Fjölskylda norska gíslsins segist ekki hafa efni á að greiða lausnargjaldið Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2015 11:26 Hinn 48 ára Ole Johan Grimsgaard-Ofstad. Fjölskylda Norðmannsins Ole Johan Grimsgaard-Ofstad, sem er í haldi ISIS-liða í Sýrlandi, segir að hún geti ekki sjálf safnað saman þeirri peningaupphæð sem ISIS-liðar krefjast til að sleppa honum lausum. Norska ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að ekki verði samið við hryðjuverkamenn. „Við getum einungis beðið gíslatökumennina að sleppa syni okkar og bróður,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldunni.Rænt af ISIS-liðum í janúar Hinn 48 ára Grimsgaard-Ofstad var tekinn til fanga í Sýrlandi í lok janúarmánaðar. Í síðustu Facebook-færslu Norðmannsins frá 24. janúar, kom fram að hann væri í borginni Idlib í norðvesturhluta Sýrlands á leið suður til Hama. Liðsmenn ISIS fullyrtu í gær að þeir væru með Grimsgaard-Ofstad og Fan Jinghui, fimmtugan kínverskan ríkisborgara, í haldi. Að sögn Verdens Gang krefjast gíslatökumennirnir lausnargjalds upp á fleiri tugi milljóna norskra króna. „Syni okkar og bróður mínum hefur verið haldið í gíslingu í Sýrlandi frá því í janúar. Á þessum erfiða tíma höfum við bæði vonast eftir lausn og óttast hið versta. Við vonust til að uppbyggjandi starf norskra yfirvalda muni skila sér í að honum verði sleppt,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldunnar sem birt var á heimasíðu norska utanríkisráðuneytisins.Til sölu Í nýjasta hefti áróðurstímaritsins Dabiq er birt mynd af gíslunum tveimur með skilaboðunum „til sölu“. Með myndinni af Grimsgaard-Ofstad fylgist texti sem segir að „ríkisstjórn hans hafi yfirgefið hann og hafi ekki gert alls sem í þeirra vandi stendur til að sleppa honum lausum“. Þá eru birtar upplýsingar um hvernig megi borga lausnargjaldið, auk þess að fram kemur að „tilboðið sé tímabundið“.Semja ekki við hryðjuverkamenn Að sögn Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir að gíslatökumennirnir hafi sett fjölmörg skilyrði og farið fram á háa lausnarsummu. „Þetta er mál sem ríkisstjórnin tekur mjög alvarlega. Við getum ekki og viljum ekki láta undan þrýstingi frá hryðjuverkamönnum og glæpamönnum. Noregur greiðir ekki lausnargjöld,“ segir Solberg, sem bætir við að hætta sé á að fleiri Norðmönnum verði rænt, verði lausnargjaldið greitt. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Norðmaður í haldi ISIS Var tekinn af hryðjuverkahópi í janúar. 10. september 2015 07:24 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Fjölskylda Norðmannsins Ole Johan Grimsgaard-Ofstad, sem er í haldi ISIS-liða í Sýrlandi, segir að hún geti ekki sjálf safnað saman þeirri peningaupphæð sem ISIS-liðar krefjast til að sleppa honum lausum. Norska ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að ekki verði samið við hryðjuverkamenn. „Við getum einungis beðið gíslatökumennina að sleppa syni okkar og bróður,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldunni.Rænt af ISIS-liðum í janúar Hinn 48 ára Grimsgaard-Ofstad var tekinn til fanga í Sýrlandi í lok janúarmánaðar. Í síðustu Facebook-færslu Norðmannsins frá 24. janúar, kom fram að hann væri í borginni Idlib í norðvesturhluta Sýrlands á leið suður til Hama. Liðsmenn ISIS fullyrtu í gær að þeir væru með Grimsgaard-Ofstad og Fan Jinghui, fimmtugan kínverskan ríkisborgara, í haldi. Að sögn Verdens Gang krefjast gíslatökumennirnir lausnargjalds upp á fleiri tugi milljóna norskra króna. „Syni okkar og bróður mínum hefur verið haldið í gíslingu í Sýrlandi frá því í janúar. Á þessum erfiða tíma höfum við bæði vonast eftir lausn og óttast hið versta. Við vonust til að uppbyggjandi starf norskra yfirvalda muni skila sér í að honum verði sleppt,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldunnar sem birt var á heimasíðu norska utanríkisráðuneytisins.Til sölu Í nýjasta hefti áróðurstímaritsins Dabiq er birt mynd af gíslunum tveimur með skilaboðunum „til sölu“. Með myndinni af Grimsgaard-Ofstad fylgist texti sem segir að „ríkisstjórn hans hafi yfirgefið hann og hafi ekki gert alls sem í þeirra vandi stendur til að sleppa honum lausum“. Þá eru birtar upplýsingar um hvernig megi borga lausnargjaldið, auk þess að fram kemur að „tilboðið sé tímabundið“.Semja ekki við hryðjuverkamenn Að sögn Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir að gíslatökumennirnir hafi sett fjölmörg skilyrði og farið fram á háa lausnarsummu. „Þetta er mál sem ríkisstjórnin tekur mjög alvarlega. Við getum ekki og viljum ekki láta undan þrýstingi frá hryðjuverkamönnum og glæpamönnum. Noregur greiðir ekki lausnargjöld,“ segir Solberg, sem bætir við að hætta sé á að fleiri Norðmönnum verði rænt, verði lausnargjaldið greitt.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Norðmaður í haldi ISIS Var tekinn af hryðjuverkahópi í janúar. 10. september 2015 07:24 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira