Rússar koma skriðdrekum fyrir í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2015 21:37 Skotið úr T-90 skriðdreka á æfingu í Rússlandi. Vísir/EPA Rússland hefur komið fyrir minnst sjö T-90 skriðdrekum í Sýrlandi. Hermönnum hefur fjölgað undanfarið þar í landi og virðast þeir vera að undirbúa flugvöll nærri Latakia í Sýrlandi fyrir notkun. Embættismenn í Bandaríkjunum segja þó að ekki liggi fyrir hvað Rússar ætli sér að gera í Sýrlandi. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hefur þrýstingur á að Rússar útskýra ætlanir sínar í Sýrlandi aukist síðustu daga. Rússar hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í borgarastyrjöldinni sem hefur geisað þar í rúm fjögur ár. Hingað til er ekki búið að lenda orrustuþotum eða þyrlum á flugvellinum, en heimildarmaður Reuters segir að svo virðist sem að Rússar séu að lagfæra flugbrautina þar. Einnig er búið að koma fyrir stórskotaliði við flugvöllinn. Reuters hefur áður sagt frá því að um 200 rússneskir hermenn haldi til á flugvellinum. Þar að auki er verið að koma fyrir radar og loftvörnum. Rússar segjast ætla að veita Sýrlandi hernaðarbirgðir og segja aðstoð sína til sýrlenska hersins vera í samræmi við alþjóðalög.Samkvæmt RT hafa yfirvöld í Kænugarði ekki leyft rússneskum flugvélum á leið til Sýrlands að fljúga um lofthelgi Úkraínu. Þingmaður í Rússlandi sagði að með því væru stjórnvöld Úkraínu að styðja við bakið á Íslamska ríkinu. Í síðustu viku bönnuðu stjórnvöld í Búlgaríu rússneskum flugvélum að fljúga um lofthelgi landsins. Þá hafði TASS fréttaveitan eftir rússneskum embættismanni að Íran hefði veitt Rússum leyfi til að fljúga þar yfir.Nauðsynlegt að Rússar komi að lausn Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði um helgina að nauðsynlegt væri að Rússar kæmu að hugsanlegri lausn á ástandinu í Sýrlandi. Frank-Walter Steinmeier og Sergey Lavrov, utanríkisráðherrar Þýskalands og Rússlands, ræddu um Sýrland á fundi um helgina. Báðir sögðust ætla að styðja tillögu sendiherra Sýrlands hjá Sameinuðu þjóðunum um að stofna alþjóðlegan starfshóp um Sýrland. Hópurinn myndi vinna að því að finna lausn á hinum ýmsu vandamálum sem hrjá Sýrland og að fá stríðandi fylkingar þar til að setjast við samningaborð og ræða saman. Tengdar fréttir Liðsmenn al-Qaeda ná mikilvægri sýrlenskri herstöð Uppreisnarmennirnir hafa setið um Abu al-Duhur á undanförnum tveimur árum. 9. september 2015 13:21 Rússar staðfesta að herinn sé í Sýrlandi Framkvæmdastjóri NATO segist hugsi yfir aukinni þátttöku Rússa í átökunum í Sýrlandi. 10. september 2015 07:21 Tyrkir senda hermenn inn í Írak Sérsveitarmenn elta vígamenn PKK sem felldu minnst 14 tyrkneska lögreglumenn í morgun. 8. september 2015 16:35 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Rússland hefur komið fyrir minnst sjö T-90 skriðdrekum í Sýrlandi. Hermönnum hefur fjölgað undanfarið þar í landi og virðast þeir vera að undirbúa flugvöll nærri Latakia í Sýrlandi fyrir notkun. Embættismenn í Bandaríkjunum segja þó að ekki liggi fyrir hvað Rússar ætli sér að gera í Sýrlandi. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hefur þrýstingur á að Rússar útskýra ætlanir sínar í Sýrlandi aukist síðustu daga. Rússar hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í borgarastyrjöldinni sem hefur geisað þar í rúm fjögur ár. Hingað til er ekki búið að lenda orrustuþotum eða þyrlum á flugvellinum, en heimildarmaður Reuters segir að svo virðist sem að Rússar séu að lagfæra flugbrautina þar. Einnig er búið að koma fyrir stórskotaliði við flugvöllinn. Reuters hefur áður sagt frá því að um 200 rússneskir hermenn haldi til á flugvellinum. Þar að auki er verið að koma fyrir radar og loftvörnum. Rússar segjast ætla að veita Sýrlandi hernaðarbirgðir og segja aðstoð sína til sýrlenska hersins vera í samræmi við alþjóðalög.Samkvæmt RT hafa yfirvöld í Kænugarði ekki leyft rússneskum flugvélum á leið til Sýrlands að fljúga um lofthelgi Úkraínu. Þingmaður í Rússlandi sagði að með því væru stjórnvöld Úkraínu að styðja við bakið á Íslamska ríkinu. Í síðustu viku bönnuðu stjórnvöld í Búlgaríu rússneskum flugvélum að fljúga um lofthelgi landsins. Þá hafði TASS fréttaveitan eftir rússneskum embættismanni að Íran hefði veitt Rússum leyfi til að fljúga þar yfir.Nauðsynlegt að Rússar komi að lausn Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði um helgina að nauðsynlegt væri að Rússar kæmu að hugsanlegri lausn á ástandinu í Sýrlandi. Frank-Walter Steinmeier og Sergey Lavrov, utanríkisráðherrar Þýskalands og Rússlands, ræddu um Sýrland á fundi um helgina. Báðir sögðust ætla að styðja tillögu sendiherra Sýrlands hjá Sameinuðu þjóðunum um að stofna alþjóðlegan starfshóp um Sýrland. Hópurinn myndi vinna að því að finna lausn á hinum ýmsu vandamálum sem hrjá Sýrland og að fá stríðandi fylkingar þar til að setjast við samningaborð og ræða saman.
Tengdar fréttir Liðsmenn al-Qaeda ná mikilvægri sýrlenskri herstöð Uppreisnarmennirnir hafa setið um Abu al-Duhur á undanförnum tveimur árum. 9. september 2015 13:21 Rússar staðfesta að herinn sé í Sýrlandi Framkvæmdastjóri NATO segist hugsi yfir aukinni þátttöku Rússa í átökunum í Sýrlandi. 10. september 2015 07:21 Tyrkir senda hermenn inn í Írak Sérsveitarmenn elta vígamenn PKK sem felldu minnst 14 tyrkneska lögreglumenn í morgun. 8. september 2015 16:35 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Liðsmenn al-Qaeda ná mikilvægri sýrlenskri herstöð Uppreisnarmennirnir hafa setið um Abu al-Duhur á undanförnum tveimur árum. 9. september 2015 13:21
Rússar staðfesta að herinn sé í Sýrlandi Framkvæmdastjóri NATO segist hugsi yfir aukinni þátttöku Rússa í átökunum í Sýrlandi. 10. september 2015 07:21
Tyrkir senda hermenn inn í Írak Sérsveitarmenn elta vígamenn PKK sem felldu minnst 14 tyrkneska lögreglumenn í morgun. 8. september 2015 16:35