Engin uppgjöf hjá Leikni Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2015 10:00 Úr fyrri leik liðanna sem Fjölnir vann 3-0. vísir/vilhelm Nýliðar Leiknis halda lífsbaráttu sinni áfram, en þegar fjórir leikir eru eftir í deildinni er Breiðholtsliðið enn á lífi og rúmlega það. Leiknir á heimaleik á sunnudaginn gegn Fjölni sem hefur að litlu að keppa nema ná innri markmiðum sínum. „Fjölnisliðið er gott og við verðum að bera virðingu fyrir því. Það lifir á því að vera mjög skipulagt og gera fá mistök. Við þurfum að undirbúa okkur fyrir það. Þetta er mjög gott lið en við hljótum að finna einhverja veikleika á því sem við reynum að keyra á,“ segir Davíð Snorri Jónasson, annar tveggja þjálfara Leiknisliðsins. Leiknismenn eru í ellefta sæti, því næstneðsta, með 15 stig, þremur stigum frá Eyjamönnum. Leiknismenn hafa aðeins unnið einn leik síðan í maí og aðeins skorað eitt mark í síðustu fjórum leikjum. Það mark gerði Víkingurinn Halldór Smári Sigurðsson fyrir Breiðhyltinga er hann sparkaði boltanum í eigið net. „Við erum ekki að skora nóg, það er rétt. En við erum að komast í fínar stöður. Við erum með fína fótboltamenn og því þurfum við bara að gera aðeins meira til að skora. Við erum búnir að spila fína leiki en ekki fá stig,“ segir Davíð, en hvernig er að halda hausnum á Leiknisliðinu í standi í gegnum svona erfiða tíma? „Við reynum bara að hjálpast að í þessu. Við erum með skýr markmið fyrir okkur og reynum að komast nálægt þeim í hverjum leik. Við reynum bara að halda einbeitingu og stefna saman að sama markmiðinu. Takmarkið er einfalt fyrir okkur. Svo náttúrlega um leið og þú gefst upp sjálfur geturðu bara pakkað saman og farið heim,“ segir Davíð. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Nýliðar Leiknis halda lífsbaráttu sinni áfram, en þegar fjórir leikir eru eftir í deildinni er Breiðholtsliðið enn á lífi og rúmlega það. Leiknir á heimaleik á sunnudaginn gegn Fjölni sem hefur að litlu að keppa nema ná innri markmiðum sínum. „Fjölnisliðið er gott og við verðum að bera virðingu fyrir því. Það lifir á því að vera mjög skipulagt og gera fá mistök. Við þurfum að undirbúa okkur fyrir það. Þetta er mjög gott lið en við hljótum að finna einhverja veikleika á því sem við reynum að keyra á,“ segir Davíð Snorri Jónasson, annar tveggja þjálfara Leiknisliðsins. Leiknismenn eru í ellefta sæti, því næstneðsta, með 15 stig, þremur stigum frá Eyjamönnum. Leiknismenn hafa aðeins unnið einn leik síðan í maí og aðeins skorað eitt mark í síðustu fjórum leikjum. Það mark gerði Víkingurinn Halldór Smári Sigurðsson fyrir Breiðhyltinga er hann sparkaði boltanum í eigið net. „Við erum ekki að skora nóg, það er rétt. En við erum að komast í fínar stöður. Við erum með fína fótboltamenn og því þurfum við bara að gera aðeins meira til að skora. Við erum búnir að spila fína leiki en ekki fá stig,“ segir Davíð, en hvernig er að halda hausnum á Leiknisliðinu í standi í gegnum svona erfiða tíma? „Við reynum bara að hjálpast að í þessu. Við erum með skýr markmið fyrir okkur og reynum að komast nálægt þeim í hverjum leik. Við reynum bara að halda einbeitingu og stefna saman að sama markmiðinu. Takmarkið er einfalt fyrir okkur. Svo náttúrlega um leið og þú gefst upp sjálfur geturðu bara pakkað saman og farið heim,“ segir Davíð.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn