Rússar koma skriðdrekum fyrir í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2015 21:37 Skotið úr T-90 skriðdreka á æfingu í Rússlandi. Vísir/EPA Rússland hefur komið fyrir minnst sjö T-90 skriðdrekum í Sýrlandi. Hermönnum hefur fjölgað undanfarið þar í landi og virðast þeir vera að undirbúa flugvöll nærri Latakia í Sýrlandi fyrir notkun. Embættismenn í Bandaríkjunum segja þó að ekki liggi fyrir hvað Rússar ætli sér að gera í Sýrlandi. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hefur þrýstingur á að Rússar útskýra ætlanir sínar í Sýrlandi aukist síðustu daga. Rússar hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í borgarastyrjöldinni sem hefur geisað þar í rúm fjögur ár. Hingað til er ekki búið að lenda orrustuþotum eða þyrlum á flugvellinum, en heimildarmaður Reuters segir að svo virðist sem að Rússar séu að lagfæra flugbrautina þar. Einnig er búið að koma fyrir stórskotaliði við flugvöllinn. Reuters hefur áður sagt frá því að um 200 rússneskir hermenn haldi til á flugvellinum. Þar að auki er verið að koma fyrir radar og loftvörnum. Rússar segjast ætla að veita Sýrlandi hernaðarbirgðir og segja aðstoð sína til sýrlenska hersins vera í samræmi við alþjóðalög.Samkvæmt RT hafa yfirvöld í Kænugarði ekki leyft rússneskum flugvélum á leið til Sýrlands að fljúga um lofthelgi Úkraínu. Þingmaður í Rússlandi sagði að með því væru stjórnvöld Úkraínu að styðja við bakið á Íslamska ríkinu. Í síðustu viku bönnuðu stjórnvöld í Búlgaríu rússneskum flugvélum að fljúga um lofthelgi landsins. Þá hafði TASS fréttaveitan eftir rússneskum embættismanni að Íran hefði veitt Rússum leyfi til að fljúga þar yfir.Nauðsynlegt að Rússar komi að lausn Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði um helgina að nauðsynlegt væri að Rússar kæmu að hugsanlegri lausn á ástandinu í Sýrlandi. Frank-Walter Steinmeier og Sergey Lavrov, utanríkisráðherrar Þýskalands og Rússlands, ræddu um Sýrland á fundi um helgina. Báðir sögðust ætla að styðja tillögu sendiherra Sýrlands hjá Sameinuðu þjóðunum um að stofna alþjóðlegan starfshóp um Sýrland. Hópurinn myndi vinna að því að finna lausn á hinum ýmsu vandamálum sem hrjá Sýrland og að fá stríðandi fylkingar þar til að setjast við samningaborð og ræða saman. Tengdar fréttir Liðsmenn al-Qaeda ná mikilvægri sýrlenskri herstöð Uppreisnarmennirnir hafa setið um Abu al-Duhur á undanförnum tveimur árum. 9. september 2015 13:21 Rússar staðfesta að herinn sé í Sýrlandi Framkvæmdastjóri NATO segist hugsi yfir aukinni þátttöku Rússa í átökunum í Sýrlandi. 10. september 2015 07:21 Tyrkir senda hermenn inn í Írak Sérsveitarmenn elta vígamenn PKK sem felldu minnst 14 tyrkneska lögreglumenn í morgun. 8. september 2015 16:35 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Rússland hefur komið fyrir minnst sjö T-90 skriðdrekum í Sýrlandi. Hermönnum hefur fjölgað undanfarið þar í landi og virðast þeir vera að undirbúa flugvöll nærri Latakia í Sýrlandi fyrir notkun. Embættismenn í Bandaríkjunum segja þó að ekki liggi fyrir hvað Rússar ætli sér að gera í Sýrlandi. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hefur þrýstingur á að Rússar útskýra ætlanir sínar í Sýrlandi aukist síðustu daga. Rússar hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í borgarastyrjöldinni sem hefur geisað þar í rúm fjögur ár. Hingað til er ekki búið að lenda orrustuþotum eða þyrlum á flugvellinum, en heimildarmaður Reuters segir að svo virðist sem að Rússar séu að lagfæra flugbrautina þar. Einnig er búið að koma fyrir stórskotaliði við flugvöllinn. Reuters hefur áður sagt frá því að um 200 rússneskir hermenn haldi til á flugvellinum. Þar að auki er verið að koma fyrir radar og loftvörnum. Rússar segjast ætla að veita Sýrlandi hernaðarbirgðir og segja aðstoð sína til sýrlenska hersins vera í samræmi við alþjóðalög.Samkvæmt RT hafa yfirvöld í Kænugarði ekki leyft rússneskum flugvélum á leið til Sýrlands að fljúga um lofthelgi Úkraínu. Þingmaður í Rússlandi sagði að með því væru stjórnvöld Úkraínu að styðja við bakið á Íslamska ríkinu. Í síðustu viku bönnuðu stjórnvöld í Búlgaríu rússneskum flugvélum að fljúga um lofthelgi landsins. Þá hafði TASS fréttaveitan eftir rússneskum embættismanni að Íran hefði veitt Rússum leyfi til að fljúga þar yfir.Nauðsynlegt að Rússar komi að lausn Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði um helgina að nauðsynlegt væri að Rússar kæmu að hugsanlegri lausn á ástandinu í Sýrlandi. Frank-Walter Steinmeier og Sergey Lavrov, utanríkisráðherrar Þýskalands og Rússlands, ræddu um Sýrland á fundi um helgina. Báðir sögðust ætla að styðja tillögu sendiherra Sýrlands hjá Sameinuðu þjóðunum um að stofna alþjóðlegan starfshóp um Sýrland. Hópurinn myndi vinna að því að finna lausn á hinum ýmsu vandamálum sem hrjá Sýrland og að fá stríðandi fylkingar þar til að setjast við samningaborð og ræða saman.
Tengdar fréttir Liðsmenn al-Qaeda ná mikilvægri sýrlenskri herstöð Uppreisnarmennirnir hafa setið um Abu al-Duhur á undanförnum tveimur árum. 9. september 2015 13:21 Rússar staðfesta að herinn sé í Sýrlandi Framkvæmdastjóri NATO segist hugsi yfir aukinni þátttöku Rússa í átökunum í Sýrlandi. 10. september 2015 07:21 Tyrkir senda hermenn inn í Írak Sérsveitarmenn elta vígamenn PKK sem felldu minnst 14 tyrkneska lögreglumenn í morgun. 8. september 2015 16:35 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Liðsmenn al-Qaeda ná mikilvægri sýrlenskri herstöð Uppreisnarmennirnir hafa setið um Abu al-Duhur á undanförnum tveimur árum. 9. september 2015 13:21
Rússar staðfesta að herinn sé í Sýrlandi Framkvæmdastjóri NATO segist hugsi yfir aukinni þátttöku Rússa í átökunum í Sýrlandi. 10. september 2015 07:21
Tyrkir senda hermenn inn í Írak Sérsveitarmenn elta vígamenn PKK sem felldu minnst 14 tyrkneska lögreglumenn í morgun. 8. september 2015 16:35