bandarískum stjórnmálum, þar sem repúblikanar á þingi hafa verið andvígir því að Bandaríkin skuldbindi sig í þessum málum meðan Kínverjar gera það ekki. Um leið aukast líkurnar á því að marktækt samkomulag takist í París í desember, sem flest ríki jarðar gætu orðið aðilar að. Þar sem Kína telst enn til þróunarríkja hafa Kínverjar til þessa ekki verið skuldbundnir samkvæmt alþjóðasamningum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Yfirlýsingin í gær er byggð á samkomulagi ríkjanna, sem gert var í Kína á síðasta ári þegar Obama kom þangað í heimsókn.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira