Obama og Xi boða loftslagsaðgerðir Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. september 2015 07:00 Xi Jinping og Barack Obama greinir á um margt en þeir komu sér þó saman um að draga eitthvað úr mengun ríkjanna á næstu áratugum. NordicPhotos/AFP Barack Obama Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, kynntu í gær áform sín í loftslagsmálum, sem felast í því að bæði ríkin setja sér ákveðið hámark um losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda gegn því að geta síðan keypt eða selt mengunarkvóta eins og tíðkast hefur víða um heim frá því nokkru fyrir aldamót. Yfirlýsing þeirra þykir mikilvæg, sérstaklega nú í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í París í desember næstkomandi. Frans páfi, sem einnig er í heimsókn í Bandaríkjunum, lagði sitt lóð á þessa sömu vogarskál þegar hann í ávarpi sínu á Bandaríkjaþingi á fimmtudag hvatti Bandaríkin og önnur ríki heims til þess að grípa án tafar til aðgerða í loftslagsmálum. Hann ítrekaði þetta svo í gær í ávarpi sínu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, þar sem hann sagði umhverfið eiga sín réttindi og mannkynið hafi engan rétt til að brjóta gegn þeim. Guð hafi ekki heimilað mannkyninu að misnota náttúruna, hvað þá að eyðileggja hana. „Við hljótum að fallast á að til sé „réttur umhverfisins“, og það af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna þess að menn eru partur af umhverfinu,“ sagði páfi. „Og hins vegar vegna þess að allar verur, sérstaklega þær sem eru gæddar lífi, hafa gildi í sjálfu sér.“ Lítill árangur hefur orðið af loftslagsráðstefnum Sameinuðu þjóðanna undanfarin ár, en töluverðar vonir eru bundnir við ráðstefnuna í París. Saman bera Bandaríkin og Kína ábyrgð á um það bil 45 prósentum af útblæstri koltvísýrings í heiminum. Kínverjar ætla að stefna að því að árið 2030 nái útblástur þeirra hámarki. Obama hyggst fyrir sitt leyti sjá til þess að Bandaríkin dragi úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent til ársins 2025. Yfirlýsing Kínverja verður ekki síst mikilvæg í bandarískum stjórnmálum, þar sem repúblikanar á þingi hafa verið andvígir því að Bandaríkin skuldbindi sig í þessum málum meðan Kínverjar gera það ekki. Um leið aukast líkurnar á því að marktækt samkomulag takist í París í desember, sem flest ríki jarðar gætu orðið aðilar að. Þar sem Kína telst enn til þróunarríkja hafa Kínverjar til þessa ekki verið skuldbundnir samkvæmt alþjóðasamningum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Yfirlýsingin í gær er byggð á samkomulagi ríkjanna, sem gert var í Kína á síðasta ári þegar Obama kom þangað í heimsókn. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, kynntu í gær áform sín í loftslagsmálum, sem felast í því að bæði ríkin setja sér ákveðið hámark um losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda gegn því að geta síðan keypt eða selt mengunarkvóta eins og tíðkast hefur víða um heim frá því nokkru fyrir aldamót. Yfirlýsing þeirra þykir mikilvæg, sérstaklega nú í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í París í desember næstkomandi. Frans páfi, sem einnig er í heimsókn í Bandaríkjunum, lagði sitt lóð á þessa sömu vogarskál þegar hann í ávarpi sínu á Bandaríkjaþingi á fimmtudag hvatti Bandaríkin og önnur ríki heims til þess að grípa án tafar til aðgerða í loftslagsmálum. Hann ítrekaði þetta svo í gær í ávarpi sínu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, þar sem hann sagði umhverfið eiga sín réttindi og mannkynið hafi engan rétt til að brjóta gegn þeim. Guð hafi ekki heimilað mannkyninu að misnota náttúruna, hvað þá að eyðileggja hana. „Við hljótum að fallast á að til sé „réttur umhverfisins“, og það af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna þess að menn eru partur af umhverfinu,“ sagði páfi. „Og hins vegar vegna þess að allar verur, sérstaklega þær sem eru gæddar lífi, hafa gildi í sjálfu sér.“ Lítill árangur hefur orðið af loftslagsráðstefnum Sameinuðu þjóðanna undanfarin ár, en töluverðar vonir eru bundnir við ráðstefnuna í París. Saman bera Bandaríkin og Kína ábyrgð á um það bil 45 prósentum af útblæstri koltvísýrings í heiminum. Kínverjar ætla að stefna að því að árið 2030 nái útblástur þeirra hámarki. Obama hyggst fyrir sitt leyti sjá til þess að Bandaríkin dragi úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent til ársins 2025. Yfirlýsing Kínverja verður ekki síst mikilvæg í bandarískum stjórnmálum, þar sem repúblikanar á þingi hafa verið andvígir því að Bandaríkin skuldbindi sig í þessum málum meðan Kínverjar gera það ekki. Um leið aukast líkurnar á því að marktækt samkomulag takist í París í desember, sem flest ríki jarðar gætu orðið aðilar að. Þar sem Kína telst enn til þróunarríkja hafa Kínverjar til þessa ekki verið skuldbundnir samkvæmt alþjóðasamningum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Yfirlýsingin í gær er byggð á samkomulagi ríkjanna, sem gert var í Kína á síðasta ári þegar Obama kom þangað í heimsókn.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira