Erlent

Norðmaður í haldi ISIS

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Vísir/AFP
Norskur ríkisborgari er í haldi Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Frá þessu greindi Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, á blaðamannafundi í gær en þar upplýsti hún að stjórnvöld hefðu fengið upplýsingar um að Norðmanninum hafi verið rænt af hryðjuverkahópi í janúar síðastliðnum.

Það var hins vegar ekki fyrr en síðar sem upplýsingar bárust um að maðurinn væri í haldi vígamanna Íslamska ríkisins. 

Solberg sagði ekki koma til greina að greiða lausnargjald fyrir manninn, það gengi gegn grundvallarreglum, en allt annað yrði reynt til að fá manninn lausan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×